Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2004, Blaðsíða 9
DV Fréttir
MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 9
fíkniefnamál sem komið hefur upp á íslandi. Hann keypti fikniefni af fólki sem situr í
kra klukkutíma og tók af honum nokkur grömm af amfetamíni. Einar segist hafa fallið
Ég var tekinn um klukkan tvö og ég
var kominn út klukkan átta eða níu.
Þeir sögðu mér frá málinu sem var í
rannsókn og leyfðu mér svo að fara,
skömm sem fylgir því að falla. Mað-
ur gerir sér svo litla grein fyrir því
hvernig þessi sjúkdómur vinnur, ef
maður passar sig ekki á honum.
Sjúkdómurinn lýgur því að manni
að hann sé ekki sjúkdómur. Það var
mikið vinnuálag og streita og þá fer
maður að verða minna var um sig,“
segir Einar. Hann faldi fíknina fyrir
konu sinni, fjölskyldu og vinum.
„Sem betur fer eru vopnin slegin úr
höndum manns svona fljótt, þetta
var góð áminning um á hversu röng-
um stað maður væri."
Inn á Vog í dag
„Ég hef ekki drukkið eða notað
efni frá handtökunni og bíð eftir að
komast inn á Vog," segir
EinarÁgúst en þangað inn-
ritast hann í dag og verður
næsta einn og hálfa mánuð-
inn. Hann hefur sagt upp störfum
hjá Norðurljósum þar sem hann
hefur verið með útvarpsþátt á út-
varpsstöðinni FM frá tíu til tvö á
daginn. „Nú tekur bara nýtt við,
maður bara vonar það besta.“
Hann segist samt alltaf verða tón-
listarmaður. „Það skemmtilegasta
er þegar maður skemmtir sér vel í
tónlistinni."
Einar Ágúst vonar að reynsla
hans verði öðrum víti til varnaðar.
„Ég er ómögulegur alkóhólisti og
verð hallærislegasti gaurinn á svæð-
inu
þegar
ég drekk eða
nota efni. Þetta á ekki við mig
þannig að ég verð nú að rækta enn
betur mína edrúmennsku."
Alltaf jafn mikið á móti fíkni-
efnum
Einar Ágúst hefur nokkrum sinn-
um komið fram í viðtölum í fjölmiðl-
um til að útskýra hvernig hann hafi
tekið á fíkninni og hvernig honum
hafi tekist að byggja upp nýtt líf
þar sem hann treystir meðal
annars á trúna. Af og til hafa
heyrst fregnir af því að hann
hafi fallið. „Þegar blöðin
hringja í mig og spyrja hvort
ég hafi fallið, þá hef ég hleg-
ið og þótt gaman að vera
kominn í tísku aftur. Þessar
sögur verða alltaf til og fólk
mun alltaf vilja hafa eitthvað
til að tyggja á.“ Hann telur nú
hreinlegast að koma fram að
lýsa því hvernig í málunum ligg-
ur. „Áfstaða mín til fíkniefna og
áfengis breytist ekkert alveg sama
hvort ég fell eða ekki,“ segir hann.
„Ég er alveg jafn mikið á móti þessu.
Ég geri allt til þess að vera ekki í
þessu."
Hann segist hafa áttað sig á því
að í dag umgangist fólk fíkniefni eins
og sjálfsagðan hlut en ekki eins og
ólögleg vímuefni. „Ég er ekki fyrsti
og ekki síðasti tónlistarmaðurinn
sem er handtekinn í tengslum við
fíkniefni. Þetta er gott spark í rassinn
og gott að þetta gerðist áður en ég
var dýpra sokkinn. Þessi braut leiðir
menn í ógöngur."
kgb@dv.is
Breskur múslimi hefur boðið sig fram í skiptum við Ken
Bigley sem er gísl hryðjuverkamanna i írak.
Takið mig í staðinn
Abu Musab al-Zarqawi
Hryðjuverkamennirnir starfa
undirhinum illræmda Abu
Musab al-Zarqawi.
Hópur breskra múslima hélt til
fraks í gær í þeirri von að þeim
tækist að sannfæra
manmæningjana að
sleppa breska gíslinum.
Ken Bigley, 62 ára vél-
fræðingur ffá Liverpool,
hefur verið í haldi
hryðjuverkahóps undir
stjóm hins illræmda
Abu Musab al-Zarqawi
síðustu 11 daga. Tveir
bandarískir félagar hans
hafa þegar verið myrtir af
mannræningjunum.
Prófesoramir Daud
Abdullah og Amusharraf
Hussain, háttsettir og
velliðnir menn innan
múslímska samfélagsins,
frelsa Ken. Þeir tala báðir reip-
brennandi arabísku og búa
yfir samböndum við Shia
og Sunni klerka. „Við
kreíjumst þess að Kev
verði sleppt án tafar.
Hann er eldri maður
sem verður fljótlega
afi. Sýnið miskunn,"
sögðu prófessoranir
er þeir beindu orðum
sínum til mannræn-
ingjanna.
Um helgina
bauðst breskur
múhameðstrúar-
maðtu til að skipta
við mannræningj-
ana. „Ég er tilbú-
inn til að fóma
hafa fengið það hlutverk að reyna að mínu eigin lífi. Ef þið viljið breskan
ríkisþegn þá getið þið tekið mig í stað-
inn. Ken er hálf írskur og hann er
venjulegur fjölskyldufaðir," sagði Ma-
hmoud Abu Rideh, 31 árs.
Paul, bróðir Ken, segir bróður sinn
sterka persónu sem ætti að geta hald-
ið ró sinni við þessar ömurlegu að-
stæður. Móðir hans var flutt í skyndi á
sjúkrahús eftir að hafa grátbeðið
mannræningjana að sleppa Ken. Hún
hafði fengið slag. Sombat, eiginkona
Kens hefur einnig beðið um miskunn.
Fjölskyldan hefur áður glímt við
erfiðleika. Fyrir nokkrum árum lést 17
ára sonur Kens er hann varð undir
vörubíl. Við missirinn fór fyrra hjóna-
band Kens út úm þúfur og hann flutti
til Spánar þar sem hann kynntíst tæ-
lensku núverandi konunni sinni,
Sombat. Á Spáni opnaði hann bar
með breskum félaga sínum, Gleenn
I haldi Ken tiigiey nerur venu, ™
mannræningjanna í 11 daga. Tveir
bandarlskir félagar hans hafa verið myrtir.
Watts. „Ég get ekki lýst því hvernig
mér leið þegar ég sá Ken í sjónvarp-
inu," sagði Watts sorgmæddur.
Tony Blair forsætísráðherra Bret-
lands sagðist í viðtali biðja fyrir Ken
en áréttaði fyrir almenningi að vera
ekki of vongóður. „Viðbrögð mín eru
eins og annarra. Ég vona og bið að
hann komist heim heill á húfi. En
falskar vonir gera ekkert gagn vegna
rotins eðlis mannanna sem við erum
að fást við.“
Brotlenti
svifvæng
Ungur maður brotlenti
svifvæng sínum utan í
íjallshlíð við Ketilseyri í
Dýrafirði um kvöldmatar-
leytið á laugardag. Eftir
brotlendinguna fann ungi
maðurinn til í baki auk þess
sem hann fékk nokkrar
skrá-mur. Maðurinn var
fluttur með sjúkrabifreið á
sjúkrahúsið á ísafirði þar
sem hugað var að sárum
hans.
Ölvaður á
Nýbýlavegi
Lögreglan í Kópavogi
stöðvaði um þrjúleytið í
gær bifreið á Nýbýlavegin-
um og reyndist fullorðinn
ökumaðurinn ansi ölvaður.
Þrátt fyrir ástandið hafði
maðurinn ekki valdið nein-
um slysum eða eignatjóni.
Hann var sendur í blóð-
rannsókn og síðan til síns
heima.
Nefbraut
stúlku
Karlmaður sló stúlku í
andlitið fyrir utan veitinga-
stað í Keflavík í fyrrinótt.
Stúlkan nefbrotnaði við
höggið. í kjölfarið var mað-
urinn færður til yfirheyrslu
af lögreglu. Helgin var að
öðru leyti mjög róleg í
Keflavík. Þó voru tveir öku-
menn teknir fyrir of hraðan
akstur á Reykjanesbraut-
inni, annar á 110 kílómetra
hraða oghinn á 121.
Styrkja
ímynd mat-
vælabæjar
Tvær milljónir króna
munu koma úr bæjarsjóði á
Blönduósi
sem fram-
lag til
stofnunar
ráðgjafa-
þjónustu
fyrir mat-
vælaiðnað.
Sex eða sjö
fyrirtæki í bænum munu
hafa samþykkt aðkomu að
ráðgjafafyritækinu, ýmist
með hlutafé, aðstöðu eða
vinnuframlagi. Bæjarráðið
segir verkefnið byggja á
stefnu bæjaryfirvalda um
að styrkja stöðu Blöduóss
sem „matvælabæjar".