Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2004, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2004, Blaðsíða 19
DV Sport MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 19 „Áfram KA-menn" KA-maðurinn Dean Martin var besti maður vallarins á iaugardag og hann fagnaði griðarlega með stuöningsmönnum KA eftir leikinn. DV-mynd Stefán KA gerði sér lítið fyrir og sló nýkrýnda íslandsmeistara FH út úr VISA-bikar- keppninni á laugardag. Leikurinn endaði 1-0 og var sæt hefnd fyrir KA-menn þvi helgina á undan tryggði FH sér íslandsmeistaratitilinn á heimavelli KA f / KA komið i unslit Fyrirfram bjuggust flestir við sigri íslandsmeistaranna sem hafa f/þettd VOr bara meiríháttar, VÍð SÖnnuðum spilað áberandi skemmtilegasta fótboltann í sumar og hafa , *, , .... ..* . , , menn verið á einu máh um að hér fari án efa besta knattspyrnu- þoð fyrit Sjalfum okkur OQ Óllum Öðrum her I lið landsins. Eitthvað mikið var þó að í leiknum gegn KA. Norð- dag að VÍð getum unnið hvað Hð Sem er/' anmenn mættu hins vegar til leiks án allrar pressu, skipulögðu sig vel og uppskáru eftir því, þótt óneitanlega hafí lukkan verið á þeirra bandi. KA-FH 1-0 VISA-bikarinn - Laugardalsvöllur Dómari: Gylfi Orrason (4). Áhorfendur: 1115. Gæöi leiks: 2. Gul spjöld: KA: Atli Sveinn - FH: Freyr.Tommy. Rauð spjöld: Engin. Mörk 1-0 Hreinn Hringsson 30. skot úr teig stal bolta Leikmenn KA: SandorMatus 4 Ronni Hartvig 4 Atli Sveinn Þórarinsson 4 Steinn Viðar Gunnarsson 3 Haukur I. Sigurbergsson 3 Pálmi Rafn Pálmason 4 Örn Kató Hauksson 3 Hreinn Hringsson 3 (87., Steingrímur Eiðsson -) ÖrlygurÞórHelgason 3 Jóhann Þórhallsson 2 (23., Sigurður Skúli Eyjólfsson 3) Dean Martin 5 Leikmenn FH: Daði Lárusson 4 Guðmundur Sævarsson 3 Freyr Bjarnason 4 TommyNielsen 3 Davíð Þór Viðarsson 2 Heimir Guðjónsson 2 Baldur Bett 2 Atli Viðar Björnsson 2 (83., Ármann Smári Björnsson -) Jón Þorgrímur Stefánsson 3 (63., Allan Borgvardt 3) Emil Hallfreðsson 2 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 3 (75., Jónas Grani Garðarsson -) Tölfræðin: Skot (á mark): 9-21 (4-6) Varin skot: Sandor 2 - Daði 3. Horn: 6-11 Rangstöður: 0-2 Aukaspyrnur fengnar: 11-13 BESTUR Á VELLINUM: Dean Martin, KA Eins og í flestum leikjum sumars- ins var alveg eins og FH-ingar væru á heimavelli. Stór hópur aðdáenda hefur fylgt þeim um landið þvert og endilangt og h'tið heyrðist í fáum að- dáendum KA. Það eitt og sér dugði þó skammt því skemmtileg FH- stemmningin skilaði sér engan veg- in til liðsins hverju svo sem um er að kenna. í það heila voru FH-ingar mun meira með boltann og kom það fáum á óvart. Hins vegar sáust þær skemmtilegu sóknarlotur sem ein- kennt hafa liðið í allt sumar afar sjaldan en langspörk og lélegar fyrir- gjafir mun oftar. KA-menn lögðu upp með hörku varnarleik, baráttu og skyndisóknir. Því verður ekki neitað að FH-ing- ar fengu töluvert mikið af góðum færum og nokkrum sinnum björg- uðu KA-menn nánast á marklínu. Þá var markvörður þeirra, Sandor Mát- us, í essinu sínu. í blálokin voru ís- landsmeistaramir ótrúlega nálægt því að jafha metin en þá skaut Ár- mann Smári Björnsson í þverslána af örstuttu færi. Segja má að sláar- skotið hafi endurspeglað vel lán- og andleysi FH-inga í þessum leik. Vantaði menn Nokkur skörð vom höggvin í rað- ir FH-inga í þessum leik því vamar- maðurinn sterki, Sverrir Garðarsson tók út leikbann, og þá kom Allan Borgvardt ekki við sögu fyrr en eftir rétt rúmlega klukkutíma leik en flensa var að hrjá Danann snjalla. Þá fann fyrirliðinn, Heimir Guð- jónsson, sig engan veginn og sér- staklega eftir að hann átti slæma sendingu til baka á Tommy Nielsen sem segja má að hafi orsakað að mestu mark Hreins Hringssonar fyrir KA-menn. En mikið hefur verið rætt um góða breidd FH-hðsins og nú reyndi verulega á hana. Miðað við frammistöðu íslandsmeistar- anna í þessum leik má leiða líkur að því að þeir treysti um of á Heimi, hann er miðjupunktur og kjarni liðs- ins og ef hann dettur niður á slæm- an leik er greinilegt að enn sem komið er getur enginn leikmaður tekið algjörlega af skarið, tekið við stjórninni af Heimi, í svona mikil- vægum leik. Því fór sem fór. Hins vegar er algjör óþarfi að gera htið úr frammistöðu leikmanna KA. Þeir urðu fyrir miklu áfalli um síðustu helgi, féhu niður um deUd, en höfðu nægUega sterkan karakter tfl þess að ná að rífa sig upp og gera það sem nánast enginn átti von á að þeir gætu - slá út besta knattspymu- Uð landsins og tryggja sér sæti í bik- arúrslitunum. AUt Uðið gaf það sem það átti, barist var um hvern einasta bolta. Síðan var skynseminni beitt og tíminn nýttur tU hins ýtrasta þeg- ar liðið fór í þær fáu sóknarlotur sem það fékk. Atli Sveinn góður Atli Sveinn Þórarinsson lék geysivel fýrir KA og var að vonum í skýjunum eftir leikinn. Hann sagði sigurinn mikla sárabót fýrir faUið í 1. deUd. „Þettavarbara meiriháttar, við sönnuðum það fyrir sjálfum okkur og öUum öðrum hér í dag að við getum unnið hvað lið sem er. Menn munu eflaust benda á að þeir hafi fengið heUing af færum, sem þeir vissulega fengu, en á móti kemur að við fengum fuUt af hraða- upphlaupum sem við nýttum ekki nógu vel. Við klikkum oft á síðustu sendingunni, þegar við erum þrír á móti tveimur eða fjórir á móti þremur. Þetta datt okkar megin í dag, þetta datt þeirra megin um síðustu helgi. Við vorum auðvitað mjög svekktir að faUa en við náðum að rífa okkur upp og sýndum mik- inn karkater. Nú verðum við að passa okkur á því að það verði ekki spennufaU - það er auðvitað mikið afrek að vinna fslandsmeistarana en við erum ekki búnir að vinna neitt ennþá. Við verðum því, og ætlum, að mæta jafn vel stemmdir í úrslitaleikinn eftir viku og við gerð- um hér í dag," sagði Atíi Sveinn Þórarinsson. sms@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.