Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2004, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2004, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 Sport DV Það verða Keflvíkingar sem mæta KA-mönnum í úrslitaleik VISA-bikarkeppni karla sem fram fer næst- komandi laugardag, en þeir lögðu lið HK að velli í gærdag í Laugardal, 1-0. Keflvíkingar freista þess að hampa bikarnum þriðja sinni, en áður hafði hann komið í hús árin 1975 og 1997. HK spilaði aftur á móti sinn fyrsta undanúrslitaleik í bikarnum. Keflavík marði sigur Flnn stuðningur Keflvíkingar hafa ekki mætt sérstakiega vel á völlinn Isumar en þeir mættu f Laugardalinn ígær og studdu vel við bakið á sfnum mönnum er þeir tryggðu sér sæti f úrslitum bikarsins. DV-mynd Stefán Fyrirfram voru Keflvíkingar taldir mun sigurstranglegri og það ekki að ástæðulausu. Lið- ið leikur í úrvalsdeild og hefur á köflum í sumar leikið frá- bæra knattspyrnu. Lið HK er á hinn bóginn í 1. deildinni og er algjörlega reynslulaust þegar kemur að jafn stórum leikjum. Þeir létu þó KefMkingana hafa verulega mikið fyrir hlutunum og það hefði ekki verið ósann- gjarnt ef leikurinn hefði farið í framlengingu. Greinilegt var í byrjun leiks að talsverður skjálfti var í leikmönnum HK - þeir voru óöruggir og Keflvík- ingar voru fljótir upp á bragðið. Strax eftir ellefu mínútna leik leit eina mark leiksins dagsins ljós og á þeim tímapunkti leit allt út fyrir að úrvalsdeildarliðið myndi valta yfir 1. deildarliðið. Sú varð aldeilis ekki raunin því leikmenn HK vöknuðu til lífsins við markið og hófu að spila eins og menn. í raun og veru má segja að það sem eftir lifði leiksins hafi verið jafnræði með liðunum en færin sem Stöðugleiki er nokkuð sem liðinu skortir og hann kemur með meiri reynslu. Árang- urinn í bikarnum gerir ekkert annað en að auka innistæðuna í reynslubankanum. Þetta er framtíðarlið - það er engin spurning um það. leikmenn HK fengu voru hins vegar talsvert hættulegri en þeirra Keflvík- inga. í síðari hálfleik fengu Kópa- vogspiltar nokkur virkilega góð færi sem ekki nýttust og annað hvort má segja að þeir hafi verið óheppnir eða klaufar. Keflvíkingar fengu reyndar nokk- ur ágæt færi en voru aldrei neitt sér- staklega nálægt því að bæta við marki. Ef sanngirnin hefði fengið að ráða einhverju varðandi úrslitin í leiknum hefði hann farið í framleng- ingu en upp á það var ekki boðið að þessu sinni. Það verður ekki tekið af Keflvíkingum að þeir gerðu ná- kvæmlega það sem þurfti en ekkert meira en það. Skemmtilegt lið Hér er á ferð lið sem á góðum degi getur spilað einn allra besta boltann í úrvalsdeildinni en getur dottið langt niður þess á milli. Stöð- ugleiki er nokkuð sem liðinu skortir og hann kemur með meiri reynslu. Árangurinn í bikarnum gerir ekkert annað en að auka innistæðuna f reynslubankanum. Þetta er framtíð- arlið - það er engin spurning um það. Leikmenn HK geta verið ánægðir með leik sinn þrátt fyrir tapið. Þeir létu Keflvíkinga hafa verulega fyrir hlutunum og árangurinn hjá félag- inu í sumar er sá besti í sögu þess, hvort sem um ræðir 1. deildina, þar sem liðið endaði í þriðja sæti, eða í bikarkeppninni. Það er hugur og stemmning í gangi hjá HK og hðið á án efa eftir að minna rækilega á sig á næsta tímabili. sms@dv.is Stefán Gíslason átti enn einn stórleikinn fyrir Keflavík í Dalnum í gær Alveg nóg að skora eitt og fá ekkert á sig Stefán Gfslason var sterkur í vörn Keflavíkurliðsins gegn HK og hann var að vonum ánægður með að sæti í úrslitaleiknum var tryggt. „Þetta var kannski ekki fallegasti sigur sem við höfum unnið en þetta var nóg, alveg nóg að skora eitt og fá ekkert á sig. Þegar komið er út í svona leiki þá verður oft meira um baráttu en fallegan bolta og við ætl- uðum okkur í úrslitaleikinn sama „Spilamennska okkar í sumar hefur verið afar sveiflukennd en liðið er ungt og skort- ir fyrst og fremst reynslu til að komast enn ofar." hvað það kostaði. Við vissum vel að leikmenn HK myndu láta okkur hafa verulega mikið fyrir hlutunum. Það segir sig eiginlega sjálft að lið sem endar í þriðja sæti 1. deildar, er bara óheppið að fara ekki upp, og kemst í undanúrslit bikarsins, er hörkulið og það sást greinilega í þessum leik - það er úrvalsdeildar- klassi á þessu liði. Spilamennska okkar í sumar hefur verið afar sveiflukennd, en liðið er ungt og skortir fyrst og fremst reynslu til að komast enn ofar. Við erum allir búnir að öðlast heilmikla reynslu í sumar. Ég tala nú ekki um ef við náum að hampa bikarnum - það væri mjög mikilvægt fyrir félagið í heild sinni og myndi án efa stuðla mikið að því að meiri stöðugleiki næðist og það er svo sannarlega ætlunin," sagði Stefán Gíslason í gær. sms@dv.is Stefán sterkur Sóknarmenn HK komust iftt áieiðis gegn Stefáni Gisiasyni og félögum í vörn Keflavlkur. DV-mynd Stefán KEFLAVÍK-HK 1-0 VISA-bikarinn - Laugardalsvöllur Dómari: Jóhannes Valgeirsson (3). Áhorfendur: 1.555. Gæði leiks: 3. Gul spjöld: Keflavík: Enginn - HK: Hörður Már (90.). Rauð spjöld: Engin. Mörk 1-0 Jóhann Björnsson, sjálfsm. 11. skot úr teig Ramsey Leikmenn Keflavíkur: Magnús Þormar 4 Stefán Gíslason 4 Haraldur Freyr Guðmundsson 4 Guðjón Árni Antoníusson 3 Ólafur (var Jónsson 3 Jónas Guðni Sævarsson 4 Zoran Daníel Ljubicic 3 Scott Ramsey 3 (68., Guðmundur Steinarsson 2) Ingvi Rafn Guðmundsson 2 Hólmar örn Rúnarsson 3 (63., Hörður Sveinsson 2) Þórarinn Kristjánsson 3 Leikmenn HK: GunnleifurVignirGunnleifsson 4 ÁrniThorGuðmundsson 3 Brynjar Skúlason 2 (73., Bjarki Már Sigvaldason -) Júlíus FreyrValgeirsson 3 Jóhann Bjömsson 2 Davið Magnússon 3 Stefán Jóhann Eggertsson 2 (81., Gisli Freyr Ólafsson -) Finnur Ólafsson 3 BrynjarVíðisson 3 Hörður Már Magnússon 4 Atli Guðnason 4 (84., Birgir Rafn Birgisson -) Tölfræðin: Skot (á mark): 12-13 (4-3) Varin skot: Magnús 3 - Gunnleifur 3. Horn:6-9 Rangstöður: 2-1 Aukaspyrnur fengnar: 12-6 BESTUR Á VELLINUM: Stefán Gíslason, Keflavík Svona er þetta bara Gunnar Guðmundsson er þjálfari HK og hann var ánægður með frammistöðu srnna manna í leiknum og reyndar í allt sumar. „Það er ekki nokkur spurning að við áttum í það minnsta jafh mik- ið og þeir í þessum leik. Það var reyndar smá skrekkur í mínum mönnum í byrjun leiks, fyrstu 10 til 15 mínútumar, og við fengum markið á okkur á þeim tíma og það reyndist dýrkeypt. Eftir þessa byrjun komumst við vel inn í leik- inn og vorum að spila ffnan fót- bolta. Við vorum óheppnir að nýta ekki þau færi sem við feng- um - við fengum virkilega ffn færi og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Við vorum þolinmóðir þrátt fyrir að lenda undir, spiluðum okkar bolta en því rniður kom ekkert mark, en þannig er þetta bara. Nú erum við búnir að ná besta ár- angri í sögu HK og ég verð að við- urkenna að liðið er lengra komið heldur en ég átti von á í byrjun tímabilsins, sem er ekkert annað en jákvætt. Við vissum vel hvað við gátum en árangurinn í sumar er þó betri en við þorðum að vona fyrir mót. Þetta tímabil fer í reynslubankann hjá þessu unga hði og það nýtist okkur vonandi vel á næsta ári. Ég býst við að halda öh- ummínum mannskap og stefnan er ein- faldlega sett á að bæta ár- angurinn í sumar - við göngum ífá tímabilinu með höfuðið hátt og erum virkilega stolt- ir.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.