Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2004, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2004, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 Fókus DV Umsjón: Páll Baldvin Baldvinsson pbb@dv.is NÓIALBÍNÓI var loksins frumsýndur í Kaupmannahöfn í vikunni og gagnrýnandinn í Politiken erfjarska ánægður með verkið, rek-( ur í löngu máli sögu- þráðinn og veltir fyrir sérhelstu stíleinkennum Dags Kára. Honum er hrósað fyrir gamansama fjarlægð og nærfærni trygglyndis. Myndin sé hressileg og gefi ekkert eftir kröfum MTV-kynslóðanna og eða tvlræðni póstmódernista. Er ekki aö sjá annað en Nóinn hafi hitt skríbentinn beintí höfuðið því hann finnur ekkert að myndinni. Þetta er vitaskuld mjög í anda flestra dóma sem birst hafa erlendis um þetta ágæta verk. Nói var tilnefndur til menningarverðlauna DVá laugar- dag og verður fróðlegt að sjá hvernig honum ferst í meöhöndlun dóm- nefndar. Flugan RITIÐ kom út fyrir fáum dögum og hefur þegar fengið nokkra umfjöllun á siðum DV. Efni ritsins er helgað lýð- ræðinu og eru þar margar fróðlegar greinar. Ný-næmi er að þar er birt enskt leikrit i íslenskri þýðingu, styrkt af Þýðingarsjóði og þýðir Vilborg Sigurðardóttir leikritiö Lýðræði eða Democracy eftirMichael Frayn, en það fer nú sem logi yfir akur í flest- um Evróþulöndum. Verið er að frum- sýna það í Kaupmannahöfn I Betty Nansen leikhúsinu og er Lars Bryg- man í hlutverki Willy Brandt. Lars er þekktur hér afhlutverkum sínum í dönskum framhaldsseríum. Hann lék la Cour í Rejseholdet og var síðan Mikael Frank, einn lögmannanna í Forsvar sem RUV sýndi í sumar. LÝÐRÆÐI segir affrægu máli í sögu síðustu aldarþegar Willy Brandt var kanslari Vestur-Þýskalands sem þá var. Brandt réði til sín sem ritara mann að nafni Gunther Guillaume og urðu þeir afar nánir, en þá kom í Ijós að pilturinn var njósnari fyrir stjórnina ! Austur-Þýskalandi. Eins og er um leikrit Frayn takast hér traust, trúnaður og heilindi manna á við djúpstæðan vilja til blekkinga og táls. Verkið er afar brotakennt í upp- byggingu en samsett afmiklu list- fengi og væri gaman að sjá það á ís- lensku sviði. Kópavogur heldur spænska menningar- viku! Ole! Gunnar Birgisson og Sigurður Geirdal í flamenco! Fjör í Salnum, Gerð- arsafn fullt af spænskum pappír og börn læra spænsku og flamenco! Smárinn for- sýnir nýjustu kvikmynd Almadovar. Spænskar nætur Kópavogsbær stendur fyrir Spænskri menningarhátíð dagana 2.-9. október með fjölbreyttri og spennandi dagskrá, meðal annars flamenco, spænskri tónlist, myndlistarsýningu, málþingi og fræðsluerindi um spænska menningu, forsýning á nýjustu kvik- mynd Pedros Almodóvar, kynning á spænskum bókmenntum, fjölskyldu- hátíð og margt fleira. Á spænskri menningarhátíð gefst fólki kostur á að kynnast fjölbreyttri og áhugaverðri menningu Spánverja en heimsþekktir listamenn koma fram á hátíðinni. Meistarar á myndlistarsýningu í Gerðarsafni verður ein stærsta yf- irlitssýning á spænskri myndlist sem haldin hefur verið utan Spánar. Greint var fr á henni hér í þessum dálkum í síð- ustu viku. Sýningin er kölluð / blóma/En cierne - spænsk nútíma- myndlist á pappír og verða um hund- rað verk eftir marga þekktustu lista- menn þjóðarinnar á sýningunni. í tengslum við hana er gefin út ríkulega myndskreytt sýningarskrá með texta eftir Guðberg Bergsson sem hefur haft veg og vanda að undirbúningi sýning- arinnar. Stórmerkir tónleikar í Salnum Þrennir tónleikar verða í Salnum: þeir fyrstu í TÍBRÁ, tónleikaröð Kópa- vogs, sunnudagskvöldið 3. október kl. 20 Þá flytja þær Auður Gunnarsdóttir, sópransöngkona, og Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari, sönglög og píanóverk eftir nokkur helstu tónskáld Spánar. Síðari tónleikarnir eru fimmtu- dagskvöldið 7. október og föstudags- kvöldið 8. október. Um er að ræða tvenns konar flamencotónleika heimskunnra tónlistarmanna sem Kópavogsbær býður sérstaklega til landsins í tileftii Spænskrar menn- ingarhátíðar. Þau eru spænski gítarsnillingurinn og tónskáldið Gerardo Núnez, dans- höfundurinn og flamencodansarinn Carmen Cortés, djúpsöngvarinn Rafael de Utrera, kontrabassaleikarinn Pablo Martín og slagverksleikarinn Cepillo, en öll eru þau stjörnur hvert á sínu sviði. Flamenco-funi og Flamenco- fusion. Fyrra kvöldið er helgað hreinrækt- aðri flamencotónlist, ástríðufullum djúpsöng, gítarleik og flamencodansi með tilheyrandi lófaklappi. Seinna kvöldið flytja tónlistar- mennimir bræðing klassískrar fla- mencotónhstar og nútímalegra strauma, þar sem gætir áhrifa tónlistar frá ýmsum heimshomum, einkum þó jazzi. Miðasala á tónleikana hefst mánudaginn 27. september og ættu áhugasamir að drífa sig því sem kunn- ugt er vilja sætin í Salnum oft verða of fá. Fjölskylduhátíð í Vetrargarð- inum í Smáralind laugardaginn 9. október verða ýmis skemmtiatriði aukþess sem nemendur úr skólum Kópavogs koma fram. Nemendum í Menntaskólanum í Kópavogi var boðið upp á valáfanga í spænskri menningarsögu þar sem flétt- að er inn kennslu í framencodansi. Þeir sýna afrakstur danskennslunnar á fjöl- skylduhátíðinni í Vetrargarðinum. Nýjasta mynd leikstjórans Pedro Almodóvar, La mala educación - Slæmt uppeldi, verður forsýnd 9. október í Smárabíói, ogfjallar hún ekki um dans- kennslu í Kópavogi. Blóðlítill Snorri Vissulega mun mörgum þykja forvitnflegt að lesa lýsingu norska rithöfundarins Thorvald Steen á síðustu dögum Snorra Sturlusonar en það er viðfangsefrii þessarar stuttu sögulegu skáldsögu. Og er rétt sem bent hefur verið á í kynn- ingu á bókinni að mest nýlunda mun sérfræðingum líklega þykja hið „alþjóðlega samhengi" sem vígið á Snorra er sett í; hér eru ekki bara „bændur að fljúgast á“ heldur koma við kóngar, keisarar, greifar og páfar. En það er þó ekki pólitíkin sem er aðalefni sögunnar heldur þau drög að lýsingu á persónu Snorra Sturlusonar sem Steen festir á blað og ýmsum af hans nánustu, ekki síst ruddanum Órækju Snorrasyni. Samband þeirra er rauður þráð- ur í bókinni og út af fyrir sig gaman að því, þar sem Órækja hefur hingað tfl yflrleitt ver- ið afgreiddur í neðan- málsgreinum flest- allra rita um Sturl- ungaöldina. Skiptir ekki máli Gallinn er bara sá að frásögn Steens náði aldrei að fanga þennan lesanda hér almenni- lega. Stfllinn er dálítið undarlegur, einfaldur og jafnvel eilítið klossaður en á svo tfl að fara út í einhverjar óþarfar fabúleringar. Lýsing á því þegar hestur Snorra prjónar með hann á bakinu (bls. 43) er tfl dæmis nálægt því að vera beinlínis absúrd. Og jafnvel í þessari fremur stuttu frásögn eru end- urtelcningar furðu al- gengar án þess að verða töfrandi: „Þrátt fýrir að aldrei hefði verið eins stormasamt á Noregs- hafi á þessum árstíma hélt Snorri fast við það að hann yrði að fara heim tfl eyjunnar úti í Atl- antshafi. Snorri vfldi fýrir alla muni komast tfl baka tfl íslands, litla Tilnefningar til K* menningarverðlauna uv 2003 í flokki arkítektúr Bifröst - Studio Granda Viðbygging við Viðskipta- háskólann á Bifröst. Fjöl- nota hús, kaffihús og sam- komusalur. Vel leyst hús- bygging sem tengist eldri byggingum með smekk- legum hætti. Innra rými leyst á snjallan hátt. istak Engjateig 7 KHR AS arkitekter i Dan- mörku og Arkis ehf. arki- tektar í Reykjavík. Höfuðstöðvar verktakafyr- irtækis við Engjateig 7 i Reykjavik. Einföldm og fal- leg bygging sem er vel leyst í alla staði, bæði ut- anhús og innan. Heilt og velheppnað verk. Barnaspítali Hringssins Teiknistofan Tröð Ágæt bygging sem er klæðskerasaumuð fyrir starfsemina sem hún hýsir. Eykt Lynghálsi 4 Pálmar Kristmundsson, arkitekt Höfuðstöðvar verktaka- fyrirtækis við Lyngháls 4 i Reykjavík. Einföld og glæsileg bygging. Laugalækjar- skóli - Studio Granda Viðbygging við Laugalækj- arskóla. Ágætis bygging. Skemmtileg rými i frekar lítilli byggingu. Góðar lausnir á einföldu rými. Dómnefnd vegna arkítektúr sem ísitja Guja Dögg Hauksdóttir arkítekt, Páll Hjaltason arkítekt og Freyr Einarsson blaðamaður. Thorvald Steen Undir svikulli sól Þýðandi Aðalsteinn Ásberg Sig- urðsson. 198 blaðsíður. Útgef- andi Almenna bókafélagið. Bækur landsins undir Pólstjömunni, eyjar elds og ísa.” Hmmm. Snorri Sturluson sögunnar er ferlegur vingull sem rápar ffarn og aftur síðustu dagana og fær hvergi rönd við reist þótt hann viti sig í lífs- hættu. Sú lýsing kann að standast en þessi Snorri náði þó því miður aldrei að skipta lesanda minnsta máli. Hugsanir hans ekki in- tressant. Andlegt líf rithöfundarins knáa að því er virðist helst tfl fátæk- legt. Spenna yfir ffamvindunni títil. Og bókin í heild náði ekki að festa sig í huganum. niugUökulsson Hátíðinni lýkur á morqun Norræna heimflda- og stutt- myndahátíðin er senn yfirstaðin. Hún hófst á föstudagseftirmið- dag og hefur staðið alla helgina með látíausum kvikmyndasýn- ingum á nokkrum stöðum í mið- bæ Reykjavíkur, en aðalsýningar- staður hátíðarinnar var Regn- boginn. Margt var merkilegt og spennandi að sjá á hátíðinni og var vel vandað til allrar kynning- ar, en ekki em öll kurl komin til grafar og því of seint að segja til um aðsókn að hátíðinni. Verðlaunamyndirnar verða ekki sýndar fyrr en að morgni þriðjudags í Regnboganum og síðan endurteknar á sérstakri útisýningu á Miðbakkanum í gömlu höfninni í Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.