Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2004, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2004, Blaðsíða 16
7 6 MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 Fréttir DV • f verslun- um Nettó kostar kllóið af saltkjöti 439 kr. í stað 799 kr., klló af Gríms fiskibuffi kostar 638 kr. og sama magn af plokkfiski kostar 351. Flaska af Wesson matarolíu kostar 369 kr. og pakki af Wafer kexi kostar 89 kr. Kíló af kampa- vínshelgarsteik úr læri kostar 1.662 en var áður á 2.078 kr. Þá kosta all- ar tegundir af Xanto hreingerningarvörum 49 kr. og brúsinn af Easy hreinsilegi 99 kr. • í byrjun október hefst á vegum Hljóð- færahússins og Trommu stúdíósins tveggja vikna trommunámskeið þar sem leiðbeinendur verða Gulli Briem og Jóhann Hjörleifsson. Þáttakendur fá íslenska kennslu- bók, trommukjuða og geisladiski. Námskeiðið samanstendur af einkatímum, hóptímum og sam- spili. í tilefni námskeiðsins býður Hljóðfærahúsið trommusett og fylgihluti á tilboðsverði. • Kflóíð af lambagúllasi kostar 998 kr. í verslunum Nóatúns í stað 1.998 kr. og kílóverðið á reyktum laxi frá Eðalfiski er nú 1.629 2.507 kr. samloku- Létt börn og sjálfsmorðstíðni Börn unglingsmæðra og börn sem eru undir eðlilegri fæðingar- þyngd eru helmingi líklegri til að reyna að fremja sjálfsmorð sið- ar á ævinni segja sænskir sérfræðingar. Þetta er niðurstaða þeirra eftir að hafa rannsakað sjö hundruð þús- undsænsk ungmenni sem fædd voru á árunum 1973- 1980 og fyigst með þeim frá fæðingu til ársins 1999.1Ijós kom að tæplega tvö þúsund karlar og rúmlega fjögur þús- und og sjö hundruð konur úr hópnum höfðu reynt að fremja sjálfsmorö og hafði fjögur hundurð körlum tekist ætlunarverkiö og hundrað sextíu og sex konum. Sérfræð- ingarnir segja að félagsleg og efnahagsleg staða móður hafi mikið að segja, sem og heilsu- far hennar fyrir og eftir fæð- ingu. Einnig skiptir það máli hvort systkinahópurinn er stór svo og menntun móður. Einn þeirra sérfræðinga sem rann- sökuðu hópinn segir aö auka þurfi aðstoð við ungar mæður og bæta upplýsingar þeim ætlaðar bæði fyrir og eftir fæðingu. Stútar við stýri Ofdrykkja varð um sjötíu og fimm þúsund Bandaríkja- mönnum að aldurtila á síð- asta ári. Tæp- lega þrjátíu og fimm þúsund þessara drykkjumanna létust af völdum skorpu- lifur, krabbameins eða annarra sjúkdóma sem rekja má til ofdrykkju en rúmlega fjörutíu þúsund þeirra létust í bílslysum og öðrum slysum sem rekja má drykkju. Karl- menn voru 72% þeirra sem létust og 6% þeirra voru 21 árs eða yngri. Fram að árinu 2010 ætla Bandaríkjamenn sér að ná ölvunarakstri niður um þriðjung. DV hvetur fólk til að senda inn hugmyndir á netfangið heilsa@dv.is og kaerilaeknir@dv.is ef fólk vill beina spurningum til Katrínar Fjeldsted. Heilsusíðan birtist í DV á mánudögum. Gunnar ísdal hefur verið með ofnæmi fyrir dýrum frá unga aldri en hann lætur það ekki aftra sér. Gunnar er hundahótelstjóri og leikskólastjóri á Hundaleikskól- anum og vann í tæp fimm ár í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal. Ofnæmisköstin komu þegar ég hafði verið að vinna með smá- dýrum sem hafa afar fín hár. stundum verð ég var við mjög væg- ar aukaverkanir af sprautunum, verð svolítið þreyttur fyrstu klukku- tímana á eftir. í ágúst í fyrra bauðst mér að taka við Dýrahótelinu í Víði- dal og ég sló til og síðan hef ég ver- ið hér. Ég hef aldrei verið sprækari," segir Gunnar. „Sprauturnar halda ofnæminu alveg í skefjum og það er frábært, mér finnst þetta algjört kraftaverk og ég ætla að halda ótrauður áfram að vinna með dýr- um.“ Gunnar ísdal hundahótel- haldari Ég bjó í sveit þegar ég var barn og átti til dæmis alltaferfitt með að vinna við heyskapinn en maður harkaði af sér. í sveitinni voru auðvitað hundar og kettir og ég fékk lika ofnæmi fyrir þeim. Tíðni astma og ýmissa ofnæma hefur aukist með árunum og eru til dæmis ofnæmisvakar frá dýrum í umhverfinu allt árið um kring. Sagt er að eina örugga meðferðin fyrir þá sem eru með dýraofnæmi sé að forðast allt samneyti við dýr. En ekki eru allt- ir til í að slíta vinskapnum við bestu vini mannsins. „Ég hef verið með frjó- og rykof- næmi og ofnæmi fyrir dýrum frá því ég fæddist. Þegar ég var krakki var ég alltaf með rauð augu, kláða, hnerraði mikið og var með pirring í nefinu,“ segir Gunnar ísdal hunda- hótelstjóri og leikskólastjóri Hundaleikskólans. „Ég bjó í sveit þegar ég var barn og átti til dæmis alltaf erfitt með að vinna við hey- skapinn en maður harkaði af sér. í sveitinni voru auðvitað hundar og kettir og ég fékk líka ofnæmi fyrir þeim. Eg hef alla mína tíð unnið með dýrum, finnst það gaman og get ekki hugsað mér annað.“ Vann í Húsdýragarðinum „Ég vann í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum í fjögur og hálft ár en varð að hætta Með ofnæmi fyrir dýrum Ég hefaila mína tíð unnið með dýrum, finnst þaðgamanog get ekki hugsað mér annað. SSCT73 3 vegna ofnæmis- ins. Fyrst var allt í lagi, ég fann bara fyrir þessu venjulega frjóofnæmi en svo fór ég að verða veikari og veik- ari og lá jafnvel í rúminu með hátt í Hverniq vinn ég bug á feitu hári? ir lyfjatækmr i Lyf og hedsuviðH g ^ ^ fjörutíu stiga hita í nokkra daga. Og þessum tímabilum fór að fjölga," segir Gunnar. „Of- næmisköstin komu þegar ég hafði verið að vinna með smádýrum sem hafa afar fín hár. Á endanum varð ég að að segja upp starfinu í Hús- dýragarðinum sem mér fannst mjög sorglegt og erfitt. Ég var hreinlega búinn að ganga of nærri mér.“ Sprauturnar Fyrir rúmu ári frétti Gunnar að hægt væri að fá sprautur við of- næminu, talaði við lækninn sinn og ákvað að reyna meðferðina. „Ég er sprautaður á tveggja mánaða fresti. Ég er líka með vægar ofnæmistöflur sem ég tek mjög sjaldan, á að taka þær ef ég finn fyrir einhverju en ég finn bara ekki fyrir neinu. Og þó, I Ð A H Ú S I Ð opnunartími 10.00 - 22.00 Guðrúnspyr: Liðir stirðna c Kæri læknir, Ég errúmlega fimmtug kona sem leita til þín því ég hef verið slæm i lið- unum um nokkurt skeið. Þaö eru einkum fingurliðirog hné sem angra mig og þá sér í lagi þegar ég er orðin þreytt. Ég heftekið eftir þvi að nokkrir fingurliðir á hægri hönd eru orðnir fyrirferðarmeiri en þeir voru og einnig eru þeir stundum aumir. Hægri þumalfmgur er verstur og ég á stundum erfitt með beita honum. Það brakar oft íþumalfingrinum og afog til I hnjánum, en mér liður betur I fótunum þegar éghreyfimig. Égheldað mamma mín hafi haft svipuð einkenni og jafnvel ýmsar frænkur minar úr móðurætt. Alia vega eru þær sverar um hnén, konur í minni ætt. Hvað held- urðu að þetta sé, liða- gigt? Er hægt að gera eitt- hvað til að laga þetta? Mér er illa við lyfog vil helst ekki taka þau nema i neyð. Kveðja,Guðrún. Kæra Guðrún, Þakka þér fyrir bréfið. Þetta sem þú lýsir hljómar eins og þú sért að koma þér upp slitgigt í fingr- um og hnjám en auðvitað er best að læknir skoði þig svo hægt sé að svara þér með vissu. Slitgigt hefst oftast um fimmtugt og er talin vera um þrefalt algengari hjá konum en körlum. Þeir liðir sem helst verða fyrir barðinu á slitgigt eru smáliðir í fingrum (fjarkjúkuliðir), grunnliðir stóru tánna og þuml- anna, hálsliðir, lendarliðir, síðan mjaðmaliðir og hné. Gigtin ein- kennist af verkjum við hreyfingu, einkum þegar líður á daginn, en verkirnir geta einnig verið í hvíld. Liðir stirðna og geta orðið óstöðug- ir. Þeir verða aumir viðkomu og þegar þreifað er á þeim má finna mjúkvefjabólgu og þykknun á þeim. Þú hefur án efa heyrt talað um að fingur hnýti en það er gamalt og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.