Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2004, Blaðsíða 31
0V Síðast en ekki síst
MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 31
Auðvaldið skiptir máli í umræðunni
Kjallari
Birgir Hermannsson
telur hugtakið„auðvald“
eiga erindi í umræðuna.
Sú var tíðin að hugtakið auðvald
var algengt í almennri stjórnmála-
umræðu, sérstaklega í samhengi
við gagnrýni og umræðu um svo-
nefnt auðvaldskerfi. Á síðustu árum
hefur auðvaldið farið úr tísku og
þykir hallærislegt og gamaldags
orð. Auðvald og auðvaldskerfi eru
frekar neikvæð orð, hlutíausari orð
eru fjármagnseigendur og fjár-
magnskerfi og jákvæðari orð eru til
dæmis athafnamaður eða jafnvel
athafnaskáld og frjálst markaðs-
kerfi. Frelsið er gott og um markað-
inn nenna fáir að þrasa lengur
nema unglingar á móti alþjóðavæð-
ingunni.
Umræðan um auðvaldið hefur
takið á sig nýja og nokkuð óvænta
mynd síðustu misserin. Morgun-
blaðið, sem áratugum saman
mærði athafnaskáld landsins, fjall-
ar nú um hættuna af stórfyrirtækj-
um og auðhringjum sem allt kaf-
færa. Formaður Sjálfstæðisflokks-
ins lýsir því yfir að frelsið sé fyrir
alla en ekki bara hina fáu og stóru.
Boðuð eru pólitísk átök við auð-
valdið og þeim átökum óhikað líkt
við stríð. Sú var tíðin að menn sem
byrjuðu með tómar hendur fjár og
risu til vegs og virðingar voru
mærðir í vemmilegum hetjusögum,
en nú er helst bitið í hælana á
Baugsveldinu (merkilegt orðalag),
KB-banka og öðrum stórfyrirtækj-
um sem vaxið hafa úr nánast engu á
stuttum tíma.
Skipt í lið
Þessi nýja herferð gegn auðvald-
inu (þó að það ágæta orð sé ekki
notað) virðist háð á tveimur for-
sendum. Annars vegar popúlískri
vörn fyrir litía manninn sem finnst
sér ógnað af hinum stóru og hins
vegar nostalgíu yfir því góða
ástandi sem ríktí áður en plebbar á
borð við Bónusfeðga settust við
borð hinna verðugu með tiiheyr-
andi mannasiðum. Líklegasta skýr-
ingin á hinni nýju auðvaldsandúð
er þó líklega sú að risin er til met-
orða kynslóð athafnafólks sem tók
það óvart bókstaflega að losa ætti
atvinnulífið undan pólitískri stjórn-
un og stýringu. Á þeirra sjóndeild-
arhring er Valhöll hvergi sjáanleg og
í stað hinnar heldur heimóttarlegu
heimsmyndar Davíðs Oddssonar
sjá menn tækifærin erlendis. Ef
menn áður skiptu sér i póhtísk hð,
m.a. af því að þeir urðu að gera það,
skipta menn sér nú í Uð í þeim til-
gangi einum að græða sem mest.
Flokkur og málgagn atvinnulífsins
er því óvart kominn upp á kant við
stóran hluta atvinnuh'fsins.
Vitlaus umræða
Hér á árum áður voru það helst
vinstri menn sem gagnrýndu auð-
valdið, en nú kemur gagnrýnin frá
hægri. Vinstri menn hafa sig ekki
mikið í frammi, enda sjá menn enga
ástæðu til að syrgja faU kol-
krabbans. Athafiialífið er farið úr
böndunum segir Mogginn; þar ríkir
stjórnleysi og öfgar. En við hverju
bjuggust menn? Að einkavæddir
bankar höguðu sér eins og gömlu
ríkisbankarnir? Að markaðurinn
ýtti ekki undir samþjöppun og
eignasöfnun? Að í samkeppni væru
allir sigurvegarar?
Herferð Morgunblaðsins og
Davíðs Oddssonar gegn auðvaldinu
virðast því miður hafa haft þær af-
leiðingar helstar að erfitt er að tala
um auðvaldið með vitrænum hættí.
Um stöðu Baugs í íslensku samfé-
lagi er til að mynda ómögulegt að
ræða á gagnrýninn hátt án þess að
enda um síðir í sandkassa Davíðs
Oddssonar.
Þarft orð
Hið gamla orð auðvald er bæði
þarft og nothæft. Hér á árum áður
var orðið helst notað af fylgismönn-
um ríkisrekstrar og áætíunarbús-
skapar, en engin ástæða er til að
njörva orðið við þennan sögulega
bagga. Tungumálið gefur umhverf-
inu merkingu og hjálpar okkur að
skýra það og greina. Stjórnmálaum-
ræða sem viðurkennir ekki að auði
fylgi völd og að þessi völd séu kerf-
isbundin og þeim misskipt, skortir
tengingu við raunveruleikann.
Pabbi, ég er ekki þjófur
Inga ValdlsHeimisdóttiibimgdi.
„Ég vil leiðrétta það að ég hafi
stolið bifreið stjúpmóðir minnar
sem var í geymslu hjá FlughóteUnu í
Keflavík, eins og sagt var frá í frétt í
DV á laugardaginn. Mig sámar ásak-
anir föður míns sem lánaði mér bíl-
inn sem ég taldi hann eiga. Bfllinn
var skráður á sambýUskonu föður
míns sem er gjaldþrota og má þar af
leiðandi engar eignir eiga. Hann var
á leiðinni til Portúgal með þessari
konu sinni og ég hringdi í hann áður
og bað hann að lána mér bflinn sem
hann gerði. Konan á FlughóteUnu
reyndi svo að ná í hann til Portúgal
þegar ég kom að ná í bílinn en hann
Lesendur
svaraði ekki símanum sínum. Ég hef
eiginlega aldrei hitt umrædda stjúp-
móðir mína, sem er ekki stjúpmóðir
mín fyrfr fimm aura. Ég hitti hana
eiginlega fyrst við
réttarhöldin þar sem
ég var dæmd í fimm mánaða skil-
orðisbundið fangelsi fyrir þjófnað á
bflnum. Ég hef verið í litíu sambandi
við föður minn frá því að ég var 9 ára
gömul. Þá skildi hann við mömmu
og ég held að hann hafi átt fjórar
konur síðan þau skildu. Hann á
þannig margar fjölskyldur. Ég ætía
aldrei að tala við þennan mann aft-
ur. Hann veit að ég hef verið að
Nýr Honda
Accord Bifreið-
in sem Inga Valdís
tók hjá Flughótelinu í Keflavík var ný Honda
Accord sem hún taldi föðursinn ætla að lána
sér. Bréfritari var dæmur i fimm mánaða
fangelsi á dögunum, líkt og greint var frá á
slðu 63 helgarblaði DV.
byggja upp mitt líf eftir að hafa far-
ið í meðferð eftír mörg ár í rugli, ég
veit ekki af hverju hann gerir mér
þetta."
Hvað segir
mamma
„Hún er skemmtilegasta
manneskja sem ég þekki," segir
Silja Aðalsteinsdóttir bók-
menntafræðingur um dóttur
sína Sif Gunnarsdóttur verkefn-
isstjóra viðburða hjá höfuðborg-
arstofu og yfirhátíðahönnuð
Reykjavíkurborgar. „Það verða
kannski einhver önnur börn leið
yfir því að heyra þetta en þetta
er staðreyndin. Það er ekki ann-
að hægt en að vera stoltur af
henni. Sif er trúr vinnukraftur,
vinnusöm og samviskusöm. Það
stafar fyrst og fremst af því hvað
henni finnst gaman í vinnunni.
Sif var fremur hyskin stelpa, al-
veg eins og móðir hennar. Við
tókum til dæmis mörg ár í það
að liggja í bókum sem er alveg
nauðsynlegt til að ná almenni-
legum þroska. Fyrir vikið feng-
um við báðar orð á okkur fyrir
að vera latar. Að leggjast í lestur
á þessum næmu árum er íjár-
sjóður sem maður býr að alla
ævina. Maður lærir til dæmis í
bókum hvemig maður á að
koma fram við annað fólk. Sif er
rosalegur mikill diplómat og
mjög fær í að eiga við fólk. Hún
er meistari í mannlegum sam-
skiptum."
Sif Cunnarsdóttir hefur siðustu misser-
in haldið utan um hverja hátiðina d
fxtur annarri og er óhætt að segja að
borgarbúar séu ánægðir með störf
hennar. Skemmst er að minnast Menn-
ingarnætur og þessa dagana er Sifað
undirbúa Vetrarhátið Reykjavikur.
-W'
9-
Ósmekklegt níð um nemendur
Gunnlaugur hringdi.
„Mér ofbýður að sjá f DV mynd af
kennurum á Suðumesjum syngj-
andi baráttulög með níðtextum um
nemendur sína. Það er ótrúlega
ósmekklegt hjá þeim að byggja upp
stemningu hjá sjálfum sér með því
að beina spjótum sfnum að þeim
sem síst skyldi. Þetta em börnin sem
þeir eiga að vera leiðbeina og byggja
upp. Þau er saklaus og eiga annað
skilið en fá svona yfir sig. _____
Það væri kannski annað
mál fyrir kennarana að
yrkja svona vísur um
samninganefnd sveitarfé-
laga."
Verkfallsvaka Kennarar á Suður-
nesjum sungu nlðvlsur um nem-
endur, að mati innhringjenda.
Lesendur
Lundinn og
Ijósin íEyjum
Jobn Olsovsky skrifar.
Kæri ritstjóm,
Ég er Ameríkani sem vinn hér á
landi og las grein í blaði ykkar um
daginn frá landa minum sem gerði
fyrirspurn um hvers vegna ljósin í
Vestmannaeyjum vom ekki slökkt
vegna lundans, svo að lundinn geti
flogið í burm. Ég hef ekki orðið var
Lesendur
við að svar hafi borist í blaði ykkar.
Vonast eftir svari sem fyrst svo ég
getíð hætt að kaupa blaðið ykkar því
það er dýrt og ómerkilegt blað.
£