Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2004, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2004, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 Fréttir DV Reykinga- lungu til sýnis Nýjasta baráttuaðferð Breta gegn reykingum er að sýna unglingum lungu lát- inna reykingamanna. Unglingar fá ókeypis aðgang að Bodies Revealed sýning- unni sem hefur lfkama og líkamshluta látinna manna til sýnis. „Sterkasta vopnið gegn reykingum er að sýna krökkunum hvað reykingar gera líkamanum," segir Dr. Roy Glover sem stendur að sýningunni. „Börn og ung- lingar læra um skaðsemi reykinga en helsta eyði- leggingin er ósýnileg. Sýn- ingin leysir þann vanda. Hér sést með berum aug- um að reykingar drepa á endanum." Á sýningunni eru 13 lík og yfir 200 líffæri sem nemendur geta skoð- að. Að finna fyrir hjartanu Hjartað er í tvennum skilningi mikilvægt h'ffæri. Auðvitað er nauðsynlegt að það slái því annars deyr maður. Á hinn bóginn á hjart- að að láta mann vita þegar þegar maður gerir sjálfum sér eða öðrum rangt til. Heilbrigð manneskja sem missir fótanna á hálli lífsins braut á Þroskaþjálfinn segir Ingveldur Sigurðardóttir vill að fólk hlusti á rödd hjartans. að finna í hjarta sér þörf fyrir betrumbót. Annars er hún hjarta- laus og illa stödd í lífinu. Stundum verður mér hugsað til lidu dóttur- dóttur minnar sem varð á í leik- skólanum og sagði ósatt. „Var þér ekki illt í hjartanu þegar þú skrökvaðir svona?" spurði ég hana seinna. „Jú mér er svo illt í hjartanu," svaraði hún full einlægni og horfði á mig stórum kringlóttum augum. Mér hlýnaði um hjartað. Eftir þetta er það viðkvæði hennar að hún finni til í hjartanu ef henni verður eitthvað á. Ef hún heldur þessu við- horfi sínu er henni borgið í lífinu. Við fullorðna fólkið gætum mikið lært af henni og bömunum okkar og mörgum væri það holl- t að hugsa um hjartað í sér eftir að þeir hafa misst fótanna. Ef við þekkjum ekki sjálf okkur þá getum við lent í ógöngum. Sjálfsvirðingin er það mikilvægast sem við höfum í samskiptum við annað fólk. Les- andi góður, hlustaðu vel eftir hjartsiætti þínum og gættu þess að beita hjartanu á réttan hátt til að verða betri manneskja. Nýverið var Séð og heyrt í Danmörku dæmt til að greiða tæpa milljón króna í sekt fyrir að fjalla um dönsku handboltastjörnuna Anja Andersen og lesbiskt samband hennar við leikmann í liði sem hún þjálfaði. Dómurinn grundvallaðist á því að þarna sé íjallað um einkalíf kvennanna en ekki handbolta. Bjarni Brynjólfsson, ritstjóri Séð og heyrt, vill meina að dómurinn hafi engin áhrif á tímarit sitt. Fjölda- morðingi myrtur fjölskylda fjöldamorðingjans og læknisins Harolds Shipman telur að hann hafi verið myrturí fangelsinu. Harold, sem var dæmdur fyrir að myrða 215 manns, fannst látinn í fangaklefa sínum f janúar. Talið var að hann hefði hengt sig. Fjölskylda hans heldur hins vegar fram að óút- skýrðir áverkar á líkinu sýni fram á að hann hafi verið myrtur. „Áverkar á hálsi hans eru ekki í samræmi við hnútinn sem hann á að hafa not- að til að hengja sig og á andliti hans og líkama voru mörg óútskýrð sár." Enn fremur segir fjöl- skylda hans að lakið sem Harold á að hafa notað til að hengja sig hafi ekki verið úr hans klefa. Umferðarslys við Bíldudal Landhelgisgæslan fékk tilkynningu frá Lögreglunni í Bíldudal um klukka hálf sex í gærmorgun og var beðið um aðstoð vegna manns sem hlotið hafði alvarlega höfuðáverka í umferðar- slysi í grennd við bæinn. TF- Líf var send af stað og lenti þyrlan á Bíldudal tvei- mur tímum síðar. Klukkan hálf níu lenti þyrlan við Landspítalala-háskóla- sjúkrahús í Fossvogi. Mað- urinn reyndist höfuðkúpu- brotinn og var hann lagður inn á gjörgæsludeild. Fíkniefni í bíl Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði á föstudagskvöldið bifreið við reglubundið eftirlit. í bíln- um voru tveir ungir menn og við leit fann lögreglan lítilræði af fíkniefnum og tæki til neyslu. Mennirnir játuðu að eiga efnin og telst málið upplýst. „Hann er alls óviðkomandi okkur þessi dómur. Ég get ekki séð hvernig það snertir okkur að einhver dómur falli í landsréttinum í österby um lesbískt samband einhverra handboltakvenna. Kemur okkur ekkert við. Og ég get heldur ekki séð að þessi dóm- ur yfir Karólínu prinsessu hafi haft nokkur áhrif á vikublöð í Evr- ópu,“ segir Bjarni Brynjólfsson, ritstjóri Séð og heyrt. Nýverið féll dómur í héraði í Danmörku þar sem vikublaðið Se og Hor, systurtímarit Séð og heyrt á Is- landi, var dæmt til að greiða tæpa milljón króna í miska- og skaðabæt- ur fyrir að fjalla um samband Anja Andersen handboltastjörnu og leik- manns í kvennaliði Slagelsi sem hún þjálfaði. Dómurinn grundvall- aðist á því að í grein Se og Hor væri ekkert fjallað um handbolta heldur væri verið að fjalla um einkamál í óþökk kvennanna beggja. Haft var eftir Ragnari Aðalsteinssyni í frétt- um Stöðvar 2 nú um helgina að þarna væru að koma í ljós áhrif dóms sem féll fyrir Mannréttinda- dómstóli Evrópu í sumar þess efnis að þýsk ú'marit mættu ekki birta myndir af Karólínu Móna- kóprinsessu, til dæmis ef hún væri á hestbaki. Bjarni vill ekki meina að svo sé. Séð og heyrt stígur var- lega til jarðar Bjarni segir Séð og heyrt ætíð stíga afar varlega til jarðar í þessum eftium ogbendiráað blað- ið hafi ekki lent fyrir dómstólum í síðan það hóf göngu sína árið 1996. „Ég held einfaldlega að þetta sé einstakt til- felli. Og fæ ekki séð að dönsk blöð hafi minnkað umfjöllun af þessu tagi en þetta tiltekna mál fór í gang árið 2002. Hugsanlega hefur verið eitthvað í um- fjölluninni sem hef- Anja Andersen og Mette Melgaard Handboltastelpurnar ánægðar, sælar og glaðar en dómur féll þeim nýverið Ihagl máli gegn Se og Har. ur verið særandi og meiðandi á þeim tíma." Ritstjórinn bendir á að líklega hafi eitthvað verið komið inn á kynhvöt þeirra Önju og vinkonu hennar, sem hugsanlega hafi þótt óviðurkvæmileg, en Bjami segist ekki hafa haft á því tök að skoða dómin og telur lítinn skyldleika með þessari tilteknu grein og efnis- tökum síns rits. „Okkar greinar eru yfirleitt urrnar í samráði við viðkomandi. þó svo að vissulega eru til dæmi þess að svo sé ekki." Bjarni ítrekar að hann sjái engin merki þess að dag- blöð né vikukblöð hafi minnk- að umfjöllun af þessum toga. Og það sem meira er, hann hefur heldur ekki tekið eftir Bjarni Brynjólfsson Ritstjóri Séð og heyrt á Islandi glaðbeittur og þeirrar skoðunnar að nýfallinn dómur yfir systurblaði þeirra I Dan- mörku muni ekki hafa áhrif á skrif þeirra. því að U'marit í Evrópu hafi í nokkru slegið af í umfjöll- un um Karólínu prinsessu þrátt fyrir dóm Mannrétt- indadómstólsins. Morgunblaðið fagn- ar Karólínudómi „Ég held einfaldlega að þetta sé h'til frétt og það sé engin umræða um þetta í Danmörku. Síðan ég sá þessa frétt hjá Stöð 2 núna um helgina hef ég legið í dönskum blöðum á netinu. En þessi htla frétt virðist ætla að verða að hlassi hér." Bjami segir vissu- lega áhyggjuefni ef þessi dómur verður til að þrengja að blaða- mennsku eins og hún ti'ðkast í dag og þar með að tjáningar- frelsinu. Þegar umræddur dóm- ur Mannréttindadómstólsins sem féll Karólínu í vil féll var því fagnað vel og lengi í Morgunblað- inu. „Dómurinn í máli Karólínu Mónakóprinsessu er holl áminning til fjölmiðla. Það er ekki sjálfsagt mál að rjúfa friðhelgi einkalífs fólks með umfjöllun í fjölmiðlum. Raunar á einkalíf fólks ekkert erindi í fjölmiðla nema í algerum undantekningartil- vikum, eins og t.d. í þeim málum sem upp komu í forsetati'ð BUls Clintons," segir í ritstjórnargrein Morgunblaðsins í júh' og í annarri ritstjórnargrein sem birtist í síðar sama mánui: „Karóhna, prinsessa af Mónakó, vann merkilegan sigur fyr- ir Mannréttindadómstól Evrópu fýr- ir skömmu. [...] íslenzkt þjóðfélag hefur smátt og smátt verið að breyt- ast að þessu leyti til samræmis við það sem lengi hefur verið þekkt í öðrum löndum. Það er áleitin spurning hvort ekki sé ti'mabært að snúa þeirri þróun við.“ Mun engu breyta fyrir Séð og heyrt á Islandi „Morgunblaðið er vitaskuld und- Forsíöa Séð og heyrt Þarna má sjá hand- boltakappann Geir Ólafsson á forsíðunni og ef afllkum lætur er greinin um hann og Jóhönnu Vilhjálmsdóttir ekki um handbolta. ir þessa sömu sök selt og við, þið (DV) og allir miðlar á íslandi," segir Bjarni. Hafa má í huga, í því sam- bandi, að Morgunblaðið hefur um árabil verið með áberandi efnisþátt þar sem QaUað er um allt það sem erlendar stjömur aðhafast - ekki síst í einkalífi sínu. Morgunblaðið telur sig ef til vill vera á fríu svæði af því að þar er um útlendinga að ræða en ekki íslendinga. En sú röksemdar- færsla hlýtur að teljast hæpin. Ristjóri Séð og heyrt bendir jafn- framt á að þegar hann leitaði dyr- um og dyngjum að fréttflutningi af umræddum dómi yfir systurriti hans í Danmörku hafi hann fundið frétt í Extrabladed sem birtir mynd af Anja Andersen og kæmstu henn- ar með þeim ummælum að Se og Hor væri bannað að segja að þær þessar væm kæmstupar. „Já, já, blaðið er greinilega að hæðast að þessum dómi," segir Bjarni. Þannig geta þessi mál reynst tvíeggja vopn. „Nei, ég h't ekki svo á að þetta sé neitt stórmál. Og mun engu breyta fyrir okkur." jakob@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.