Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2004, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2004, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 Síðast en ekki síst DV * Rétta myndin Fjórir vinir úti að ganga (kennaraverkfalli. Einn í bandi. DV-mynd Stefán „Allir sem sjá mig spyrja mig hvort ég sé indjáni, þannig að ég hlýt að vera indjáni," segir ís- lenski indjáninn, sem vil ekki gefa upp annað nafn en Indjáni, enda ekki þekktur undir öðru nafni meðai þeirra sem hann þekkja. Indjáninn segist ekki vita hvers vegna hann lítur svona út, hann hefur alltaf verið með sítt svart hár og andlitsdrætti indjánahöfðingja. Hann kann vel við nafnið og reynir að viðhalda indjána útiit- inu eins og hann getur þó ekki væri nema til að standa undir nafni. Indjáninn fer reglulega í Ha? íslenskur indjáni kaffi hjá Samhjálp og svo út í portið og reykir sígarettur en ekki pípu. Hann hefur gaman af því að velta fyrir sér kenning- unni um að indjánaættbálkum sem útrýmt var í vtilta vestrinu hafa endurfæðst sem íslending- ar. „Ég veit ekki hvort ég tengist mikið menningu indjána, þetta er minn stíll og ég kann vel við hann,“ segir Indjáninn íslenski, rekur upp öskur og slær fyrir munn sér að hætti indjána. • Davíð Oddsson utanríkisráðherra er þessa dagana staddur í Slóveníu þar sem hann hittir forseta landsins og safnar kröftum vegna erfiðra veikinda. Dav- íð mun snúa aftur heim á næstu dögum þar sem hann fer í frekari meðferð vegna veikinda sinna. Á meðan formaðurinn stend- v ur í þeirri glímu halda óánægðir Sjálfstæðismenn að sér höndum en bíða þess spenntir að láta Fram- sóknarflokkinn finna til tevatns- ins... Síðast en ekki síst • Tengsl íslands og Slóveníu hafa fram að þessu verið fremur tak- mörkuð. Þess meiri eru tengslin við Slóvakíu. Þar hefur kaupsýslumað- urinn Runólfur Oddsson, bróðir Davíðs, unnið kraftaverk og eflir þessi tengsl vakinn og sofinn. Hann er nú ræðismaður Slóvakíu á ís- landi og hefur fengið þarlend stór- *- menni í röðum til íslands. Margir spá því að Runólfur eigi eftir að láta verulega að sér kveða innan Sjálf- stæðisflokksins á næstu ámm... • Þögn ríkir um það með hvaða hætti SivFriðleifsdóttir, fráfarandi ráðherra, verði bætt tjónið vegna ráðherrastóls- ins. Þó er talið víst að hún muni fá varaformennsku í efnahags- og við- skiptanefnd þaðan sem Kristni H. Gunnarssyni verði ýtt út. Enginn mun þó hafa rætt málið við Kristin sem ku bíða þess sallarólegur að forystan láti til skarar skríða gegn sér... • Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og álitsgjafi, á frekar erfitt upp- dráttar eftir að í ljós kom að lofgjörð sú sem er í bréfhaus undirskriftasöfnun- arhonum tilstuðn- ings er samin á töl- vu hans sjálfs. Reyndar segja forsvarsmenn söfn- unarinnar að lofgjörðin, sem inni- heldur stórfenglegar lýsingar á ferli og ágæti Jóns Steinars, sé samnin af þeim en viðurkenna að það hafi verið á skrifstofu Jóns Steinars. Þessu trúa ekki margir en telja að hann eigi mikinn hlut að máli... » / Flott hjá Rósu Guðbjartsdóttur að takast á við sorgina með baráttu gegn krabba- meini í börnum. Lofthræddur páfagaukur í Blesu- groí Veiddur úr tré með háfi „Hann á það til að festast uppi í tré og fæst ekki til að koma niður fyrr en ég kem með háfinn," segir Jenny Einarsson, eigandi ávaxtagauksins Brands sem kann best við sig utan dyra. Brandur er fokdýr fugl og kostar ekki undir 200 þúsund krónum ef tekið er mið af sölu sambærilegra fugla. Sjálfur til- heyrir hann fjölskyldu Jennyar og Tjörva Einarssonar. „Brandur er ekki til sölu. Hann er einskonar lífvörður minn,“ segir Tjörvi. Gaukurinn kinkar kolli og gargar til staðfestingar: „Tjörvi, Tjörvi". Jenny og Tjörvi reka gæludýra- verslanirnar Furðudýr og fylgifiskar og búa í Bleikargróf í Blesugróf þar sem þau reka eina verslunina. Þar er að finna páfagauka af ýmsum gerðum. Gaukarnir eru sjaldgæfir og dæmi eru um að þeir kosti um hálfa milljón króna. Þá eru til sölu sjaldséðir fiskar af ýmsu tagi. Sumir þeirra eru ránfiskar sem fóðraðir er uá öðrum minni. Stóru fiskamir éta því litiu fiskana í orðsins fyllstu merkingu. Tjörvi og Jenny eru ánægð með söluna og segja að jafnt páfagaukar sem fiskar rjúki út. Þegar DV ræddi við þau var Brandur nýkominn niður úr tré með hjálp Jennyar og háfsins. Jenny segist ekki vita nákvæmlega hvers vegna gaukurinn festist en nærtæk skýring er sú að hann sé lofthrædd- ur sökum þess að flughæfni hans hefur verið skert með vængstýf- ingu. Þá er Brandur að sögn Jenny- ar stríðinn yfir meðallagi. „Hann kann vel við sig úti og fer aldrei langt frá okkur. Yfirleitt festist hann fljótlega í tré og ég þarf að koma honum til hjálpar," segir Jenny og fuglinn með kattarnafhið kinkar kolli, deplar auga og kallar skrækum rómi: „Tjörvi, Tjörvi". n m 3 4 P n 6 Veðrið Lárétt: 1 kák,4 þróttur, 7 kjósa,8 gálaus, 10 æst, 12 hóp, 13 æsi, 14 inn- yfli, 15 eykatamark, 16 biikkja, 18 bungu, 21 óþétt, 22 brátt, 23 gnauða. Lóðrétt:1 hugsvölun,2 s(ðan,3 konan,4 kvölin, 5 kveikur,6 hattkoll,9 vík, 11 duglegur, 16 dolla, 17 hætta, 19 suddi, 20 stúlka. Lausn á krossgátu •ejd oc'ieh 61 'u69 Ll 'sop 91 '||nio 11 'jnöoA 6'jn>) 9 bjej s 'ui -öujufícj fr'ui6ui|ja>| £'oas z'oij l :n?jeoTee!u gj'uuas q'Q!Si6 iz'd|n6 st'öojp 91 'uou s l 'Jnem '|u6a £ 1 'up| z l 'J°>|? 01 ‘m9 8 'ef|SA L '>|SJcj '^sn^ 1 Gola r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.