Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2004, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 Fréttir DV Þórólfur aftur í Sigurður ísmaður Pétursson, skipstjóri í Kuummiit á Grænlandi hefur náð því í gærmorgun voru ráöa- menn þjóðarinnar og önn- ur fyrirmenni, þau sem ekki voru þegar farin, á leið til Parísar. Til- gangurinn er vita- skuld sá að fagna með Tómasi Inga Olrich sendiherra sem stendur fyrir veglegri menning- arveislu í París þessa dagana. Með flugvél Flugleiða í gærmorgun voru meðal annarra Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra, Sturla Böðv- arsson samgönguráðherra, Guðríður Sigurðardóttir forstöðumaður Þjóðmenn- ingarhúss, ráðuneytisstjór- ar og önnur fyrirmenni, vitaskuld á Saga Class. At- hygli vakti að meðal al- mennings sat hins vegar borgarstjórinn Þórólfur Árnason. Jarðskjálftar við Reykjanes Milli klukkan átta og tíu á laugardagskvöld urðu sex jarðskjálftar út af Eldeyjar- boða á Reykjaneshrygg. Fyrsti skjáíftinn var stærst- ur og mældist hann 3,3 á Richter en hinir sjálftarnir mældust frá 2,6 tú 29 á Richter. Nokkuð algengt er að skjálftahrinur gangi yfir á þessum stað. Rangt að reka frétta- konurnar Kærunefnd jafnréttis- mála úrskurðaði Huldu Gunnarsdóttur í vil í máli sem hún rak gegn Stöð 2. Hulda, sem er fyrrum fréttamaður Stöðvar 2, kærði brottrekst- ur sinn sem var í júní 2003 og hið sama gerði Bryndís Hólm. Bryndísi var einnig sagt upp störf um sem og tveimur öðrum konum. Þá voru starfandi 7 konur og 10 karlar á frétta- stofunni en eftir uppsagn- irnar 3 konur gegn 10 körl- um. Stöð 2 þótti ekki hafa fært nógu góð rök fyrir uppsögninni en í kærunni kom fram að karlar sem voru með lægri starfsaldur en þær Hulda og Bryndís héldu störfum sínum þegar „skipulagsbreytingarnar" áttu sér stað. Sigurður Pétursson skipstjóri, sem um árabil hefur búið við frumstæðar aðstæður á Austur-Grænlandi, náði í síðustu viku því langþráða markmiði sínu að fella ísbjörn. Sigurður, betur þekktur sem ísmaðurinn, hefur í sumar verið við veiðar á náhval norður í Kangerslussiak, óravegu frá byggð, þar sem björninn var felldur. „Þetta var góður fengur enda er kjötið af skepnunni ljúffengt. Ég borðaði hjartað úr ísbirninum með bestu lyst,“ segir Sigurður sem ný- kominn er úr hálfsmánaðartúr á norðurslóðir þangað sem hann fór ásamt tveimur Grænlendingum. Það var annar grænlenski veiðimað- urinn sem kom auga á björninn. Óskráðar reglur eru um að sá sem fyrstur sér fsbjörn eigi rétt á skinni hans. Aðrir fá svo hlutdeild í dýrinu eftir því hver aðkoma þeirra er að drápinu. Sigurður, sem skaut björninn og er eigandi bátsins sem félagarnir voru á er næstur í goggunarröðinni. Eftir að björninn var felldur segir ísmaðurinn að það hafi verið bjarnakjöt í hvert mál. bróður síns, Jóns Péturssonar, sem snaraði á sínum tíma ísbjörn á Vest- fjarðamiðum og hlaut reyndar bágt fyrir. Jón hefur aldrei til Grænlands komið. Félagarnir þrír á fleyi ísmannsins veiddu einnig þrjá náhvali sem skiptast einnig upp eftir reglum. Hvalirnir voru aÚir skutlaðir frá kajökum en síðan gert að þeim í fjör- unni. Verðmætasti hluú náhvalsins, mattakið, er ysta spiklagið sem Grænlendingar borða hrátt og krydda með aromat. ísmaðurinn er þekktastur fyrir að hafa á síðasta hausti fangað hákarl með því að vaða út í sjó og grípa ber- hentur um sporð hans. Siguröur drap hákarlinum síðan með hníf sínum. Sú frétt flaug um gjörvalla heimsbyggðina og náði meðal ann- ars í aðalfréttatíma CNN. Þetta er svo gott kjöt að enginn ástæða er til að kvarta. ísmaðurinn er ekkert á förum frá Kuummiit. Hann hefur nú nóg að bíta og brenna fram á veturinn þar sem búr hans er fullt af mattak og ís- bjarnakjöti, í húsi hans er hvorki rennandi vatn né salerni en hann segist ekkert þurfa á slíku að halda. „Mér líður hvergi betur en á Grænlandi," segir hann. n@dv.is „Þetta er svo gott kjöt að enginn ástæða er til að kvarta," segir hann. Sigurð- ur hefur búið á Grænlandi í 5 ár. Það hefur lengi verið mark- mið hans að fella ísbjörn og ná þannig að jafna met Kuummiit Lífíð í þorpinu er frum- stætt. Hér er Sigurður fyrir framan söluskálann þar sem íbúarnir kaupa sérkók og snakk. Ismaðurinn Sigurður Pétursson felldi isbjörn I veiðiferð sinni á dög- unum. Þetta var langþráður draum- ur hans enda hefur hann lifað I skugga þess að Jón Pétursson, bróðir hans, er ísbjarnarbani þótt hann hafi aldrei til Grænlands komið. Skjár einn kann ekki enska boltann Nú getur Svarthöfði ekki lengur setið á sér. Það er eitthvað skrýtið við meðferð Skjás eins á enska boltanum. Samt er Svarthöfði ekki einn af þeim sem vill íslenska kynna fremur en enska, þvert á móti. Og þótt Svart- höfði gefi ekki mikið fyrir þætti Snorra Más þá gera þeir engum iílt, þeir valda engum skaða þótt þeir bæti misjafn- lega miklu við. Því er Svarthöfði alveg sáttur við að enski boltinn sé á Skjá einum. Enda er Svarthöfði ekki á mála hjá Sýn og alveg sama hvort þeir sýni bara gólf og bikarleiki. Það kemur Svarthöfða ekki við. Og þar liggur einmitt hnífurinn í Svarthöfði kúnni. Svarthöfða er alveg sama á hvaða stöð enski boltinn sé sýndur. Það mætti sýna hann á Omega og Svarthöfði myndi þá horfa á hann þar. Skiptir ekki máli. En Omega- menn yrðu þá að skilja það og vita. Eins og þeir gerðu á Sýn en gera ekki á Skjá einum. Þar halda menn að Svarthöfða og öðnun áhorfendum þykji vænt um stöðina af því þeir sýna enska boltann. Og því eru á Skjá einum í keyrslu auglýsingar þar sem verið er að segja að enski boltinn sé á Hvernig hefur þú það? „Ég er allur að koma til, “ segir Bubbi Morthens, tónlistarmaður og Idoldómari sem glímt hefur við raddleysi undanfarið vegna streptókokkasýkingar.„Um helgina flaug til ég Akureyrar til að spila með Egóinu. Slðan mætti ég og í Idolið á sunnudagsmorguninn í Austurbæ. Verkum mín- um lauk á sunnudagskvöld klukkan 11 ogég stefni að þvlað sofa á mánudag og þriðjudag". Skjá einum. Eins og það hefði farið ffamhjá einhverjum. Þessar auglýs- ingar eru í stanslausri keyrslu og eiga að vera ógurlega sniðugar en eru að gera Svarthöfða og hvem einasta fót- boltaáhugamann á íslandi brjálað- an. Ástæðan er einföld. Við vitum að enski bolúnn er sýndur á Skjá einum og það þarf ekki að segja okkur það aftur og aftur og aftur. En við vitum ekki alltaf hvaða leikur er næsta laug- ardag og sunnudag en það er hefð fyrir því að auglýsa frekar leikina sjálfa heldur en einhverjar kjánalegar ímyndauglýsingar með Snorra Má Skúlasyni. Þeúa er það sem er að gera Svarthöfða bijálaðan þessa dagana. Að honum sé ekki sagt hvaða leikur sé um næstu helgi á Skjá einum. Þeir kunnu þeúa á Sýn og þeúa ætti ekki að vera erfiú. Jafiivel ekki fyrir Snorra Má Skúlason. Svarthöföi markmiði sínu að fella ísbjörn. Jafnaði þar með bróður sinn, Jón Pétursson, sem á sínum tíma drap ísbjörn á Vestfjarðamiðum ísmaðurinn át f f hjarta ur isbirni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.