Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2004, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2004, Blaðsíða 11
DV Fréttir MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 17 Kennarar og sjómenn fá sfuðning Stjóm BSRBliefur lýst yfir stuðningi við kjarabar- áttu kennara og sjómanna. í ályktun samtakanna vegna kjarabaráttu kennara segir að brýnt sé að samn- ingar takist hið ailra fyrsta því langvinnt verkfall geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir alla hluteigandi. BSRB sendir Kennarasambandi íslands einnig baráttu- kveðjur. í ályktun BSRB vegna kjarabaráttu sjó- manna lýsir sambandið stuðningi við sjómenn og varar við tilraunum útgerð- armanna að reyna að sundra samstöðu sjó- manna með samningum á bak við samtök þeirra. Það sé aðför að samningsrétti stéttarfélaga og grefur und- an verkalýðshreyfingunni og réttindabaráttu launa- fólks almennt. Naktir gestir fá afslátt Gestir listasýningar- innar Bodyline í Swin- don í Bretlandi fá afslátt af listaverkunum ef þeir afklæðast er inn er kom- ið. Sýningastjórinn Kevin Money hvetur gesti til að fara úr fötun- um svo þeir tengist list- inni betur. Hingað til hafa fáir gestir tekið Mo- ney á orðinu. „Ég er til- búinn að veita 25% af- slátt ef gestimir klæða sig úr,“ sagði Money. „Ég vona að listin verði til þess að fólk hætti að skammast sín fyrir lík- ama sinn." Óléttar vilja ís með sinnepi Samkvæmt könnun breska tímaritsins The People blanda ófrískar kon- ur ólíklegustu hlutum saman í matargerð. Mörgum kvennanna sem svömðu könn- uninni leist afar vel á rjómaís með sinnepi og frönskum kartöfl- um. Hrá sítróna með salti og pipar virtist einnig gimiieg í aug- um þeirra. Könnunin var framkvæmd fyrir matvæla- fyrirtæki sem vildi koma til móts við kröfur verðandi mæðra. íbúi í Breiðholtinu stígur fram og segist hafa safnað saman nöfnum fikniefnasala frá því að syni hans var rænt af handrukkurum. Nýlega var brotist inn á heimili hans og öllum verðmætum stolið. Björn hótar fikniefnasölum að visa lögreglunni á þá ef þeir láti ekki skila því sem stolið var frá honum. Björn Sigurðsson Segist ekki óttast dópsala, þar sem hann geymi lista með nöfnum valda- mestu dópsala landsins. Björn Sigurðsson í Krummahólum í Breiðholtinu gefur dópsöl- um vikufrest til að láta innbrotsþjófa skila verðmætum sem stolið var af honum fyrir tveimur vikum. Hann segist annars op- inbera lista með nöfnum 60 dópsala. „Ég skora á menn að skila þessu því annars birtast listarnir," segir Björn, sem saknar fartölvu, tveggja gsm-síma, hleðslutæki fyrir síma, ásamt tölvuforritum og DVD-útgáf- um kvikmyndanna Spiderman og Ace Ventura. Björn varð frægur þegar syni hans var rænt og stungið í skottið á bíl handrukkara vegna fíkniefna- skulda. „Þá fyrst byrjaði ég að tengj- ast þessu. Ég kom aldrei nálægt þessu fýrr en strákurinn náði að hringja í mig úr skottinu á bílnum. Þá fór ég á fullt skrið. Þegar ég kom mér upp netinu fékk ég upplýsu- ingar um Jón Jónsson, hringdi svo í hann og sagði að annað hvort veitti hann mér réttar upplýsingar eða þá að ég myndi segja lögreglunni frá honum. Ég hef virt nafnleynd þeirra sem veita mér upplýsingar 100 pró- sent. Ég notaði bara sömu aðferð og þeir sjálfir. Þeir hóta mönnum fyrir upplýsingar. Ég hóta þeim á þann máta að ég hóta að koma upplýs- ingum til lögreglunnar. Það voru mínar hótanir," segir Björn. Það var með þessum aðferðum sem hann endurheimti son sinn úr skottinu. „Á sínum tíma þurfti ég að vera í sambandi við Maitsland- bræður og aðra til að afturkalla lið sem var búið að senda á strákinn hjá mér. Þeir þrættu fyrir allt þang- að til að ég nefndi nöfnin upp á við. Það var ekki liðinn ldukkutími þar til ég frétti að sonur minn yrði lát- inn í friði," segir hann. Björn segist hafa fengið hótanir undanfarið en er ekki of óttasleg- inn, þótt hann vilji ekki þekkjast á mynd. Líftrygging hans er að nefna ekki hæstu nöfnin á listanum, það er nöfn þeirra valdamestu í fíkni- efnaheiminum. Auk þess hefur hann komið listanum fyrir með þeim hætti að komi eitthvað fýrir hann þá fari listinn í heild sinni til fjölmiðla og lögreglu. „Ég er farinn að fá hótanir af því að ég spyr óhik- að fólk sem ég þekki og er í þessu hvort það þekki einhverja dópsala. Núna um helgina fékk ég hótun um að ef ég hefði mig ekki hægan yrði ég rústaður og boraður í hnéskelj- arnar. Slíkar hótanir er hægt að taka alvarlega í þessum heimi," segir Björn, sem telur listann tryggja ör- Ég er farínn að fá hót- anir afþví að ég spyr óhikað fólk sem ég þekki og er í þessu hvort það þekki ein- hverja dópsala. yggi sitt. „Ég er alltaf með topp- nöfnin sér á listanum og það er mín trygging. Þar er jafnvel að finna landsfræga menn. Listinn er geymdur á öruggum stað. Ef eitt- hvað kemur fýrir mig fá bæði blöð- in, lögreglan og sjónvarpið listann. Það er lítið mál að sannreyna allt á listanum með þeim upplýsingum sem fylgja með nöfnunum," segir Björn sem hótar dópsölum. jontrausti@dv.is Þrjú ár eru síðan Eyjasýn var kærð fyrir að senda út enska boltann ólöglega Lögreglan sögð hafa horft á ólöglegar útsendingar Romeo skírður David og Victoria Beck- ham ætla að skíra Romeo son sinn 22. desember. Hjónin hafa sent yfir 100 boðskorta til vina og ætt- ingja en athöfriin verður haldin í villu þeirra á Bretlandi. Búist er við að Sir Elton John og kærasti hans verði guðfor- eldrar Romeo ásamt systkinum Victoriu. Fyrrum kryddpían Emma Bunton og leikkonumar Patsy Kensit, Davinia Taylor og Liz Hurley hafa allar fengið boðskort sem og fé- lagar Davids í fótboltanum. „Réttvísin gengur hægt í Vest- mannaeyjum," segir Sigurður G. Guðjónsson forstjóri Norðurljósa. Norðurljós kærði útsendingar Éyja- sýnar á Enska boltanum árið 2001 en samkvæmt Sigurði hefur ekkert spurst af rannsókninni síðan. Sigurður segir engan samning hafa verið gerðan við Eyjasýn og að fýrirtækið hafi ekki haft samning um að sýna frá boltanum lfkt og Norður- ljós. „Við höfum frétt af því að lög- reglumennirnir hafi sjálfir horft á boltann með afruglara frá Eyjasýn og þar liggur kannsld ástæðan fyrir seinaganginum." Sigurður segist viss um að svipað athæfi sé stundað víða á lands- byggðinni enda séu engar reglur til sem taki á máhnu. „Þetta er fyrst og fremst þjófnaður. Þarna eru eigur annarra teknar og seldar án þess að eigandanum sé gerð nokkur skil á þeim verðmætum sem fást fyrir þær. Máhð hefði gengið mun hraðar ef sf- garettupakka í Kringlunni hefði ver- ið stolið en þarna eru hugverk ann- arra manna tekin óffjálsri hendi," segir hann. „Almenna reglan er að lögreglan eigi að koma höndum yfir afbrotamenn og þetta sýnir muninn á störfum lögreglunnar eftir lands- hlutum. Þegar svipað mál kom upp í Reykjanesbæ tók það ekki nema Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norð- urljósa „Þetta er fyrst og fremst þjófnaður. Þarna eru eigur annarra teknar og seldar án þess að eigandanum sé gerð nokkur skil á þeim verðmætum sem fást fyrir þær." hálft ár fyrir lögregluna að afreiða það. Löggæslan lúýtur að vera betri þar, það getur bara ekki annað ver- ið." Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður í Vestmannaeyjum, vildi lítið tjá sig um málið en sagði að það væri eng- in launung á því að málið hefði tafist í meðferð. „Ég hef enga skýringu á því, enga sem ég vil gefa upp.“ Þegar Karl Gauti var spurður hvort það væri rétt að lögreglan hefði sjálf horft á enska boltann játti hann því. „Lögreglufélagið er með áskrift af öllum þessum stöðvum. Þar með talið frá Eyjasýn og frá Norðurljós- um."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.