Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2004, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2004, Blaðsíða 17
DV Fréttir MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 7 7 brauð frá Myllunni kosta 129 kr. en kostuðu áður 247 kr. og möndlukaka frá Myllunni kostar 210 kr. í stað 419 kr. Dós af mar- íneraðri síld frá Ora kostar 199 kr. í stað 254 kr. og kílóið af appelsínum kostar 129 kr. en kostaði áður 169 kr. Kíló af íslensk- um agúrkum kostar 69 kr. í stað 89 kr. • Daewoo 28“ sjón- varpstæki kostar nú 34.900 kr. á tækifærisverði í Raftækjaverslun ís- lands en var áður á 45.900 kr.Þá kostar Elfunk 34" sjónvarptæki og stofustáss 74.900 kr., Daewoo myndbandstæki kostar 9.900 kr. og örbylgjuofn frá sama fyrirtæki kost- ar 7.900 kr. Þá eru allir stál- og granít vaskar með 25% afslætti. • í verslunum Krónunnar kostar kílóið af fersku lambalæri nú 899 kr. í stað 1.399 kr, og fjórir Krónu- grillborgarar með brauði kosta 295 kr. í stað 399 kr. MR Bagles beyglur kosta 199 kr. í stað 239 kr. 1 , poki af Doritos Nacho snakki kostar 179 kr. en var áður á 235 kr. og einn lítri af Krónuís með jarðaberja-, vanillu- eða súkkulaðibragði kostar 129 kr. en kostaði áður 179 kr. Lítri af QI appelsínusafa kostar nú 139 kr. í stað 169 kr. vað geri é mértil f heilsubótar Hlusta á útvarpið í göngutúrunum | „Ég fer íminar föstu gönguferðir og gjarnan sömu leiðina, i kringum flugvöllinn á stfgnum við Ægissíðuna"segir Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri.„Ég geng eins oft og ég mögu- lega get og er mjög vanafastur á leiðina. Að vísu brýt ég stund- um göngutúrinn upp með þvíað fara öfugan hring. Venjulega fer ég Njarðargötuna en vegna gatnaframkvæmda á Hring- braut fer ég þessa dagana fram hjá Valsheimilinu og niður i Naut- hótsvík, en þegar ég er í annars konar skapi þá fer ég Hofsvallagöt- una fyrst og niður á Ægissiðu. Ég hefálltaf útvarp meðferðis og hlusta á Viðsjá á Rás I og siðan allan fréttapakkann á öllum rás- um, Útvarpinu, Stöð2og Sjónvarpinu. Ég fer með vinnuna með mér i göngutúrana." 'éllXBÍm Salat með sveppum maríneruðum í krydd- jurtum bragðast Ijóm- andi vel eitt sér eða sem meðlæti. 250 gr. sveppir 2 stk. vorlaukar, saxaðir smátt 3 til 4 msk. steinseija, söxuð 5 til 6 basiiíkubiöð, söxuð 7 msk. ferskt rósmarin, saxað (nota má ýmsar aðrar kryddjurtir) nýmalaður pipar salt 100 ml. ólifuolia 1/2 sitróna 4 til S tómatar, vel þroskaðir 1 Grand-salathöfuð Sveppimir eru skom- ir í þunnar sneiðar og kryddjurtunum blandað saman í skál ásamt pip- ar og salti. Sföan er olí- unni hrært saman við ásamt safanum úr sítrónunni. Þá em sveppimir settir út í og öllu blandaö vel saman og síðan er gómsætið látið standa í um hálf- tíma. Rffið salatið niður og dreifið á fat eða í víða, grunna skál. Loks em tómatamir skomir í báta og dreift í hring ofan á salatið og svepp- unum sfðan ausið í miðjuna. Kryddleginum sem eftir er í skálinni er dreypt yfir tómatana og salatblöðin. Nýlega birtu Norræn geislavarnayfirvöld, þar á meðal Geislavarnir ríksins, sam- eiginlegt álit um heilsufarsleg áhrif farsíma eða gemsa. Þar kemur fram að engin vísindaleg sönnun hafi fengist fyrir skaðlegum áhrifum þeirra. Eemsar eru ekkl skaðlegir en sjálfsagl er aö nota handfrjálsan búneð Gemsar geta hækkað hita- stig staðbundið i heilanum Undanfarin ár hafa sérfræðingar birt skýrslur um áhættumat vegna rafsegulsviða en niðurstaðan hefur jafrian orðið sú sama: mat á þeim gögnum sem nú liggja fyrir benda ekki til að geislun með útvarpsbylgj- um, neðan viðmiða Alþjóða geisla- varnaráðsins um ójónandi geislun, hafi í för með sér líffræðileg áhrif á almenning. „Það er hægt að gera ýmislegt með ójónandi geislum eða örbylgjum sem ekki er heilsusam- legt. Alþjóðageislavarnaráðið, ICN- IRP, hefur sett saman staðal sem mörg ríki Evrópu hafa tekið upp,“ segir Þorgeir Sigurðsson rafmagns- verkfræðingur hjá Geislavörnum rfksins. Venjulegur farsími sendir með orku sem er minni en eitt vatt og útreikningar benda til þess að hann geti hækkað hitastig staðbundið í heilanum um 0,1gráðu. Örar rannsóknir og þróun Farsímar senda og taka á móti útvarps- bylgjum á örbylgju- tíðni og þegar síminn er notaður fara þessar bylgjur um loftnet í símanum og örbylgj- urnar hita umhverfið. „Á símum er gefið upp SAR-gildi, en það segir til um hvað höfuðið má hitna mikið eða lít- ið án þess að það sé talið skaðlegt. Marg- faldur öryggisstuðull er á SAR-gildinu, tífaldur eða tuttugufaldur. Margir notendur far- síma vilja hafa gildið sem lægst. En á móti kemur að verið er að selja upplýs- ingatæki sem samkvæmt óskum neytenda verður til dæmis að getað tekið myndir og sent á milli síma og drifið langt. Ljóst er að fylgjast þarf vandlega með þróun á þessu sviði og rannsóknir þarf að endurtaka aftur og aftur. Og síðast en ekki síst er mikilvægt að hafa í huga að líf- fræðileg áhrif þurfa ekki að hafa skaðleg áhrif á heilsu fólks," segir Þorgeir. um 0,1 gráðu en sótthiti iheil- getur hækkað hitann anum um nokkrar gráður. Þorgeir Sigurðsson Norræn geisla- varnayfirvöld benda almenningi á að það sé skynsamlegt að að nota hand- frjálsan búnað því hann dregur úr raf- segulsviði nálægt höfðinu og mælast einnig tilþess að foreldrar fræði börn og unglinga um ýmar leiðir til að minnka rafsegulsvið frá farsímum. Foreldar fræði börnin Venjulegur farsími sendir með orku sem er minni en eitt vatt og út- reikningar benda til þess að hann geti hækkað hitastig staðbundið í heilanum um 0,1 gráðu. Þess ber að geta að sótthiti getur hækkað hitann í heilanum um nokkrar gráður án þess að valda skemmdum. Þróun farsímatækninnar hefur verið ör undanfarin ár og í dag nota um 80 - 90% fólks á Norðurlöndum gemsa. „Norræn geisla- varnayfirvöld benda almenningi á að það sé skynsamlegt að að draga úr rafsegulsviði, til dæmis með því að nota handfrjálsan búnað en hann dregur úr rafsegulsviði nálægt höfð- inu. Einnig er mælst til þess að for- eldrar fræði börn og unglinga um ýmar leiðir til að minnka rafsegul- svið frá farsímum. Ýmsar upplýsing- ar er að finna á heimasíðu Geisla- varna ríkisins, gv.is," segir Þorgeir Sigurðsson raftnagnsverkfræðingur. »g verða aumir viðkomu gott orðalag. Hnýttir fingur kallast Heberdens hnútar á læknamáli. Til þess að greina slitgigt nægir oftast að fara ofan í söguna og skoða sjúk- linginn vel. Blóðprufur nýtast ekki nema til að útloka aðrar orsakir ef þannig stendur á og þurfa þykir. Aðrar rannsóknir, svo sem röntgen- myndataka, eru gagnlegar þegar fram líður til að meta hversu langt gigtin sé gengin og hvernig ástatt sé með liðina. Slitgigt veldur því að brjóskið sem klæðir liðflötinn skaddast og eyðist. Við það lækkar liðbilið og þegar brjóskið er uppurið nuddast bein við bein án nokkurrar klæðningar. Þetta kemur þó ekki Katrín Fjeldsted svararspurningu um verkið og stirðleika i liðum. Heimilislæknirinn fyrir nærri alla, en skipta þarf um liði þegar svona verður ástatt. Vatn á milli liða Fólk með slitgigt í hnjám getur stundum fengið vatn á milli liða sem kaUað er, en það er vökvi sem safnast í liðinn. Sé vökvinn mikill má stinga á liðnum og draga vökvann úr og þá er hægt að sprauta bólgueyðandi sterum inn í liðinn. Því fylgir samt viss sýkingar- hætta og þar fyrir utan er ekki talið ráðlegt að stinga á liðnum nema á nokkurra mánaða fresti svo að heildarsteramagnið verði ekki of mikið. Einnig má sprauta í bólgu- svæði á hnjánum án þess að fara inn í liðinn sjálfan. Bólgueyðandi lyf sem tekin eru inn geta haft ágæt áhrif líka, dregið úr bólgu, vökva og verkjum. Gallinn er sá að mörg þeirra þolast illa í maga og svo upp- ræta þau sjúkdóminn ekki frekar en annað sem reynt er að beita. Nýrri lyf á markaðnum eru reyndar fram- leidd með áhrif á maga í huga og þolast mun betur. Þau eru samt mjög dýr og eru ekki niðurgreidd af tryggingunum nema sérstökum skilyrðum sé fullnægt. Lyf Vissulega geta lyf gert gagn, dregið úr bólgu og vökvasöfnun í liðum. Samt er nauðsynlegt að vega og meta í hverju tilviki fýrir sig hvað rétt sé að gera. Margir mæla með því að sleppa bólgueyðandi lyfjum, nota einungis verkjastillandi lyf þegar verst lætur, t.d. parasetamól, og einbeita sér þess í stað að því að fara vel með liðina. Það má gera á ýmsa vegu, forðast einhæfar hreyf- ingar, læra að beita líkamanum rétt, sofa á góðri dýnu, láta sér ekki verða of kalt og vera duglegur að hreyfa sig. Sé fólk of þungt hefur það mikil áhrif á einkenni frá slitnum hnjám og því sjálfsagt að létta á byrðunum með því að grennast niður í kjör- þyngd sé það hægt. Læknirinn þinn getur upplýst þig nánar um þessar hliðar málsins. Katrín Fjeldsted /ERSi www.versla.is Einfalt og þægilegt RAFMAGNS HLAUPAHJÓL meö handgjöf og handbremsu Fyrir 75 kg. 12 km/t Fyrir 90 kg. 14 km/t Margir litir Meö og án sætis - nánar á netinu Viö sendum frítt heim aö dyrum www.versla.is /ERSi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.