Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2004, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2004, Blaðsíða 32
I—* s r t I , 'T'fzitttlJXtM Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar ^nafnleyndarergætt. Í-J #-» 5505090 SKAFTAHLÍÐ24, 105REYKJAVÍK[STOFNAÐ 1910 ] SÍMI5S0S000 ‘V' rm Jakobína Thomsen Stendur ráðþrota gagnvart innheimtuhörku STEFs og telur kröfu þeirra vart standast lög. DV-mynd Gísli Einarsson Skessuhorni • Dávaidurinn Sailesh hefur gjörsamlega slegið í gegn á íslandi og hafa móttökurnar komið honum algjörlega í opna skjöldu. Alls 156 manns buðu sig fram til dáleiðslu og hefur Sailesh aldrei upplifað neitt í líkingu við þetta... • íslenskt kvenfólk féll fyrir Sai- lesh hinum dáleiðandi en tíð- indamaður blaðsins segist hafa komið að þremur stúlkum í heimsókn uppi í rúmi hjá honum á Hótel fslandi þar sem hann gistir. Dávaldurinn fer til sfns heima í Bandaríkjunum síðdegis í dag. Svo vel líkar Sailesh við land og þjóð að hann er þegar farinn að undirbúa endurkomu sína. Er von á honum ekki síðar en einhvem tíma á fyrstu fjórum mánuðum næsta árs og mun umbjóðandi hans hér, fsleifur Þórhallsson, þegar vera farinn að leggja drög að því... Rolling Johnsen? $ 3 'Aoái „Ég er enn svo reið eftir að ég talaði við manninn hjá STEF að ég er ekki komin yfir það ennþá," seg- ir Jakobína Thomsen verslunareig- andi frá Grundarfirði sem hefur afar sérkennilega sögu að segja. Jakobína rekur Stellubúð á Grundarfirði og er hún opin 2 tíma hvern virkan dag. Þar höndlar hún með handverks- og gjafavöru. í fyrra fékk hún rukkun frá STEF upp á níu þúsund krónur fyrir að leika tónlist í búð sinni. Þá einsetti hún sér að leika ekki tónlist framar í búðinni svo óréttmætur þótti henni reikningurinn. En það breytti ekki því að aftur kom rukkun frá STEF og nú, að því er virðist, fyrir að leika sitt eigið lag í búðinni! „í fyrra vissi ég ekki til þess að maður væri rukkaður fyrir að leika tónlist í búð. En svo fékk ég rukkun á nýjan leik þó svo að ég hafi engin hljómflutningstæki í búðinni." Löng eru eyru STEFjarmanna því sá sem varð fyrir svömm þegar Jakobína hringdi í samtökin fullyrti að leikin hafi verið tónlist í Stellu- búð. „Hann kynnti sig ekki en var bara með skæting. Það eina sem mér datt í hug var að tvisvar hef ég kveikt á grínútvarpi sem hreyfir varirnar þegar það er í gangi til að sýna viðskiptavinum. Hann sagði að það væri ekki málið. Svo kveikti ég á perunni." Þannig var að Jakobína og Niels Friðfinnsson, maður hennar og mikill músíkant, sendu inn lag í lagakeppni sem Rás 2 stóð fyrir í tengslum við sjómannadaginn. „Þetta er svona létt og þægilegt sjó- mannalag. Ég samdi textann og Ní- els lagið. Við tókum það upp í litlu hjóðveri hjá kunningja okkar. Ég söng það sjálf þannig að þú getur ímyndað þér hverskonar kattargól þetta er. Enda var það bara gert til að menn gætu áttað sig á laglínu og texta. Þetta lag hefur aldrei verið spilað opinberlega og við bíðum þess en að Lísa Pálsdóttir sendi okkur diskinn aftur því ekki vann lagið." Og það er sem sagt þetta lag sem Jakobína hefur leikið á gamalt kassettutæki í Stellubúð og þarf nú að gjalda STEF það sem keisaran- um ber. „Ég stend gersamlega ráð- þrota gagnvart þessu en hef ekki komið því í verk enn að leita lög- fræðings." Pólska engisprettan fannst dauð Engispretta sem dvalið hafði í góðu yfirlæti í ráðhúsinu í Stykkis- hólmi frá því í síðasta mánuði drapst fyrir nokkrum dögum. Engi- sprettan fannst um borð í flutn- ingaskipinu Jökulfelli 20.ágúst þeg- ar verið að skipa upp plaströrum frá Póllandi. Það var Símon Sturluson hafnarverndarmaður Stykkis- hólmshafnar sem fann engisprett- una og fór umsvifalaust með hana á Náttúrustofu Vesturlands þar sem starfsmenn tóku við henni. Engi- sprettan var af tegundinni Great Green Bush, um sex cm löng og gullfalleg. Hún settist að í glerbúri og lifði lengstum á víðilaufblöðum, vínberjum og ýmsu öðru góðgæti. Engisprettan vakti verðskuldaða at- hygli og segir Róbert Arnar Stefáns- son líffræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands að ýmsir bæjarbúar hafi verið áhugasamir Engisprettan f Stykkishólmi Hún settist að í glerbúri og lifði lengstum á víðilaufblöð- um, vínberjum og ýmsu öðru góðgæti. DV-mynd Róbert A. Stefánsson um dýrið og um helgar hafi börn starfsmanna ráðhússins og Nátt- úrustofunar tekið engisprettuna heim og séð um hana og haldið henni félagsskap. Á tímabilinu varp engisprettan í glerbúrið sitt en þann 18. september drapst hún. Ef- laust þykir mörgum Hólmaranum sjónarsviptir af engisprettunni. Rúilandi steinar á Stokkseyri í veðurhamnum sem gekk yfir landið aðfaranótt laugardags gekk ýmislegt á. Þau undur gerðust á Stokkseyri að tvö af landsþekktum steinverkum Árna Johnsen tókust nær á loft og ultu um koll. Verkin skemmdust nokkuð en Árni mun telja mögulegt að gera við þau. Sunnlendingum þykir sem rúllandi steinarnir hafi verið merkilegur fýr- irboði örskömmu áður en Rolling Stones-hátíð var haldin á Drauga- barnum. Hátíðin þótti heppnast einstaklega vel og varð húsfyllir. Björn Bjarnason, forseti Hrútavina- félagsins, var einn aðstandenda há- tíðarinnar, sem haldin var að vest- firskri fyrirmynd og undir vernd lögsögumannsins og söngvarans Ólafs Helga Kjartanssonar. „Stokkseyringar sáu rúllandi steina bæði úti og inni. Hátíðin heppnaðist fullkomlega þrátt fýrir fyrirboðann og framhald verður á Rolling Stones-kvöldunum hér,“ segir Björn Ingi. 30. september 2(?04 á Broadway lExpress Krýning á k\7nþokkafyllsta karlmanninum 2004 Kosning fer fram á www.vikan.is Fylgstu með á Létt 96,7 \ MOTORS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.