Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2004, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2004, Blaðsíða 10
1 0 MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2004 Fréttir DV Stefán Kostir & Gallar Stefán er forvitinn húmoristi sem hefur áhuga á fólki, mann- legum málefnum og ekki slst kjaftasögum. Kemur sér beint að efninu og er ekki gefmn fyrir hjal. Stefán er skapandi lista- maður og hefur löngun til að bæta heiminn. Hann ku vera kominn að kjarnanum. Stefán er af leikaraætt og taldi á sínum tima að öll stærstu hlutverkin í leikbók- menntunum hefðu verið skrifuð fyrir sig. Það reyndist honum um tíma erfitt er hann komst að því að svo var ekki en hefur nú gengið í endurnýjun lífdaga sem hug- myndaríkur leikstjóri. „Kostir Stefáns eru meðal annars hvað hann er for- vitinn um lífið í kringum sig og sjálfan sig. Hann er skapandi manneskja og hefur gráðuga sköpunargáfu. Hans galli er að hann er fæddur á erfiðasta degi ársins - 23. ágúst, milli Ljónsins og Meyjar- innar, mest extróvert merkisins og mest intróvert merkisins, þannig aö hann er alltafað berj- ast við sviðsljósið og meyrjar- skuggann." Haraldur Jónsson bróöir „Stefán er skapandi og hæfileikarlkur húmoristi. Hann ertrúrsinni sann- færingu og skemmtilegur I samkskiptum og hefur löngun til að bæta heiminn og sjálfan sig. Stefán er kominn ansi langt á þeirri llfsins braut. Þar með eru gallar hans orðnir nán- ast ósýniiegir er hann því galla- laus eins og manneskjan er nátt- úrulega I grunninn. Stefán er kominn nálægt kjarnanum." Harpa Arnardóttir leikkona „Stefán hefur fallega rit- hönd og fínan og oft sér- kennilegan húmor. Mér hefur alltafþótt hann traustur, hreinn og beinn og það er alltafgaman að hitta hann. Stefán kemur sér beint að efninu og hefur áhuga á kjarna málsins, hann er ekkert að hjala. Ég hafði vissa fordóma gagnvart honum en svo leigðum við saman I Lundúnum og þá komst ég að þvl að hann er hlýr og góður og ekkert I fari hans pirrað mig. Aftur á móti er Stefán voðaiega loðinn á rassinum og ég skil ekki hvað hann er alltafað gera ígufu." óskar Jónasson kvikmyndageröarmaður Stefán Jónsson er fæddur í Reykjavlk 1964. Hann er frá MR og stundaöi stundaöi síöan leiklistarnám i Englandi. Eftiraö hann útskrif- aðist hefur hann leikiÖ á sviöi og I seinni tlö sótt I sig veörið sem athyglisveröur leikstjóri. Fáðu flott munnstykki www.nicorette.is Hópur ungmenna á framhaldsskólaaldri á Norðurlandi hefur stofnað styrktarreikn- ing og biður landsmenn að hjálpa til við að fjármagna skólavist þeirra. Hópurinn segist ekki hafa efni á skólavist sökum atvinnuleysis. Sitja heima Kristln María Stefánsdóttir, Aron Viðisson og Aðalsteinn Jónsson hafa ásamt fíeiri ungiingum komið af stað lands- söfnun til að eiga fyrir skólavist. DV-mynd Þorvaldur Jónsson „Ég hef ekki efni á að vera í skóla," segir Kristín María Stefáns- dóttir, 16 ára stúlka á Dalvík, sem er í hópi unglinga á framhalds- skólaaldri í Eyjafirði sem kalla sig fátæka námsmenn. Ungling- arnir hafa stofnað styrktarreikning í Sparisjóði Dalvíkur þar sem þau vilja bjarga skólagöngu sinni. „Það er lítið um vinnu hérna. Eins og er er ég bara að vinna í sjoppu. Það er stundum og stundum vinna, aðallega á kvöldin. Ég er með 400 krónur á tímann. Ástæðan fyrir því að ég fór ekki í skóla var að ég hafði ekki efni á því eftir 10. bekk. Mamma og pabbi gátu ekki heldur styrkt mig," segir Kristín María. At- vinnuástandið á Dalvík hefur farið versnandi undanfarið, ekki síst eftir að kjúklingabúið þar í bæ fór á haus- inn í sumar. Forsprakki fátækra námsmanna er Aðalsteinn Jónsson, 18 ára gamall Akureyringur sem er atvinnulaus og hefur ekki efni á skólavist. „Ég var búinn að vera í eitt og hálft ár í Verk- menntaskólanum á Akureyri en þurfti að hætta vegna peningaleysis. Sumir hafa ekki komist í skólann enn þá vegna peningaleysis. Við eig- um ekki pening til að komast í skóla og biðjum landsmenn að hjálpa okkur.“ Spurð hvers vegna þau taki ekki lán fyrir skólavist segjast þau ekki vilja skuldsetja sig meira en orðið er. Hjalti Jón Sveinsson, rektor Verkmenntaskólans á Akureyri, telur það já- kvætt ef unglingar veki at- hygli á stöðu sinni. Hann segist hafa áhyggjur af vax- andi atvinnuleysi ung- menna. „Það er áhyggju- eftii að hlutfall þeirra á at- Hjalti Jón Sveinsson vinnuleysisskrá sem eru 16 Rektor Verkmennta- til 24 ára hefur aukist und- skólans á Akureyri hef- anfarin tvö ár. Nemendur, ur óhyggjur afskuld- sem taka hlé eða hætta setningu nemenda. námi og eru í brottfallshópi, áttu formleg samtök, en á annan tug áður auðvelt með að finna sér at- unglinga eru í hópnum. vinnu. Nú hefur harðnað á dalnum jontrausti@dv.is fyrir þau. Við vitum af því að nem- endur hætta námi vegna þess að þeir telja sig ekki hafa efni á því," segir hann. Spurður út í ástæður þess að nemendur hrökkhst frá námi segir Hjalti að skuldsetning hafi aukist. „Þeir borga skuldir. Bank- arnir hafa greinilega mjög mikinn áhuga á þessu fólki. Þeir hafa haft samband við okkur og biðja um að fá að kynna starfsemi sína hér í skólanum." Hópur fátæku nemend- anna hefur enn ekki stofnað Áralöngum málaferlum viö Kvenna- athvarfiö er lokiö Kvennaathvarfið sýknað Kvennaathvarfið var sýknað af kröfu Víðis ehf um leigu í Héraðs- dómi fyrir helgina. Ágúst Einarsson lögffæðingur og systkini hans áttu húsið en stofnuðu félagið Víði í kringum rekstruinn. Systkinin gleymdu þó að framselja kröf- una um vangoldna leigu til fé- lagsins og því stóð ekki steinn undir steini í málarekstrin- um. Kvennaathvarfið var sýkn- að og vonar lögmaður at- hvarfsins að allri mála- þrætu sé nú lokið. Krafan á hendur Kvennaathvarfinu nam um 1,6 millj- ónum. Athvarfið átti að rýma húsið í nóvember 2001 en fóru ekki út fýrr en í febrúar 2002. Sjálfar báru þær við erfiðleikum að finna nýtt hentugt húsnæði. Vegna þess hve málið var við- kvæmt stofnuðu Ágúst Einarsson og systkinin félagið Víðir ehf í kringum húsið. Víðir fór svo í mál við Kvennaathvarfið. Til þess að málið hefði gengið hefðu samt annaðhvort systkinin, sem áttu húsið meðan Kvennaathvarfið var í því, þurft að fara í mál eða framselja leigu- kröfuna til Víð- is. Hvorugt var gert og því var Kvennaat- hvarfið sýknað. Ágúst Einarsson prófessor Rak Kvennaathvarfið á dyr og vildi vangoldna leigu. Bók Halldórs Guðmundssonar Halldór Laxness til Þýskalands JPV útgáfa hefur samið við forlag- ið Random House/Bertelsmann um útgáfu á ævisögu Halldórs Laxness eftir Halldór Guðmundsson í Þýska- landi. Áður hafði bókin, sem væntanleg er fyrir jól, verið seld til Svíþjóðar. Jóhann Páll Valdmarsson segir þess ekki mörg dæmi að ís- lenskar ævisögur séu seldar erlendum útgefendum, hvað þá áður en þær eru komnar út hér heima. Halldór Guð- mundsson var á árum áður útgáfu- stjóri Máls og menningar, með an það forlag bar höfðuð og herðar yfir önnur forlög á íslandi, og vann þá ötuilega að því að koma íslensk- um höfundum á ffamfæri við er- lenda útgefendur. Það þótti tíðind- um sæta þegar hann gekk til liðs við JPV fyrir nokkrum mánuðum en hans hlutverk þar er einmitt það að huga að útrás íslenskra bóka. Random House / Bertels- hluti af einu stærsta bókafyrirtæki heims, og mun ævisaga Laxness koma út r . ■ Halldór Guðmundsson Hann hef- ur einkum fengist við að koma ís- lenskum höfundum á framfæri við erlenda útgefendur enernú sjálfur kominn með útgáfusamning við Random House/Bertelsman áður en bók hans er komin út hér heima. innbundin og mynd- skreytt hjá „btb“, for- lagi í eigu þess.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.