Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2004, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2004, Blaðsíða 21
DV Sport MIÐVIKUDACUR 22. SEPTEMBER 2004 2 7 „Ég hefði haldið að bestu dómararnir ættu að dæma stærstu leikina hverju sinni. Þetta er verulega dularfullt mál." Liverpool gekk lengra og sagði að með Xabi og Hamann á miðjunni væri ekki alltaf þörf fyrir Gerrard þótt hann sé vissulega mikilvægur leikmaður liðsins. skemmtilegan bolta og telur aðeins tímaspursmál hvenær það kemst að fullu í gang. „Patrick og Shearer munu skapa vandamál hjá öllum liðum sem við mætum og til þess er leikurinn gerður. f hvert sinn sem fyrirgjafir berast inn í teiginn og varnarmenn standa sig ekkia viltu enga aðra hafa í fremstu víglínu en þá tvo.“ Liverpool tók nýliða Norwich í kennslustund á Anfield og sigruðu 3 -0. Mikla athygli vakti stórleikur Xabi Alonso en hann stjómaði miðju Liverpool í fyrsta sinn eftir að Gerrard meiddist fýrir viku síðan. Alvöru leikmaður Stóð hann sig frábærlega og lýsti gamla brýnið Nigel Worthington, sem stjórnar Norwich, því yfir að þarna væri knattspyrnumaður sem almenningur væri reiðubúinn að greiða fyrir að sjá. Benitez, stjóri Sigur hjá Fulham Fulham lagði lánlaust Sout- hampton 1 - 0 en jafntefli varð milli Bolton og Birmingham annars vegar og Aston Villa og Crystal Palace hins vegar. Nýliðarnir Palace, Norwich og West Brom sitja kyrfilega í neðstu sætum úrvalsdeildarinnar eftir leiki helgarinnar. Southampton og Blackburn em þar fyrir ofan. albert@dv.is Slakthjá Inter Adrianoog félagar I Inter náðu aðeins jafntefli gegn Parma. Líf og fjör í ítalska boltanum Ekkert mál að tapa stigi Þjálfari Juventus kippti sér ekkert upp við að tapa stigum á heimavelli gegn smáliðinu Pal- ermo. Liðið fékk þar með á sig sitt fyrsta mark á þessu tímabili. Smærri félögin á Ítalíu héldu upp- teknum hætti og náðu sér flest í stig gegn sér stærri mótheijum. „Liðið spilaði vel og meðan það gerir það hef ég ekki miklar áhyggjur af þróun mála,“ sagði Fabio Capello, þjálfari Juventus eftir jafiitefli sinna manna á heimavelli gegn smáliðinu Pal- ermo. Þetta em fyrstu stigin sem Juventus tapar á þessari leiktíð og fyrsta markið sem liðið fær á sig en Capello virtist ekki syrgja það mikið. Hefur karlinn verið gagn- rýndur fyrir sífelldar breytingar á liði Juventus sem hingað til hafa þó borgað sig. Varnaijaxlinn Fabio Canna- varo var jafn rólegur yfir jafiitefl- inu og þjálfarinn, „Við fengum á okkur mark og verðum að sætta okkur við það. Það er alltaf hætta þegar svona lið sækja okkur heim því þetta er klassíkt Davíð og Gol- íat leikrit og smærri liðin njóta þess.“ Juventus heldur efsta sæti deildarinnar eftir leiki helgarinn- ar með U'u stig eftir fjóra leiki en smáliðin halda áfram að koma á óvart. Fyrir utan afrek Palermo á útivelli gegn Juventus náðu Mess- ina, Livomo og Siena öll stigi gegn stærri liðum. Er staðan í raun þannig að Lecce, sem seint verður talið til stórliða, er í öðru sæti á eftir Juventus og Messina í því þriðja. Enn merkilegra er þó að Lecce, Messina, Palermo, Chievo og Reggina hafa ekki tapað leik á tímabilinu en sem komið er. Inter slakir Inter slefaði jafhtefli gegn botnliði Parma á heimavelli og þurfti hjálp ffá Obi Martins, 19 ára nýliða, til að bjarga stigum en Parma komst tvisvar yfir í leikn- um. Heldur því harmsaga Inter áfiam en þetta stjörnum prýdda félag hefur verið heppið í undan- fömum leikjum og væm líklega í botnslagi ef ekki væri fyrir brasil- íska sóknarmanninn Adriano. Hann hefur skorað í öllum leikj- um liðsins fram að leiknum um helgina. Roberto Mancini vísar því þó á bug að hann sé ómissandi. „Það er einfaldlega ekki rétt. En það er svo annað mál að við erum enn að finna okkur og leikurinn gegn Parma sýnir það best. Við þurfum að taka til í vöm- inni og þá komumst við á rétta braut.“ Lið Lecce, undir stjórn híns sókndjarfa Zdenek Zeman, hélt sínu striki og vann sannfærandi sigur á Cagliari 3-1. Félagið er í öðm sæti sem er talsvert betri ár- angur en þeim var spáð af sér- ffæðingum. Þó skal þess getið að leikur Milan og Lazio fór fram eftir að blaðið fór í prentun, en með sigri kemst Lazio í efsta sætið ásamt JuventUS. albert@dv.is Aldrei þessu vant var spenna í Formúlu 1 - kappakstrinum Barrichello sigraði í Kína Endaspretturinn í Formúlu 1 keppninni sem fram fór í Kfna í gær var hörkuspennandi. BarricheUo, Button og Raikkonen börðust um sigur frarn á síðustu stundu og sýndu kínverskum áhorfendum allt það besta sem keppnin hefúr upp á að bjóða. Aldrei þessu vant gekk aUt á afturfótunum hjá heimsmeistar- anum Michael Schumacher Það var handagangur í öskjunni í fyrsta Formúlu 1 kappakstrinum sem haldin var í Kína um helgina. Rubens BarricheUo sigraði en Kimi Raikkonen og Jenson Button voru í rassinum á honum aUan tímann. Þetta er annar sigur BarricheUo á tímabUinu. Heimsmeistarinn Mich- ael Schumacher átti í tómu basli og kom tólfti í mark að lokum. Kappaksturinn á glænýrri braut- inni í Kína var spennandi frá upp- hafi tU enda þrátt fyrir að BarricheUo hafi haldið forystunni aUan tímann á Ferrari bfi sínum. Jenson Button hjá BAR-Honda og Kimi Raikkonen hjá McLaren héldu honum þó sann- arlega við efhið aUa 56 hringina. Virtist litlu skipta að Button tók að- eins tvö viðgerðarhlé meðan Raikkonen og BarricheUo tóku þijú. í lokin var forskot BarricheUo aðeins 1.035 sekúndur á Button og Raikkonen aðeins 0.434 fyrir aftan Button. BarricheUo sagði sigurinn sætan en hann hafi vitað fyrirff am að ekki yrði hlaupið að neinum sigri. „Þetta var erfitt. Það var mikil pressa á mér en mér tókst að slaka á í hléum. Þau tókust vel og okkur tókst að opna bil í næsta bU og það hélt aUa keppnina. En ég er ánægður því aUan tímann í vetur hef ég reynt að hanga í sama fari og Schumacher og núna gekk aUt að óskum." Fernando Alonso hjá Renault og Juan Pablo Montoya komu næstir í mark 30 sekúndum síðar og voru því aldrei með í baráttunni. Heims- meistarinn Michael Schumacher átti óvenju slæma helgi. Hann fann sig Ula í tímatökum fyrir keppnina og varð að skipta um vél í bU hans áður en tíl keppninar sjáiffar kom. Hann var sextándi þegar tíu hringir voru búnir og lenti skömmu síðar í árekstri við Christian Klien sem ekur Jagúar. Klien varð að hætta en Schumacher gat þó haldið áfram. Síðar varð lofflaust í einu dekki bUsins og dró það endanlega úr möguleikum hans á að ná sér á strik. Það var þó öUum ljóst að Schumacher átti aldrei raunhæfa möguleUca á að vera meðal efstu manna og endaði í tólfta sætí. Hann getur þó huggað sig við að eiga sneggsta hringinn þrátt fyrir öU óhöppin sem hann lenti í. henry@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.