Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Qupperneq 30
var á íslandi þjóðhátíðarsumarið 1874 og hefir ritað
langt mál um dvöl sína hér þá; heíir enginn verið
illgjarnari í garð íslendinga en hann. Hinn er Frið-
þjófur Nansen, þótt í stuttu máli sé.
Til er eftir Friðþjóf Nansen kver nokkurt, sem
hann nefnir »Friluftsliv (blade af dagboken)«, prent-
að 1916, og eru þar birtar minnisbókagreinir hans frá
ýmsum tímum, þar á meðal úr för hans til íslands og
Jan Mayen árið 1900. »íslandsför« hans þá var í því
fólgin, að hann stóð við í tvo daga á Pingeyri í Dýra-
firði. Segist hann þá hafa skroppið snöggvast þaðan
og heimsókt agamalt skáld«, sem hann nefnir »Sig-
vathor Grimsson« (þ. e. víst Sighvatur Borgfirðingur);
hafi þá Sighvatur staðið að slætti, krókboginn; hafi
hann einmitt hitt svo á, að Sighvatur hafi verið að
reyta grasið af þúfnakolli með stuttu orfi. Höfundur-
inn segist þá hafa hreyft því, að seint myndi ganga
að slá slíkan túnvöll, allan eitt þýfi; hvernig menn
gætu farið svona að ár eftir ár. Sighvatur hafi þá
rekið upp stór augu og spurt, hvernig fara mætti að
á annan hátt. »Eg hélt því þá fram«, segir höfundur,
»að betra myndi að plægja völlinn og slétta«. »Nei«,
kvað Sighvatur (að orðum höfundar); »miklu minna
til grasvaxtar verður þá yfirborðið!« Pö segir höf-
undurinn, að dæmi hafi þá verið orðin til plæginga
á íslandi. Aftur hafi hann tólf árum fyrr, er liann
kom til íslands á leið til Grænlands, keypt eina hest-
inn, sem þá hafi verið reyndur fyrir plógi á íslandi
og ætlað til dráttar (sleða) á Grænlandsjöklum. Eftir
raus nokkurt og skop að ritstörfum mannsins, sem
bauð honum inn og sýndi honum ævisagnasafn, er
hann hafði samið um presta á íslandi, eru þessi nið-
urlagsorð höfundar: y>Svona er ísland [þ. e. íslend-
ingar]! Pað svignar undan minjum, sem kyrkja það,
lifir í fornöldinni, gleymir nútímanum — og notar
stutta orfið«.
Höfundurinn (Friðþjófur Nansen) hefir sjálfsagt ekki
(26)