Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Side 43
aö hann hafi fyrstur fundið ísland. Fyrsti prentarinn
á íslandi, síra Jón Mattíasson var sænskur. En þeg-
ar frá eru talin þessi atriði, mun ekki verða margt
fundið, er tengi þessar þjóðir saman, annað en sam-
eiginlegur uppruni, og svo auövitað fornrit fslendinga,
sem Svíar urðu fyrstir til að sinna til prentunar og
heil stétt fræöimanna stundar nú á síðari áratugum
þar, svo sem raunar í mörgum löndum öðrum.
Pað var svo á 19. öld, þegar þjóðræðisbaráttan stóð
sem hæst um löndin, að þá var eins og óheitbund-
ið og óskráð fóstbræðralag með öllum hinum fremstu
baráttumönnum þjóðanna, hvar í löndum sem heima
áttu. Pegar því Jón Sigurðsson tók að heyja baráttu
sina í þágu íslands utan íslands og utan Danmerkur,
á véttvangi þeim, sem hann skapaði í blöðum ýmissa
þjóða, þá risu upp allir slikir skoðanabræður um
þjóðræði og veittu honum brautargengi, hver á sinn
hátt, og bezt þeir, sem merkastir voru. En einmitt i
þeim flokki var þá mest mannval með öllum þjóð-
um. Vér höfum áður (í Almanaki í fyrra) getið nokk-
uð um Dani; nú höfum vér og nefnt nokkura Norð-
menn. En þá komum vér að Svíum. Pað mun vart
koma nokkurum á óvart, sem kunnugur er sögu Svía
á 19. öld, að í þessu efni verði fvrir oss tveir menn,
sem í minningunni eftir á standa sem heitbundnir
fóstbræður í heimalandi sínu. Fóstbræðralagið tók
einnig til afskipta þcirra af íslandsmálum, jafnskjótt
sem þeim rann blóðið til skyldunnar og vitneskja
barst þeim um það, hversu til hagaði. Pessir tveir
menn voru skáldið Rydberg og stjórnmálamaðurinn
Hedlund.
Vikíor Rydberg.
Hann hét fullu nafni Abraham Viktor Rydberg og
fæddist í Jönköping28. dec. 1828. Hann missti foreldra
sína á ungum aldri og átti mjög erfltt í æsku, eink-
umveitti honum þunglega að geta stundað skólanám,
(39)