Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Page 50
stofuvaldi Svía; aftur á síöasta áratugi aldarinnar
felldi hann sig ekki við stefnu þeirra norsku vinstri-
manna, er lengst gengu í úrlausn deilunnar um utan-
ríkismál og ræðismenn.
í blaðamennsku var Hedlund viðbrugðið fyrir það,
hve vakandi hann var, skjótur til andsvara og hepp-
inn i átökum, áhugasamur um alla hluti, og þókti ekki
dælt við hann að eiga í ritsennu; en vinsæll var hann
mjög af þeim, sem með honum unnu, og af undir-
mönnum sínum. Hann sat í ríkisdegi Svía um hrið;
var fulltrúi Gautaborgar í annarri málstofu 1867—9
og 1879—83, fulltrúi Gautaborgar og Bohus-léns í
efri málstofu 1875—6, en Kristjánsstaðar-léns 1886
—9. Hann taldist nánast (og að fullu um tíma) til
bændaflokksins í ríkisdeginum, en var aldrei eigin-
legur flokksmaður. Hedlund átti í ríkisdeginum sæti
í fjölda nefnda og stundum hinum merkustu. Hed-
lund átti frumkvæöi eða bar upp margvísleg um-
bótafrumvörp í ríkisdeginum; af þeim má nefnaprent-
frelsislög, frumvarp um aukinn kosningarrétt, frum-
varp um heilnæma og ódýra bústaði handa daglauna-
mönnum o. fl. Hedlund sat í bæjarstjórn Gautaborg-
ar um þrjá áratugi, og átti hann mikinn þátt í fram-
förum þeim, sem borgin tók á þeim tíma, t. d. eink-
um skólamálum og þurfamannamálefnum. Hann var
höfuðstofnandi Gautaborgarsafnsins, og hann barðist
kappsamlega fyrir báskólastofnun í Gautaborg. Hed-
lund heflr ekki ritað mikið utan blaðs síns, sem varla
er að vænta, en helzt er þar til að nefna ritgerðir
um þjóðleg umbótamálefni, einkum varnarmál. Aftur
á Hediund mikil ítök í Viktor Rydberg; vinátta hans,
þróttur og stuðningur hafði geysileg áhrif á þroska
Rydbergs og framkvæmdir.
Hedlund lagöi nokkuð til íslandsmála, og verður
hans að því leyti getið nokkuru nánaraí riti þjóðvina-
félagsins um Jón Sigurðsson, síðasta bindi.
(46)