Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Side 52
son, forseti efri deildar Guðmundur Ólafsson (e. k.)
og neðri deildar Benedikt Sveinsson (e. k.).
Jan. 25. Bæjarstjórnarkosning í Rvík.
— 31. Skjaldarglima Ármanns háð í Rvík.
Um mánaðamótin, eða snemma í febrúar, brann
hús i Hrisey, og húsmunir i þvi einnig.
Febr. 3., aðfn. Brann hús i Bolungarvík. Húsmunum
varð bjargað af neðri hæð.
— 3. íslandsbanka lokað.
— 10. Brann bílaskúr í Skildinganesi.
— 21., aðfn. Jarðskjálftar á Reykjanesi. Byrjuðu nm
miðnætti og var sífelld hræring fram á dag.
Seint í þ. mán. varð skriðuhlaup i Öræfum og
tók með sér hesthús með 6 hestum í og 4 þeirra
fórust,
Mars 2. Hlaup i Hvítá í Árness sýslu, og í Ölfusá, og
olli miklum sköðum fjárs og heys á nokkurum
bæjum, og 1 hross fórst, og brú tók af Hvítá, hjá
Brúarhlöðum.
— 14., aðfn. Brann að miklu bökunarhús i Rvik.
— 15. Fannst lítill jarðskjálftakippur í Rvík.
— 18. Brann timburhús, Skógar, í Skildinganesi.
Nokkuru varð bjargað af innanstokksmunum.
— 21., aðfn. Strandaði enskur botnvörpungur, Ed-
wardian, nálægt Hjörsey á Mýrum. Mannbjörg
varð (nema 1 dó af vosbúð).
— 26. Strandaði færeyskur kútter, Ernestine, skammt
frá Bjarnarvík, nálægt Selvogi. 17 björguðust (en
9 fórust).
í þ. m. sást talsverður hafíss-hroði út af Siglunesi.
Apr. 2., aðfn. Strandaði enskur botnvörpungur, Eske,
á Helguskerjum sunnan við Vestmannaeyjar.
Mannbjörg varð.
— 5. Fjögur hundruð ára afmæli prentlistarinnar
hér á landi hátiðlegt haldið i Rvik. í tilefni af þvi
var saga prentlistarinnar gefln út.
— 8. Miklir jarðskjálftar á Reykjanesi.
(48)