Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Qupperneq 53
Apr. 12. Tók útvegsbanki íslands (fyrr íslandsbanki)
til starfa.
— 13. Kom til Rvikur frægur flðluleikari franskur,
Henri Marteau, prófessor, og hélt nokkura hljóm-
leika. Fór heimleiðis ’/e.
— 19. Alpingisfundum frestað til ,e/e-
— 23. Brann kvikmyndahúsið á ísafirði, til grunna,
og ieikbúnaðurinn brann einnig.
Maí 1. Hval, hauslausan, fundu menn af Grímsstaða-
holti við Rvík, úti á svonefndu Djúpi. Drógu peir
hvalinn upp í Grímsstaðavör. Lengd hans var um
35—40 álnir.
— 2. Féll hestur með kolavagn í eftirdragi út af
hafnarbakka í Rvik og drukknaði.
— 6., aðfn. Strandaði þýzkur botnvörpungur við
Ingólfshöfða. Mannbjörg varð.
— 11. Brann innan, tveggja hæða hús á Siglufirði.
Nokkuru varð bjargað af neðri hæð, en engu af
annari.
— 19. Kom strandvarnarskip, Súðin, til Rvíkur frá
Gautaborg, ný-keypt.
— 31. (og */e) var 50 ára afmæii gagnfræðaskólans
nyrðra hátiðlegt haldið.
Júní 9. Vígð höfnin í Borgarnesi.
— 10. Gamla Fiensborgarskólahúsið í Hafnarfirði
skemmdist af bruna.
— 13. Kom til Rvíkur skemmtiskip stórt, Antonia,
frá Vesturheimi. Meðal farþega voru um 200 al-
þingishátíöargestir. Skipið fór daginn eftir.
— 15. Kosning þriggja landkjörinna þingmanna.
Kosin voru: Pétur Magnússon bankastjóri, Jónas
Jónsson ráðherra (e.k.), og frú Guðrún Lárusdóttir.
— 17. Afmæli Jóns Sigurðssonar.
— 22. Brann bærinn í Miklaholti á Snæfellsnesi.
Bjarga tókst fatnaði og innansíokksmunum.
— 24. Kom enskur flugbátur til Rvíkur. Flaug til
Pingvalla.
(49)
4