Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Síða 54
Júní 25. Komu konungshjónin og krónprinz Svía til
Rvíkur. — Hófst norrænt stúdentamót í Rvík.
Voru á pví 88 danskir stúdentar, 23 flnnskir, 3
færeyskir, 23 norskir, 91 sænskir, og um hátt á
þriðja hundrað islenzkir.
— 26. Kom upp eldur í húsi við Bókhlöðustíg í Rvík.
Hafði kviknað út frá rafmagnsstraubolta. Skemmdir
urðu talsverðar, áður en slökkva tókst.
— 26.—28. Haldin alþingishátíð á Pingvöllum, í til-
efni þess, að á árinu voru 1000 ár liðin frá stofnun
alþingis. Á hátiðinni var fjöldi fólks, um 35 þús-
undir, þegar mest var. Par voru konungshjónin,
krónprinz Svía og erlendir fulltrúar. — !8/a kom
alþingi saman á Pingvöllum.
Mörg lönd gáfu gjaflr eða ávörp, eða hvort
tveggja, og fleiri gjafir voru gefnar. Konungurinn
gaf fornritafélaginu 15 þúsund krónur. — (”/«)•
Undirskrifaðir gerðardómssamningar milli íslands
og annara Norðurlandaríkja. — Stofnað á Pingvöll-
um skógræktarfélag íslands. — Íslandsglíman háð
á Pingvöllum. Sígurður Thorarensen hélt glímu-
konungstitli sínum, en fegurðarglímukonungur
varð Porsteinn Kristjánsson.
í tilefni af afmælinu voru slegnir minnispeningar
og gefið út alþingismannatal með myndum. — í
tilefni hátíðarinnar komu herskipin: Niels Juel
(með konungshjónin), Oscar II (með sænska krón-
prinzinn), Tordenskjöld, norskt, Rodney, enskt,
og Suffren, franskt, og var hið franska mjög stórt,
en hið enska þó stærra. Einnig komu lystiskipin
Hellig Olav, Meteor, Polonia og Stella Polaris.
Snemma í þ. m. kom flugvél, er Albert Jóhann-
esson á Vifllsstöðum hafði útvegað sér. — í þ. m.
var vélbátur, Grímur geitskór, fluttur á Pingvalla-
vatn, — Kveðinn upp dómur af lögreglustjóra
Rvíkur, í morðmáliuu frá í0/u 1929, og var morð-
inginn dæmdur í 16 ára tyftunarhúss-vinna.
(50)