Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Page 56
Okt. 15., aðfn. Rak línuveiðara Óskar, frá Vestmanna-
eyjum, á sker nálægt Lundey á Skagaflrði og sökk
daginn eftir. Mannbjörg varð.
— 20. Strandaði vélskip, Iho, við Gjögur. Mann-
björg varð.
— 21., aðfn. Yfirgaf skipshöfn, fyrir sunnan land, af
vélskipi Ametu, skipið, vegna leka, en þýzkur botn-
vörpungur bjargaði skipshöfninni og dró Ametu,
en dráttartaugin slitnaði, og sást Ameta ekki eftir
það, og mun hafa sokkið.
í þ. m. var míkil bráðapest i sauðfé í sveitun-
um kringum Akureyri.
Nóv. 7.-8. Urðu smá-fjárskaðar á Langanesi.
— 30., aðfn. Brann bærinn í Fagraness-koti i Aðaldal,
ásamt timburhúsi áföstu við bæinn, til kaldra kola.
Nálega engu af innanstokksmunum varð bjargað,
og eitthvað af skepnum hafði brunnið inni.
Landsstjórnin keypti 5 sauðnaut og komu þau
4. þ. m., og voru flutt að Gunnarsholti. S. d. komu
og 2 sauðnaut, er Ársæli Arnason o. fl. keyptu, og
voru þau flutt að Grund i Skorradal.
Dec. 1., aðfn. Sló eldingu niður i símastöðina i Flögu
í Skaftártungu. Húsið brann alveg, og flest eða
allt brann af innanstokksmunum.
— 1. Fullveldisdagurinn.
— 2. Manntal um allt land. — Kom nýkeypt strand-
ferðaskip, Pór, til Rvíkur.
— 5. Brann bærinn á Syðrihóli í Kaupangssveit.
Nokkuru varð bjargað af innanstokksmunum og
litlu af matvælum. — Strandaði þýzkur botnvörp-
ungur nálægt Aiftaveri (?). Mannbjörg varð.
— 7. Skemmdist íbúðarhús á Siglufirði, af bruna.
— 14. Vigð ný kirkja á Stórólfshvoli.
— 19. eða 20. Strandaði enskur botnvörpungur, Lord
Fisher, skammt austan við Rifstanga á Melrakka-
sléttu. Mannbjörg varð.
— 20. Tók landsspitalinn til starfa.
(52)