Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Blaðsíða 77
Salerni í sveitum.
Eftir Guðmund Hannessson.
Víða er þess getið í sögum vorum, að salernivoru
á bæjum, og sennilega hafa þau verið áhverjum bæ.
Petta breyttist, eins og margt annað, þegar alltkomst
hér í kaldakol, og fyrir mannsaldri síðan voru ná-
Iega engin salerni í sveitum og jafnvel misbrestur á
þeim í kauptúnunum. Síðan hefur þeim fjölgað, en
þó er svo enn, að fjöldi sveitabæja er salernislaus,
og jafnvel sum kauptúnahúsin. Pví miður eru engar
skýrslur um þetta, og er þó margt talið, sem óþarf-
ara er að vita deili á, því að hér er um ekkert hé-
gómamál að ræða.
Sannleikurinn er sá, að salernaleysið er hreinn
smánarblettur á landi og pjóð, órækur vottur um ó-
þrifnað og menningarleysi, hirðuleysi um þýðingar-
mikið heilbrigðismál og lélegan búskap.
Ég veit það vel, að margur sómamaður hefurbúið
allan sinn aldur salernislaus, en það breytir engu í
þessu máli. Slíkt var afsakanlegt fyrrum, en ekki á
vorum dögum, því að hér er ekki um pann kostnað
að ræða, sem sé tilflnnanlegur fyrir þá, sem vilja.
Hins vegar eru óþægindin auðséð, óþrifnaðurinn og
áburðartapið, en vansæmdina þekkja þeir bezt, sem
ferðazt hafa um landið með útlendum ferðamönnum.
Peir eru algerlega forviða á því, að slíkt skuli geta
átt sér stað hjá þjóð, sem kallast menningarþjóð, og
dæmi eru til þess, að þeir hafi flutt með sér salerni
á ferðum sínum um landið. Fylgdarmennirnir eru
sífellt að reyna að breiða yfir ósómann með ýmsu
móti, forðast að koma við á salernislausu bæjunum
o. s. frv., en tekst þetta sjaldnast fyllilega.
Við allt þetta bætist sýkingarhœttan. Saur er ætið
(73)