Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Qupperneq 79
leiðbeíníng sýndi. Hurð og lamir, seta o. þvíl. fylgdi
auðvitað með. Sambandi kaupfélaganna lægi næst að
gangast fyrir þessu, og sómi væri það fyrir félags-
menn, ef þeirgengju á undan öðrum i þessu mál.
c) Til þess að létta fátækum bændum salernis-
kaupin, ætti verzlunin að lána pau, ef þörf gerðist,
til 5 ára, þannig að salernisverðið væri að fullu
greitt á þeim tíma með jöfnum árlegum afborgunum.
d) Ef það kæmi í ljós, að þessi ráð dygðu ekki,
mætti á ýmsan hátt knýja bændur til þess að leysa
þessa skyldukvöð af hendi, t. d. binda allan jarða-
bótastyrk við það skilyrði, að sæmilegt salerni væri
á bænum. Ég geri ráð fyrir þvi, að tæpast þurfi að
gripa til þessa ráðs, enda nóg komið af alls konar
nauðungarráðstöfunum og frelsisráni hér á landi.
það stendur sennilega að minnstu leyti í mínu
valdi að hrinda þessum atriðum í framkvæmd, en
ég get þó bæði vakið máls á þessu og reynt að gefa
Ieiðbeiningu um smiðið.
Pað getur verið álitamál, hver salerni séu hentug-
ust í sveilum. þar sem bæði er vatnsveita og skólp-
veita í húsinu, mun oftast hyggilegast að gera vatns-
salerai innan húss. Éó að áburðurinn fari þáforgörðum
að mestu eða öllu leyti, eru þægindin og þrifnaðar
aukinn svo mikill, að ekki er í þetta horfandi. Slík
salerni hreinsa sig sjálf, og lítil sem engin ólykt staf-
ar af þeim, ef allt er í lagi, en vandlega verður að
gæta þess, að frost nái ekki til þeirra og frárennslis-
pipan þarf að vera svo djúpt í jörð, að hún geti alls
ekki frosið. Um þetta þarf vandlega að hugsa, áður
en salernið er gert. Sjálfur salernisklefinn þarf ekki
að vera öllu stærri en 0,90—1,00 m á breidd og 1,20
á dýpt. Oft er hann bezt settur í kjallara, ef húsið
er lítið og einlyft. Éar sem því verður komið við.
Sem stendur (1931) kosta uppsett vatnssalerni um 125
kr. í Reykjavik.
Ég hefi að eins séð vatnssalerni á einum sveitabæ
(75)