Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Blaðsíða 84
vel. Nú eru vænir lislar negldir innan á salernishlið-
arnar, sem negla megi í framhlið setunnar og setu-
lokið. Framhliðin er gerð um 40 sm há, og yflr hana
kemur svo setulokið með setuopinu. Verður þá setu-
hæðin frá gólfi um 4 2 sm. Réttast er að láta gólf-
borðin ná að eins að setunni (framhlið), en ekki
ganga inn undir framhliðina. Gott er að klæða mið-
bik framhliðar að innan með járni, svo að þvag nái
ekki að bleyta viðinn.
Pá er að lokum eftir að smiða dálitinn skeinis-
blaðastokk og festa hann á hentugan stað á veggnum,
þar sem vel má ná til hans með hendinni. í hann
má aldrei vanta blöð!
Hvernig lítur svo þetta menningarmusteri út full-
smíðað? Pað má sjá á fyrstu mynd. Að sjálfsögðu
gæti þakið verið flatt skútaþak og sperrur engar.
Efni í salerni það, sem myndin sýnir, er þetta:
240 fet 1X6" ptægð borð á 17 a. fetið — kr. 40.80
65 — 3X3" tré á 20 a. fetið............= — 13.00
Allur salernisviður kr. 53.80
Verðið er miðað við útsöluverð í Rvík 1931. Við
þetta bætast raftar yflr forina, ef torfþak er á henni.
Komið gæti það til tals að klæða alltsalernið með
einföldu bárajárni i stað borðann, en vafasamt er að
það borgi sig. Snjór vill brjótast inn með samskeyt-
um, naglar losna smám saman og kuldaleg vistarvera
er slíkt salerni.
Aðalkostur forarsalerna er sá að sleppa við tæmingu
og hreinsun á saurkagga, sem ætíð vill fara íhanda-
skolum. Hins vegar hafa öll útisalerni þann mikla
galla, að konur og börn hafa þeirra lítil not i hrið-
um og illviðrum að vetri til. Petta hefur leitttilþess
erlendis, að útisalerni hverfa og ýmisleg innisalerni
koma í þeirra stað, aðallega vatnssalerni.
En er þá enginn vegur til þess að gera inuangengt
í venjulegt forarsalerni?
(80)