Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Qupperneq 88
var hún svo hjartagóð og höfðinglunduð, að hún
mátti ekkert aumt sjá; því hafði hún og annað kenn-
ingarnafn og var kölluð landsins móðir. í fyrri tíð
gengu ýmsar sögur af orðum og atvikum, og mátti
af þeim ráða, að Rannveigu hefðu með réttu verið
gefin þessi kenningarnöfn, þó að flest sé þetta gleymt
nú. Til marks um þetta er það, að haft er eftir henni
við eitthvert tækifæri: »Paö er hátíðin aumingjanna,
þegar kýrnar bera, en þá koma helvítis höfðingjarnir
og hafa út hjá þeim kálfana«. Pó fylgdi það sögunni,
að komið hafi fyrir, að eitt sinn hafi hún sjálf þurft
að fá kálf hjá fátæklingi, vegna gesta, er fagna þurfti,
en svo vcl hafði hún fyrir goldið, að til var tekið
og í minni lagt.
Pegar þessi hjón voru í Bjarnanesi, hafðist við
kerling ein, sem Ásgerður hét, þar sem heitir i Ás-
gerðartóptum. Ásgeröur þókti vera forspá um marga
hluti. Hún átti tvo sonu; þóktu þeir vera ódælir mjög
og ófyrirlátsamir. Síra Benedikt gekk oft til tals við
kerlingu þessa, og sagði hún honum ýmislegt fyrir,
sem seinna kom fram. Einu sinni sagði hún honum,
að mikill matur myndi aílast á Góunni; en svo leið
til Góuloka, að ekkert bar til gæða. Síðasta sunnu-
dag í Góu kom hún til kirkju, og sagði þá prestur
við hana, að nú hefði henni illa brugðizt. »Ekki er
öll Góa úti enn«, segir hún, enda kom það fram; á
Góuþrælinn reru öll skip og þrihlóðu sig af fiski.
Pað var einhverju sinni, að síra Benedikt var kom-
inn í málaþrætur og hafði fengið stefnu til alþingis.
Áður en hann lagöi af stað til þings, fór hann til
fundar við Ásgerði kerlingu og spurði hana þessum
orðum: »Hvernig heldur þú, að mér gangi nú, gamla
mín?« Hún svaraði: »Hætt muntú komast, en heittú
á mig, ef þú kemst klakklaust, þá kom þú aldrei "
drengjum mínum undir lög og dóm«. Ekki er meira
sagt af viðræðum þeirra. Pegar prestur kom til al-
þingis, mættu bonum, auk annars, ákærur úr ná-
(84)