Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Blaðsíða 90
æra hina og bætti þessu við: »Helvitið heitt og breitt
haldi þér niðri!« Út úr þessu flugust þær á, og barst
leikurinn upp á Flatatún. En svo fór, að Rannveig
mátti til að láta undan, og hafði kerling sitt fram,
að bryðja beinin. Pegar þær voru sáttar orðnar, gaf
Rannveig kerlingu spesíu, því að hún kvaðst meta
svo mikils dugnað hennar og einlægni.
Pað er meðal annars sagt af dugnaði og fram-
kvæmdum Rannveigar, að hún lét ryðja veg yflr heiði,
sem nefnd er Bjarnanesheiði; er þar bæði að norðan
og sunnan ófær gljúfur og hamrar. Var þetta gert til
þess, að Nesjamenn ættu skemmri leið að nytja
skógarítök, sem þeir eiga norður i Pórísdalsskógum.
Er þessi vegur þvi nær helmingi styttri en sá, sem
annars yrði farinn, og heflr með litlum umbótum
verið notaður til þessa.
Einu sinni bað Rannveig frægan skipasmið suður
í Öræfum að smíða skip þar fyrir sunnan og færa
sér það. Pegar hann kom með skipið inn um Horna-
fjarðarós, galt hún honum það ríflega með peningum, *
en spurði hann jafnframt, hvort hann væri nú á-
nægður. Hann kvað svo vera, en lét þó á sér heyra,
að hann ætti þetta. Sækir Rannveig þá stóran klæðis-
stranga, fær smiðnum og segir, að þetta skuli hann
hafa fyrir ferðina. Pókti smiðnum þá sem hún hefði
tvígoldið alla fyrirhöfn hans.
Pað er sagt, að Rannveig væri mjög vinnuhörð og
stjórnsöm á heimili sínu, refsaði harðlega þeim, sem
eigi vildu framkvæma skipanir hennar, en launaði
ríkulega þeim, sem gerðu eftir hennar geði. Einu
sinni hélt hún vinnumann, sem Árni hét; var hann
verkmaður góður og afburða-slátturaaður. Pá voru
eigi notaðar slægjur frá Bjarnanesi, nema i Skógey, +
og er hún fljótslegin, því að hún er öll slétt Ieira.
Aldrei lét Rannveig nema eina rakstrarkonu fylgja
einum sláttumanni, og ef ljá lá hjá einhverri að kveldi,
flengdi hún hana. Sú, sem raka skyldi eftir Árna,
(86)