Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Qupperneq 92
gefið eða keypt, en þess var enginn kostur. Brynj-
ólfur leggur þá til við förunauta sína (því að löngum
þókti hann ófyrirleitinn) að taka heyið af karli með
valdi, og samþykktu hinir það. En karl var ekki
uppnæmur, því að þegar hinir fóru að sækja að
honum, grípur hann einn skólastrákinn og ber hina
með honum. Urðu hinir þá frá að hverfa og undu
illa við leikslokin. Nokkurum árum seinna, þegar
Brynki þóktist hafa fengið fullan þrótt, var hann á
ferð með yfirmanni nokkurum í Öræfum, og mætir
hann þá sama karli á Nessandinum, sem svo er
nefndur, og segist nú skulu launa honum forna leik-
inn. Förunautur hans letur hann að eiga nokkuð illt
við karl þenna, þvi að honum muni ekki auðnast
að sigra hann. En þess er enginn kostur annar en
að Brynki vilji freista þess. Urðu þær lyktir á viður-
eign þeirra, að karlinn setur hann á kaf ofan i læk,
sem þar rennur og Melalækur heitir, og varð föru-
nautur hans að bjarga houum, þvi að hann var eigi
sjálfbjarga. Ekki er þess getið, að fundum þeirra
hafi oftar borið saman.
Meðan síra Benedikt var prestur í Bjarnanesi, voru
4 prestar hver eftir annan á Sandfelli. Einn af þeim
(eigi er getið nafns hans) lagði ástarhug á stúlku,
sem þau hjónin i Bjarnanesi höfðu alið upp. En
Rannveig stóð i móti þvi af alefli, að þau ættust,
því að hún vildi gifta hana frænda sínum. En stúlkan
vildi heldur eiga prestinn, og fór hann austur að
Bjarnanesi að vitja meyjarmálanna. Tók Rannveig
þá stúlkuna, færði hana úr öllum fötunum og byrgði
hana svo inni hjá þessum frænda sínum; ætlaðist
hún til, að hann tæki hana nauðuga, en hann lét
hana óáreitta. Pegar prestur sá, í hvaða óefni komið
var fyrir honum með þetta, fór hann inn að Stóru-
Lág. Par bjó þá karl einn, sem Bárður hét; var hann
bæði sterkur, harður og einlægur. Penna karl fekk
prestur til liðs við sig, til að ná stúlkunni. Pegar
(88)