Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Qupperneq 98
ekki, nema hann fengi þriggja ára gamlan hákarl.
Hefðu þær þá farið í stigbrækur sínar og lagt upp
til þess að sækja hákarlinn, en á meðan hefði hann
ætlað að strjúka og lagt af stað, og er hann hefði
verið skammt kominn, hefðu þær náð sér og komið
með hákarlinn. Sagðist hann svo hafa etið þenna há-
karl, en látizt vera jafnveikur eftir. Heíðu þær þá
enn viljað leita sér lækninga, og sagði hann þá, að
lítill vegur væri, aö sér batnaði, ef hann fengi 12 ára
gamlan hákarl. Hefðu þær þá aftur lagt af stað og
gert ráð fyrir að fara önnur á Langanes, en hin á
Hornstrendur; hlytu þær nú brátt að koma, og bað
Þórð nú að frelsa sig frá þeim. Pórður sagði, að hann
skyldi standa hjá sér við kolagröfina. Sjá þeir nú,
hvar þær koma, og eru heldur stórstígar. Kemur fyrst
stanz á þser, er þær sjá kolareykinn. En þegar þær
sjá ekki fleiri menn en þá Þórð og smalamann, halda
þær áfram og rétta hákarlinn að smalamanni og segja:
»Tólf ára gamlan hákarlinn, maður! Tólf ára gamlan
hákarlinn, maður!« Sú yngri var nærgöngulli ogætlaði
að þrífa til smalamanns. Pórður hafði hitað járntein
í eldinum, og var hann glóandi; brá hann honum upp
undir skessuna, um leið og hún ætlaði að grípa
smalamann. Hljóðaði hún þá upp og hörfaði frá.
Skellihló þá hin og sagði: »Pað er auðséð, að þú
þekkir ekki hann Pórð á Brekku eins og eg«. Pórður
sagði þeim þá að láta smaiamann sinn í friði og
glettast ekki við sig framar, ella myndu þær hafa illt
af. Segir ekki meira af orðaskiptum þeirra, en mál
manna var, að Pórður hefði átt við skessurnar fyrr,
að minnsta kosti þá eldri.
Pegar Pórður bjó í Pórisdal, hafði hann ráðskonu,
sem Helga hét. Hann átti barn með henni, og kast-
aði hún því út. Fyrir það var hún dæmd til lífláts,
og var henni drekkt á alþingi. Sagt er, að Jón byskup,
bróðir Pórðar, hafi beðið honum vægðar (sumir segja,
að það hafi verið sök sú, sem áöur er getið um) og
(94)