Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Blaðsíða 99
að byskupsfrúin hafi sagt, að hún myndi hafa frels-
að Helgu, ef sér hefði ekki litizt illa á hana.
Sama daginn sem Helgu var drekkt, var Þórður í
flskiróðri. Tóku menn þá eftir þvi, að hann tók allur
að þrútna. Hann var í peysu silfurhnepptri, og gildn-
aði hann nú svo, að hnapparnir hrukku af peysunni.
Og er hann hafði verið svo um stund, sagði hann:
»Nú er það úti!« Komst hann svo i samt lag aftur,
og bar ekki á neinu.
Sumir segja, að Helga hafi tvisvar kastað út barni
sinu áður og Pórður þá hjálpað henni svo, að hún
komst ekki undir manna hendur, en í þetta skipti
gerði hann það ekki, og var honum lagt það til ámælis,
því að talið var, að hann myndi hafa getað það með
hægu móti.
Líklega eru munnmælin um Pórð og sök hans og för á kon-
ungsfund af þvl sprottin, að honum var kennt barn, sem hann
sór fyrir, en sú hét Steinunn, er honum kenndi. Má og vera, að
sagnirnar um Helgu ráðskonu hans séu einhvern veginn af
þvi ýktar.
4. Sagnir nm síra Magnús Ólafsson í Bjarnnnesi.
Sira Magnús Ólafsson var prestur i Bjarnanesi 1785—1829, en
andaðist 1834, 89 ára gamall. Hann var sonur Ólafs sýslumanns
klaka i Haga, Árnasonar. Honum er svo lýst i prestasögum, aö
hann hafi verið vel gefinn maður og stilltur.
Um aidamótin 1800 var prestur í Bjarnanesi Magn-
ús Ólafsson. Honum er svo lýst, að hann hafi verið
hugmaður mikiil og gengið að allri vinnu sem hver
annar verkmaður; skotmaður var hann góður, eftir
því sem þá gerðist. Á þeim árum var mjög dýrbeitt,
og var tóan svo nærgöugul, að hún drap fé hrönn-
um saman heima við bæi. Lögðu menn því mikið kapp
á að eyða henni, með því að leggja fyrir hana eitur,
einnig með dýrabogum; svo og leituðu menn upp
grenin, áður en hún gekk út með hópinn, því að eftir
að byssur fóru að tíðkast, tókst oft að skjóta bæði
dýrin við grenið, með því að liggja við það nokkurn
(95)