Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Side 102
hann bjó á Hoffelli í Nesjum. Hann var ættaður og
uppalinn i Eyjaflrði. Hann átti þá konu, er Sigriður
hét Magnúsdóttir prests á Hallormsstöðum, Guð-
mundssonar.
Jón sýslumaður er sagður hafa verið skapbráð-
ur og harður og óhlíflnn í viðskiptum, enda sér-
vitur í ýmsum greinum; hafði hann því ekkl alþýðu-
hylli, sem sjá má af sögum þeim, er hér fara á eftir.
Pegar hann sókti konuefni sitt, Sigriði Magnús-
dóttur, að Hallormsstöðum, var með honum fylgdar-
maður sá, er Konráð hét. Sýslumaður lagði ríkt á
við hann að tala ekki við Sigríði á leiðinni. Ekki er
þess getið, að fylgdarmaður hafl lofað nokkuru um
það. En þegar kom í Almannaskarð og Nesjasveit
blasti við, fögur og blómleg, er svo að sjá sem fylgd-
armaðurinn hafl sem snöggvast gleymt viðvörun
sýslumanns, því að þá i fyrsta sinn á ferðinni talar
hann til Sigríðar og segir: »Þarna sérðu nú sveitina
þinala Sýslumaður veik sér þá að honum og rak
honum rokna-löðrung.
Ráðsmann hafði sýslumaður, þann er Narfi hét.
Er svo frá sagt, að hann hafí veiið sá eini maður,
sem sýslumaður hafði beyg af. Hann var bæði stór
og sterkur og beitti aflinu fullkomlega, ef því var að
skipta, við hvern sem í hlut átti, og vildi sýslumaður
fyrir engan mun missa hann. Sýslumaður hafði þá
reglu, eftir að byrjað var að heyja í útjörð, að láta
binda og flytja heim heyið síðustu daga vikunnar.
Nú varþað eitt sinn um miðja viku, að mikið var fyrir
af þurru heyi, en horfur á rigningu. Lizt þá vinnu-
fólkinu ráðlegt að binda heyið; var því maður sendur
af engjunum heim eftir reipum, en sýslumaður rak
þann til baka og læsti húsi því, sem reipin voru i,
og tók lykilinn. En þegar sendimaður kemur aftur
og segir, hvernig farið hafi, hleypur Narfi til þegj-
andi, tekur hest og ríður heim í skyndi. En er sýslu-
maður sér til ferða hans og þekkir, að það er Narfi,
(98)