Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Síða 104
ina í kirkjuna, og voru þeir þar, meðan bylurinn
stóð yfir.
Um sama Jeyti sem Jón Helgason var á Hoffelli,
var prestur í Bjarnanesi síra Magnús Ólafsson, er
áður getur. Eitt sinn rak hval á Viðborðsfjöru, og
fór síra Magnús með fleiri mönnum að skera hval-
inn. Pegar þeir eru byrjaðir að skera, kemur Jón
Helgason, bannar þeim að skera og vill hafa, að
hann eigi hvalinn, en sira Magnús mælir i móti þvi.
Reiðist þá sýslumaður og segir: »Hendur skulu
skipta«. Og hleypur hann nú á prest. Er sagt, að
þeir hafi staðið uppi á hvalnum. Prestur tekur í
móti, og stimpast þeir svo um stund, til þess er
sýslumaður kemur presti á annað kné. Reiðist þá
prestur, og fer svo að lokum, að hann leggur sýslu-
mann og segir: »Bara, sko til, hver hvalinn á!« En
sýslumaður tók hest sinn í snatri og reið heim við
svo búið.
6. Sagnir nm Eirfk Benediktsson á Hoffelli.
Sama heimild.
Eiríkur hreppstjóri Benediktsson frá Árnanesi gekk
að eiga Pórunni, dóttur Jóns sýslumanns Helgasonar,
er fyrr getur; tóku þau við búi eftir hann á Hoffelli,
og bjuggu þar um 30 ára. Fluttust þau aftur að Arna-
nesi árið 1840, þá hátt á sjötugsaldri, og voru þar til
dauðadags hjá Stefáni alþingismanni, syni sfnum, en
Guðmundur, sonur þeirra, tók við búi á Hoffelli ár-
inu áður en þau fluttust þaðan. Eiríkur var um
mörg ár hreppstjóri. Pau hjón áttu 16 börn; komust
flest þeirra upp, og er mikill ættbálkur frá þeim; er
það kallaö Hoffellsætt.
Eirfkur var litill maður vexti, en snar í hreyfing-
um og ötull við alla vinnu, sem hann gekk að. Hann
var hugmaður mikill. Var það ekki ósjaldan, er hon-
um þókti seint ganga eða hann vildi koma einhverju
fljótlega af, að hann tvi- og þrítók hvert orð, sem hann
(100)