Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Page 107
henni þá að orði: »Það vildi eg, að eg væri kominn
í eilíft himnariki«. Pá svaraði Eiríkur: »Himnaríki,
himnariki?! Hvað viltu þangað, hvað viltu þangað,
núna í brakandi þerrinum? Nógur er tíminn, nógur
er tíminn; ekki liggur á, ekki liggur á!« Valgerður
vann með fólkinu um daginn og reyndist dugleg; er
mælt, að Eiríkur hafi lukt henni vel fyrir dagsverkið.
Morgun einn fór fólkið snemma á engjar að breiða,
því að þerrir var og mikið undir. fegar lokið var
að breiða, lagðist fólkið fyrir og sofnaði. Eiríkur er
heima og sér, að fólkið liggur allt á engjunum; vildi
hann ekki láta lengi svo til ganga, tekur í snatri
hest, sem hann hafði heima, og ríður út á engjar,
allt hvað af tekur. Verður nú einum, sem á engjun-
um er, litið upp, og sér hann til ferða Eiríks; vekur
sá nú fólkið i skyndi, en allir þjóta upp til handa
og fóta, og er nú farið að slá og raka af kappi.
Kemur nú Eiríkur og verður hýr í skapi, er hann
sér, hvert kapp er í mönnum, nefnir ekki, hvers
vegna hann fór að heiman, en segir einungis óða-
mála: »Pið eruð að slá, þið eruð að slá; mikið er
slegið, mikið er slegið!«
Einu sinni kom maður að Hoffelli; var hann það-
an úr nágrenninu. Lét sá venjulega mikið yfir sér;
reið hann og í þetta sinn gapalega heim að bænum,
talaði síðan, er heim var kominn, mikið um það, hve
fljótur hann hefði verið i milli bæja og hrósaði sér
af því. Eiríkur heyrði til og sagði síðan: sHestsins
er frægðin, en þín engin«.
Embættismaður einn þar úr sýslu var á ferð og
kom að Hoffelli. Var þungt í Eiríki til þessa manns
vegna einhvers, sem þeim hafði i milli borið. Ei-
ríkur var úti staddur, en hinn varpar kveðju á hann
og segir: oKomdu nú sæll, Eirlkur«. »Ekki veit eg,
hvað þú sælu kallar«, svarar Eiríkur og gengur
snúðugt á brott. Ekki er þess getið, að hinn hafi
stanzað, og ekki heldur, að Eiríkur hafi boðið hon-
um það; er þó sagt, að hann hafi verið gestrisinn
mjög.
(103)