Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Síða 108
Bækur þjóðvinafélagsins.
Frá félaginu fá félagsmenn í ár pessar bækur:
Almanak, Andvara og þriöja bindi ævisögu Jóns
Sigurðssonar.
í Almanaki viljum vér sérstaklega beina athygli
manna að grein eftir Guðmund lækni Hannesson,
prófessor, og er hún um salerni. Stjórn félagsins fór
pess á leit við hann að semja grein um petta efni,
með pví að hann ber manna bezt skyn á öll pau
atriði, sem petta efni geta varðað, heiisufræði og
læknisdóma, smíðar, húsagerð og annað slíkt. Er
hér um slíkt mál að ræða, að ekki er hneisulaust i
augum innlendra manna og útlendra, að svo standi
lengur, og er pó þrifnaðurinn eigi hvað minnst virði.
Má pá og vænta, að menn gefi góðan gaum að Ieið-
beiningum peim, er í greininni felast, og færi sér i
nyt pá lærdóma alla.
Andvari hefst með ævisögu sira Eiríks prófessors
Briems, og er hún samin af hinum alkunna náttúru-
fræðingi Guðmundi adjunkt Bárðarsyni prófessor.
Er hér um valinkunnan mann að ræða og gagnlegan
að störfum í págu alþjóðar, og vel má pjóðvinafé-
lagið minnast hans að verðugu, pví að hann var um
langan tíma varaforseti þar. Pá kemur ritgerð um
flskirannsóknir hér við land eftir Dr. Bjarna Sæ-
mundsson, fyrrum yflrkennara, og ná pær yfir árin
1929—30. Eru þær framhald af óþreytandi starfsemi
pessa manns í págu fiskveiða vorra um nálega manns-
aldur. Loks er ritgerð um húsakynni eftir Póri Bald-
vinsson, ungan efnismann, sem nú vinnur 1 teikn-
ingastofu Iandnámssjóðs. Hefir hann lengi dvalizt
vestan hafs og unnið að húsateikningum par, en par
eru menn, sem kunnugt er, Iengst komnir í húsagerð,
og raunar eru Bandaríkjamenn I fiestum greinum
(104)