Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Side 111
Dótlirin: »Hann er þó ekki verri en sá, sem þú
fekkst í blöðunum í gær«.
Lœknirinn: »Var maðurinn yðar ekki líftryggður?«
Ekkjan: »Jú, en eg hefl átt í þvílíku stríði að ná i
peningana, að það liggur við, að eg óski eftir — að
hann væri ekki dauður«.
Drengurinn (við bróður sinn): »Pú ert hreint það
mcsta flón«.
Faðirinn: »Hvað er að heyra til þín, strákur; þú
gleymir víst, að eg er hér«.
Dómarinn: »Pér eruð ákærður fyrir að hafa tekið
talsvert af járnstöngum hjá félagsbúðinni«.
Sakborningurinn: »Já, eg skal segja dómaranum,
hvernig í öllu liggur. Eg er, sem sé, svo blóðlaus, og
læknirinn sagði, að eg yrði að taka járn«.
Maðurinn: »Var ekkert fífl til, sem beiddi þín, áður
en við áttumst?«
Konan: »Jú, eitt!«
Maðurinn: »Eg vildi óska, að þú hefðir tekið honum«.
Konan: »Já, það gerði eg líka«.
A. : »Pú ert víst ekki hjátrúarfullur«.
B. : »Nei«.
A.: Gerðu þá svo vel og lánaðu mér 13 krónur«.
Konan: »Segðu mér, Jón, hvað þú hefðir gert, ef
þú hefðir ekki fengiö mig?«
Maðurinn: »Hvað eg hefði gert? Eg hefði gert mig
gjaldþrota«.
Læknir hafði vitjað um Pétur gamla. Á leiðinni
heim mætir hann nábúa Péturs. »Hvernig er það
með hann Pétur?« spyr nábúinn.
(107)