Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Qupperneq 112
»Jú, hann er rytja, hann Pétur; eg sagöi honum,
aö hann skyldi leggja sig«, svaraði læknirinn.
Nábúinn varð þá heldur broshýr og mælti: »Pað
hefði nú varla þurft að segja honum það, svo mikið
veit hann nú sjálfur, hann Pétur«.
Hásetinn: »Yið höfum fundið farmiðalausan farþega
í einum björgunarbátnum«.
Skipstjórinn: »Nú, og hvers vegna heflr hann falið
sig í einum björgunarbátnum?«
Hásetinn: »Jú, hann segist hafa veðjað um, að hann
skyldi fara yfir Atlanzhaflð í opnum bát«.
Litill drengur stendur fyrir utan ávaxtabúð grát-
andi. Góðlegur gamall maður gengur fram hjá, nemur
staðar og segir: »Hvers vegna grætur þú, góði minn?«
»Jú-ú-ú, hann Sveinn heflr etið upp eplið mitt«.
Maöurinn kemst við, gefur honum aura fyrir nýju
epli og segir: »En hver er hann þessi vondi Sveinn?«
Drengnrinn: »Sveinn? — Pað er eg sjálfur!«
A. : »í gær var eg hjá rakaranum, og gettu nú —
hann tók hér um bil þrefalt fyrir að klippa mig,
sem er næstum sköllóttur, á við að klippa strák-
hvolp, sem hafði þykkvan hárlubba um allt höfuðið.
Er þetta ekki skammarlegt?«
B. : »Eg skal segja þér nokkuð: Pað er ekki vist,
að hann hafi tekið svo mikið fyrir að klippa þig;
það gæti verið, að þaö, sem hann tók af þér, um
fram strákinn, hafi hann ætlað sér i fundarlaun«.
Pað var stórveizla hjá Skagfer. Allir dáðust að
frúnni, sem er ung og fjörug; ekki sízt voru menn
hrifnir af hárvexti hennar, en hárið var óvenjulega
fagurt og bjart. Pegar gestirnir sátu við eftirmatinn,
kom sonur hjónanna snögglega hlaupandi inn í sal-
inn og á eftir honum barnfóstran. »Mamma!« kallaði
(108)