Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Qupperneq 27
Penisillín.
Tilraunir til að lækna sjúka menn með efnum,
er ætlað var að hefðu læknandi áhrif á sjúkdóma,
eru eldri en nokkuð það, er talið verði læknisfrædi,
en allt frá fyrstu drögum til hennar hefur allajafna
verið leitazt við að uppgötva sérlyf, er ættu við og
læknuðu hvert sinn sjúkdóm. Leitin að slíkum sér-
lyfjum var eðlilega fram eftir öllu að mestu út i blá-
inn, er ekki var annað en brigðula og torræða
''eynslu við að styðjast, enda var árangurinn að þvi
skapi. Fram að byriun þessarar aldar höfðu ekki
fundizt lyf, er verulega mátti treysta, nema gegn 3
sýklasjúkdómum: Kvikasilfur gegn sárasótt (syfilis),
kínin gegn mýraköldu (malaria) og uppsölurót
(ipecacuanha) og efni, sem úr henni er unnið,
emetin, gegn þeirri tegund blóðkreppusóttar er anga-
lýjur (amoebæ) valda.
Sú kenning, er Pasteur flutti fyrstur manna á síð-
ari hluta 19. aldar, að sýklar væru valdir að mörg'-
um sjúkdómum, varð grundvöllur blóðvatnslækn-
inga og varnarbólusetninga á horð við kúahólusetn-
inguna, sem að vísu var fundin löngu fyrr. En jafn-
framt varð hún grundvöllur nýrrar þróunar lækr,-
inga með lyfjaefnum. í fyrstu hugsuðu menn sér, að
slíkar lækningar væru fólgnar í eins konar innvortis
sótthreinsun i líkamanum, lyfin áttu að drepa sýkt-
ana, án þess að gera líkamanum mein, eða, eins og
Paul Ehrich, er telja má föður þessarar nýju þró-
Unar, orðaði það: Þau voru eins konar töfrakúlur,
er hittu aðeins þá meinvalda, sem þeim var ætlað
að tortíma.
Þegar menn kynntust bráðdrepandi áhrifum
ýmissa efna á sýkla, t. d. karbólsýru og súblímats,
örvaði slíkt vonirnar um, að brátt mundi þessi inn-
vortis sótthreinsun takast. Þrátt fyrir mikið starf,
(25)
2