Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Page 28
varð þó bið á því. Sóttvarnarlyfin, sem reyndust svo
vel i tilraunaglösum og gröðurskálum sýkla, voru
annaðhvort áhrifalaus í líkamanum eða of eitruð
fyrir hann. Það var ekki fyrr en 1910, er tekið var
að nota salvarsan, sem var árangur af margra ára
þrotlausu starfi Ehrlichs, að talið var að lánazt hefði
að finna nýtt lyf, er læknaði sýklasjúkdóm. Gaf
þetta á ný vonunum um skjótar framfarir í þessum
efnum byr undir vængi, en þær brugðust enn. Á
næsta aldarfjórðungi fundust ekki nema örfá efni,
er kæmu að gagni sem lækningalyf, og þau einvörð-
ungu gegn sjúkdómum, er frumdýr valda. ÖIl
reynsla, er fékkst um þetta skeið, benti til þess, að
efnalækningar dygðu ekki gegn venjulegum sýklum
(bakteríum).
Loks var skýrt frá því 1935, að litarefnið prontosil
hefði reynzt lækna mýs, er sýktar höfðu verið með
keðjusýklum, og brátt var tekið að reyna það við
menn með góðum árangri. Það kom skjótt í ljós, að
áhrif þessa efnis voru eingöngu bundin við lítinn
hluta sameindarinnar, súlfanilamid; hefur það verið
undirstaða mesta fjölda efna, er síðan hafa verið
búin til og reynd og' hafa að geyma súlfanilamid í
mismunandi samböndum, en aðeins fá þeirra hafa
reynzt verulega nothæf, þar á meðal lungnabólgu-
lyfið súlfapyridin eða dagenan. Þessi lyf hafa valdið
byltingu á ýmsum sviðum læknisfræðinnar. Þau hafa
reynzt vel gegn mörgum sýklasjúkdómum, og hafa
1 atahorfur sjúklinga með blóðeitrun, skarlatssótt,
lungnabólgu, heilasótt og ýmsa fleiri sýklasjúkdóma
tórum aukizt, siðan farið var að nota súlfalyf
við þá.
En engan yeginn eru þau gallalaus. Þau baka
mörgum sjúklingum mikil óþægindi og geta valdið
alvarlegum eitrunareinkennum og liffæraspjöllum, er
stundum hafa riðið sjúklingum að fullu. Enn fremur
(26)