Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Side 32
og tefSi gróður þeirra eða eyddi honum. Meðal
annars fann hann og vann úr hrárri hænueggja-
hvítu efni, er hann nefndi lysozym og líka er i tár-
um og ýmsum yefjum likamans; drepur það og
leysir upp ýmsar bakteríur í andrúmsloftinu, en
ekki vann það á bakterium þeim eSa öSrum smá-
verum, er sjúkdómum valda, sýklunum. Árin 1928
og 1929 fékkst Fleming einkum við að rannsaka
klasasýkla þá, er ígerðum valda. Þá tók hann einu
sinni eftir því, að aðvífandi frjó myglusveppteg-
undar einnar hafði komizt í eina gróðurskálina.
Hafði sveppurinn vaxið þar fljótt, svo sem myglu
er vandi, þegar hún kemst í gróðurlendi, er henni
hentar, og drepið og leyst upp sýklana þar sem
hann tók sér ból og í kringum sig. Þetta var nú til-
viljun, og ekki óvanalegt, að aðvífandi frjó mengi
gróðurinn, þegar lok er tekið af skál til að athuga
gróðurinn i henni; en einatt er þá litið svo á sem
ræktunin í þeirri skál hafi mistekizt og innihaldi
hennar fargað. En þetta gerði Fleming ekki, hann
var gætnari og forvitnari en svo. Hann flutti svepp-
inn í aðra skál með ræktunarvökva, og er sveppur-
inn tók að vaxa þar, fann Fleming efni í vökvanum,
sem var miklu banvænna ýmsum sýklategundum,
þar á meðal algengustu ígerðarsýltlum, en sterkustu
sótthreinsunarlyf. Rannsóknir Flemings leiddu enn
fremur i Ijós, að myglusveppur sá, er hér var um
að ræða, var sú tegund, er visindamenn nefna
penicillium notatum, og kallaði hann því efnið
penisillin. En ekki tókst honum að ná því úr rækt-
unarvökvanum, og það geymdist illa i honum, er
sveppirnir höfðu verið síaðir frá, og glataði fljótt
sýklaskaðvæni sínu. Reyndist honum því ókleift að
afla svo mikils af því, að það yrði notað til dýra-
tilrauna nema í mjög smáum stíl, en sú litla reynsla,
sem þar fékkst, benti öll í þá átt, að það væri dýr-
(30)