Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Page 34
sjóði. Ilann varð prófessor í sjúkdómafræði við
háskólann i Sheffield 1931 og við háskólann i Ox-
ford 1935. Þar unnu þeir, hann og dr. Chain, saman
að rannsóknum lífrænna, sýklaskæðra efna, en fundu
lengi. ekki neitt, er nothæft væri til lækninga. Nú
sneru jieira sér að því að rannsaka penisillín og
leitast við að finna ráð til að auka svo framleiðsíu
þess og haldgæði, að unnt yrði að gera nægilegar
tilraunir um lækningamátt þess. Fengu þeir í lið
með sér 7 aðra vísindamenn við háskólann i Oxford
og marga lyflækna og handlækna. Fundu þeir áður
langt leið aðferðir til að vinna penisillín úr nær-
ingarvökvanum. Var það gult duft, sem geymdist
iengi óskemmt, að vísu ekki ómengað p., þvi að af
j)ví voru ekki nema 10-—20 hundraðshlutar í duftinu
i fyrstu, en samt var það svo áhrifamikið gegn klasa-
sýklum, að ekki þurfti meira af því en 1/5 000 000—
1/10 000 000 í klasasýklagróður til að stöðva með
öllu skiptingu sýklanna. Styrkleiki lyfsins var talinn
100—200 Oxfordeiningar í milligramini. Nú var tek-
ið að gera tilraunir með lyfið á músum. Þær voru
sýktar með banvænum skömmtum þeirra sýklateg-
unda, er penisillín grandaði í gróðurskálum, og
læknaði lyfið jiær lang-oftast, og var þeim algerlega
ósaknæmt. Árið eftir, 1941, var svo farið að gera
lækningatilraunir á mönnum, og gengu þær yfirleitt
vel, en svo lítið var þá til af penisillíni, að það ár
var ekki unnt að reyna það nema við 6 sjúklinga.
Brá skjótt til bata á öllum, en vegna skorts á peni-
sillíni varð að hætta meðferðinni á 2 fyrstu sjúkling-
unum of snemma, svo að þeim versnaði og sóttin
leiddi þá til bana. Hinum fjórum, sem fengu lyfið
nægilega lengi, batnaði öllum fljótt og vel. En 10 mán-
uði tók j)á að framleiða það penisillín, sem við þessa
íáu sjúklinga var notað, og var þó unnið pensillín úr
þvagi sjúklinganna til að drýgja birgðirnar. En úr
(32)