Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Side 36
Einn af helztu samstarfsmönnum Floreys, Heatley
að nafni, fór því ásamt honum til Bandaríkjanna í
Ameriku til að vekja áhuga manna þar fyrir málinu.
Gekk þaS aS óskum, enda höfSu tveir vísindamenn
þar, Dawson og Herrell, þegar tekiS aS fást viS
penisillínrannsóknir og komizt aS sömu niSurstöSu
og Oxfordmennirnir um gagnsemi lyfsins. Var og þá
komiS svo langt þekkingu á hinu nýja lyfi, aS vonir
stóSu til, aS þaS mundi koma aS hinu mesta gagni
til aS lækna sára menn og' sjúka. Var nú af mesta
kappi tekiS aS framleiSa penisillin i verksmiSjum í
Bandaríkjunum. Þegar 1942 var tekiS aS nota peni-
sillín til lækninga í Egyptalandi viS hermenn, er
særzt höfSu og hlotiS blóSeitrun af, en vegna skorts
á lyfinu, var þaS ekki unnt í stórum stil, því aS ekki
var þá enn framleitt meira af því en handa 50
sjúklingum á dag. En árangurinn var hinn prýSi-
legasti, og nú var hert svo á framleiSslunni, aS 1943
var hún 7.5 kg i Bandaríkjunum og 5.5 kg á Eng-
landi. Nálega öll sú framleiSsla var notuS í þarfir
hersins — aSeins 500 sjúklingar aSrir fengu peni-
sillín meSferS þetta ár á spítölum i Bandaríkjunum
—- og ávallt voru þarfir hersins látnar sitja í fyrir-
rúmi meSan á ófriSnum stóS. Er taliS, aS í honum
hafi penisillín forSað hundruSum þúsunda manna
frá bana eSa ævilöngum örkumlum. Hafa og ýmsir
hernaSarfræSingar látiS sér um munn fara, að
fundur penisillíns hafi átt engu minni þátt í sigri
bandamanna en hver önnur uppfundning hernaSar-
tækja til sóknar eSa varnar. — Síðan hefur fram-
leiðsla penisillíns aukizt jafnt og þétt og var orðin
67 kg i maímánuði 1945, og enn hefur hún aukizt
stórum síðan, enda allmargar nýjar verksmiðjur
reistar, er ekki fást við annað en að búa til peni-
sillín. Hin fyrsta þeirra var reist í Indiana í Banda-
ríkjunum og tók til starfa í janúar 1944. Á árinu
(34)