Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Side 37
1945 voru reknar 20 penisillinverksmiðjur í Banda-
rikjunum, 12 í Bretlandi, 2 i Kanada, 1 i Danmörku
og 1 í Svíþjóð. VerS lyfsins hefur farið lækkandi að
sama skapi. 1943 var verðið á meðal dagsskammti
20 dollarar, en var komið niður í 314 dollar fyri’-
ári síðan og mun hafa lækkað talsvert siðan.
Eins og áður er getið, vakti það fyrst athygli
Flemings á penisllínsveppnum, að efni, er hann gaf
frá sér, eyddu klasasýklum þeim, er valda bólgu og'
ígerðum í sárum, beinbólgum, kýlum, fingurmein-
um o. fl., og hefur þess þegar verið getið, hve lítið
þarf af þessu efni, penisiliíninu, til að granda þeim.
Næsta skrefið var að reyna áhrif þess á aðrar sýkla-
tegundir; var Fleming þar enn brautryðjandi, og er
jieim rannsóknum enn haldið kappsamlega áfram.
Er þegar vitað um margar sýklategundir, sem eru
næmar fyrir áhrifum þess, og aðrar, sem það vinn-
ur ekki á. Helztu sýklar, sem penisillín vinnur grand,
eru þessir, auk hinna áðurnefndu klasasýkla:
1. Keðjusýklar, er valda graftarsótt, bólguveiki,
barnsfararsótt, lífhimnubólgu, heimakomu, skarlats-
sótt, hálsbólgu, stundum lungnábólgu og ígerð i
brjóstholi. 2. Lungnabólgusýklar, er oftast eru valdir
að taklungnabólgu og stundum að heilasótt. 3. Heila-
sóttarsýklar. 4. Barnaveikisýklar. 5. Miltisbrands-
sýklar. 6. Stífkrampasýklar. 7. Gasígerðarsýklar. 8.
Lekandasýklar. 9. Sárasóttarsýklar. 10. Geislasvepps-
bólgusýklar. Við öllum þeim sjúkdómum, er þessir
sýklar valda, má gera sér vonir um, að penisillín
komi að miklu, haldi, þótt óbrigðult sé það ekki, því
að ekki éru allir þessir sýklar jafnnæmir fyrir áhrif-
um þess, og svo geta sjúldingarnir verið svo langt
leiddir, þegar farið er að nota það, að þeim sé ekki
við bjargandi. Allra næmastir eru klasasýklarnir,
er nefndir voru, og lekandasýklarnir, og eru því
sjúkdómar þeir, sem þeir eru valdir að, allra fljót-
(35)