Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Síða 47
lög um verðlagningu landbúnaðarafurða, og voru
þau staðfest á haustþinginu. Skal fimm manna verð-
lagsnefnd fjalla um þau mál, og er hún kosin af
tuttugu og fimm manna búnaðarráði. Á fulltrúafundi
bænda, er haldinn var á Laugarvatni snemma í sept-
ember, var ákveðið að stofna stéttarsamband bænda,
en nokkur ágreiningur var um skipulag þess, og var
frestað að taka endanlega ákvörðun um það.
Embætti. Embættaveitingar: í janúar var Brynjúlf-
ur Dagsson skipaður héraðslæknir í Hvammstanga-
héraði. 2. jan. var Geir Jónasson mag. art. skipaður
aðstoðarbókavörður við Landsbókasafn íslands. í
febrúar voru eftirtaldir menn skipaðir í manneldis-
ráð til næstu fimm ára: Jóhann Sæmundsson trygg-
ingayfirlæknir, Július Sigurjónsson kennari i heil-
brigðisfræði við Háskólann, Níels Dungal prófessor
og Sigurður Sigurðsson berklayfirlæknir. Land-
læknir er formaður ráðsins. 5. febrúar vað F. K.
Warren skipaður vararæðismaður íslands í Halifax,
Kanada. 3. marz var dr. Sigurður Nordal skipaður
prófessor í íslenzkum fræðum við Háskólann. 10.
marz voru þessir menn skipaðir i stjórn ríkisút-
gáfu námsbóka til fjögurra ára: Sigurður Thorlacius
skólastjóri, Steinþór Guðmundsson kennari og
Sveinbjörn Sigurjónsson magister. 19. marz var
Þórhallur Ásgeirsson skipaður sendiráðsritari við
sendiráð íslands i Washington. 16. apríl var dr.
Steingrímur J. Þorsteinsson skipaður dósent í bók-
menntum við heimspekideild Háskólans. í aprll
vbru jjessir menn skipaðir í nefnd, sem hafa skal
með höndum úthlutun á bifreiðum og bifreiðavara-
hlutum, sem ríkisstjórnin keypti fyrir milligöngu
nefndar setuliðsviðskipta: Pétur Gunnarsson til-
raunastjóri (form.), Jón Sigurðsson framkvæmda-
stj. og Sveinbjörn Guðlaugsson bifreiðarstjóri. 20.
apríl voru þessir menn skipaðir í nefnd til að stýra
(45)