Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Síða 72
Skipatjón. Á árinu fórust 12 islenzk skip hér við
land og 4 á hafi úti. MeS þeim fórst 31 maður. Auk
þess fórust 3 íslendingar af erlendum skipum. Mesta
sjóslysið var, er „Dettifoss“ fórst um 20. febrúar.
Fórust þar 15 manns. Hinn 9. apríl fórst línuveið-
arinn „Fjölnir“, og fórust þar 5 menn. Hinn 31.
ágúst sökk vélskipiS „Haukur“, en mannbjörg varS.
Stjórnarfar. Á árinu átti aS fara fram forsetakosn-
ing, en Sveinn Björnsson varS sjálfkjörinn. Vann
hann embættiseið sinn 1. ágúst. Kjörtímabilið er frá
1. ágúst 1945 til 31. júlí 1949.
Samsteypustjórn Ólafs Thors sat að völdum allt
árið. Alþingi frá 1944 sat að störfum til 3. marz
1945, og hafði það þá alls setið 256 daga. Alþingi
kom aftur saman 1. október og starfaði til 21. des.,
en þá var fundum frestað. Meðal laga, sem afgreidd
voru á árinu, voru lög um launakjör opinberra
starfsmanna, um byggingu rafveitna, um veltuskatt,
um verðlagningu landbúnaðarafurða og um togara-
kaup ríkisins. Ríkisstjórnin notaði heimild í lögum
til að fjölga dómendum i Hæstarétti úr þremur í
fimm.
Utvegur. Heildaraflinn varð miklu minni en árinu
áður, og stafaði það aðallega af því, að síldarafli
brást að verulegu leyti.
ísfiskveiði var rúm 156 000 tonn (árið áðúr
175 000). Hraðfrystur fiskur var 59 800 tonn (árið
áður 55 200), saltfiskur 3300 tonn (árið áður 3700),
harðfiskur 1800 tonn (árið áður 1300). Sildaraflinn
var alls 59 000 tonn (árið áður 222 000). Saltaðar
voru um 68 000 tunnur sildar (árið áður um
35 000). Bræðslusildaraflinn var 463 000 hl (árið áð-
ur 2 355.000).
ísfiskur var fluttur út á árinu fyrir 103.6 millj. kr.
(árið áður 119.2 millj. kr.), freðfiskur fyrir 63.6 millj.
kr. (árið áður 47.6 millj. kr.), lýsi fyrir 32.7 millj.
(70)