Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Side 83
og krossband á; þá er grind gild. Svo skal grind
setja, að hún renni aftur sjálf, ef maður tekur til
hendi af hrossbaki. Nú liggur þjóðgata um bæ manns
eða að garði, þá má hann af færa bæ sínum og frá
garði og gera aðra utan garðs jafngóða að fara í
þurru og votu, eigi lengra frá þjóðhliði en 200 faðma
tólfræð, þá skal þá fara, þó hún sé lengri“. Það mun
að vísu enginn efi á því, að þetta ákvæði sé líka
tekið úr einhverjum norskum lögum, en hins vegar
mun það betur samrýmanlegt íslenzkum staðháttum
en hið fyrra. Loks er í 44. kap. í þessum bálki
eftirfarandi ákvæði: „Þjóðgata og sætrgata og allir
rekstrar skulu svo vera, sem legið hafa að fornu
fari, utan færa má götu, ef vill, sem fyrr segir. Nú
skal þjóðgata vera fimm álna breið.“ Hinn norski
uppruni þessarar greinar er hvað augljósastur, því
greinin er að vissu leyti ekki á íslenzku heldur
norsku. „Sætur“ er norska og hét „sel“ á íslenzku i
þá daga og gerir enn, en „rekstrar“ þýðir troðning-
ar; þá sýnir ákvæðið um breidd þjóðgötunnar, að
þar er ekki um venjulegan ruddan veg að ræða, eins
og hér á landi hefur tíðkazt, heldur um norska vegi.
Þá virðast og öll þessi ákvæði vera rifin út úr sam-
hengi í víðtækara og greinarbetra lagakerfi um þessi
efni.
Enda þótt engin lagaákvæði væru til um eiginlega
vegagerð, þarf þó ekki að efa, að vegir hafi verið
ruddir á íslandi, bæði i heiðni og áður en Jónsbók
gekk í gildi. Þarf þvi til sönnunar ekki að nefna
annað en veginn, sem þeir Halli og Leiknir ber-
serkir ruddu yfir Berserlqahraun og sér enn í dag,
því hvort sem sú saga er rétt eða ekki, er hitt víst,
að sá vegur er ævaforn. Eftir að kristni kom hér í
landið, gerði kirkjan sér, svo sem sagt hefur verið frá
og síðar verður betur að vikið, titt um ýmisleg þau
mál, sem ríkið nú mundi annast, og þar á meðal að
(81)