Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Qupperneq 85
konungdómurinn hafi fundið, að hann, vegna van-
þekkingar á landsháttum, væri ekki fær um að
semja sjálfur skynsamleg ákvæði um þetta efni, og
því vikið öllum framkvæmdum undir innlenda emb-
ættismenn.
Þetta er öll vegamálalöggjöf landsins um 482 ár,
og vita menn lítið eða ekkert um, hvernig hún hefur
verið framkvæmd, nema livað eitt og annað bendir
til, að það hafi verið gert af litlum dugnaði. Þó var
vegamálum hreyft um 1650, en þá kvartaði Henrik
Bjelke höfuðsmaður til konungs, yfir því, hve vegir
væru hér illa haldnir. Árangurinn varð þó ekki ann-
ar en sá, að konungur skipaði svo fyrir 1651, að
hafa skyldi eftirlit með því, að vegirnir væru endur-
bættir og siðan við haldið eftir fyrirmælum Jóns-
bókar. En um eyðimerkur (þ. e. öræfi) og aðra staði,
sem ákvæði Jónsbókar næðu ekki til, skyldi höfuðs-
maður með ráði helztu manna gera þá skipun á, sem
háttum landsins hentaði.
Á 18. öld fóru landsstjórnir um álfuna, fyrir áhrif
upplýsingarstefnunnar, að lita á rikið sem forsjá
þegnanna, en hætta að skoða þegnana sem mjólkur-
kýr þjóðhöfðingjanna, eins og verið hafði um skeið.
Það er vafalaust vegna þess, að stefna þessi hefur
breytt siðferðisviðhorfum manna, að á þessari öld
var farið að snúa vandlætingu upp i vegabætur
með því að gefa mönnum upp hórsektir gegn þvi,
að þeir ryddu vegarkafla. Fyrir áhrif þeirrar stefnu
var það og, að konungur 1770 skipaði nefnd þá, sem
kölluð hefur verið landsnefndin, til þess að athuga
ástand iandsins og landsmanna og gera tillögur til
viðreisnar. Var íslenzkur maður, Þorkell Jónsson
Fjeldsted, Iögmaður i Færeyjum, síðar amtmaður á
Finnmörk, stiftamtmaður í Þrándheimi og loks aðal-
póstmeistari í Danmörku, einn í þeirri nefnd.
Var henni meðal annars falið að athuga, hvað gera
(83)