Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Blaðsíða 89
stöðum, Ólafur yfirdómari Finsen, Bjarni amtmaður
Þorsteinsson á Stapa og líklega Einar borgari Jóns-
son, föðurbróðir og tengdafaðir Jóns Sigurðssonar.
Var það tilgangur félagsins að ryðja fjallvegi, varða
þá, halda þeim við, koma upp sæluhúsum og létta
samgöngur milli héraða á íslandi. Það er ekki um
það að villast, að stofnun félagsins stafar annars
vegar af brýnni þörf þess, að fjallvegirnir séu not-
aðir, og hins vegar af því, að hið mikla tal stjórnar-
innar um viðhald fjallveganna hefur ekki orðið
nema orðin tóm. Það liggur í augum uppi, að það
var of þungt tak fyrir einstaka menn að lyfta þess-
ari byrði, sem stjórnin annaðhvort hafði kiknað
undir eða ekki treyst sér til að taka upp. Þó má
kalla furðu, hverju félag þelta afkastaði, áður en það
þóttist jjurfa að leita á náðir stjórnarinnar. Haustið
1833 eða veturinn 1833—34 sendi Krieger stiftamt-
maður stjórninni skýrslu félagsins og beiðni um
styrk, sem hann mælti með. Samkvæmt skýrslunni
hafði félagið 1831 sett 100 vörður á Holtavörðuheiði
og byggt þar sæluhús. 1832 hafði Vatnahjallavegur
verið ruddar og 20 vörður byggðar þar. 1833 hafði
Sprengisandsvegur verið ruddur að nokkru, sem og
vegurinn fyrir Olt -—■ úr Þingvallasveit í Reykholts-
dal. Ætlaðist félagið svo til, að 1835 væri búið að
ryðja helztu vegi milli Norður- og Suðurlands. Varð
niðurstaðan sú, að félaginu voru veittir 100 rd. silf-
urs árlega í 5 ár, en það fé var greitt úr jarðabókar-
sjóði, svo að það var tekið beint úr vasa íslendinga,
og þurfti ekkert að þakka stjórninni.
Svo var þörfin fyrir framkvæmdir á þessu sviði
orðin mikil, að einkaframtakið lét elcki sitja við að-
gerðir félagsins einar, heldur var einnig með al-
mennum samskotum ruddur vegur um hraunið Al-
menning á Reykjanesi, og tveir menn úr stjórn Fjall-
vegafélagsins létu ryðja Kaldadalsveg á sinn kostnað.
(87)