Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Qupperneq 91
dagsverk af hverjum karlmanni 20—60 ára gömlum.
Aukavegir skyldu 3 álna breiðir, og átti að gera þá
og viðhalda þeim með skylduvinnu, sem jafnað væri
niður á verkfæra menn eftir efnum og ástæðum;
vinnuna mátti þó kaupa af sér með jafnvirði hennar
í peningum. Hér var sama að og áður, að kostnað-
inum var velt yfir yfir á einstaklinga, enda var nið-
urstaðan svipuð og fyrr.
Eftir að Alþingi hafði fengið fjárforræði, var það
nokkuð viðskotafljótara en fyrr, því á Alþingi 1875
fiutti Jón Sigurðsson frá Gautlöndum frumvarp til
laga um vegi, sem var samþykkt og varð að lögum.
Þar var krækt hjá þeirri keldu, er áður hafði orðið
iögmæltum framkvæmdum að tálma. Nú var vegum
skipt i fjallvegi, sýsluvegi og hreppavegi, og nú átti
landssjóður að annast útgjöld af fjallvegum, en til-
laginu til aðalvega samkv. tilskipuninni frá 1776
skyldi nú varið til sýsluvega; kostnaðurinn við
hreppavegi skyldi hins vegar greiðast með dags-
verksígildi fyrir hvern verkfæran mann 20—60 ára
gamlan. Hér var kostnaðargreiðslunni vikið inn a
spánnýja braut og má því kalla, að vegalögin frá
1875 hafi að vissu leyti verið drýgsta sporið, sem
stigið hefur verið í vegamálum íslands.
Árið 1887 kom fram á Alþingi nýtt frumvarp til
vegalaga, og var það samþykkt og varð að lögum.
Fluttu þeir feðgar síra Þórarinn Böðvarsson og Jón
Þórarinsson, siðar fræðslumálastjóri, frumvarpið.
Var vegum samkvæmt þessum lögum skipt í:
1) aðalpóstvegi, sem landssjóður skyldi kosta,
en þó aðeins að hálfu, iægi þeir eftir endilangri
sýslu; hitt skyldi þá greiða af þjóðvegagjaldinu
samkvæmt tilskipuninni frá 1861, 2) sýsluvegi, er
sýslufélög skyldu greiða, 3) fjallvegi, og skyldi
lándssjóður aðeins annast viðgerð á þeim, að svo
miklu leyti sem þeir væru ekki aðalpóstvegir, og
(89)
6