Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Blaðsíða 93
skyldi greiðást úr landssjóði, sýsluvega úr sýslu-
vegasjóði, en hreppavega með tillögum sveitar-
manna. Frumvarp þetta liafði síra Jens Pálsson flutt
1891, en ekki komið þvi fram þá. Flutti hann það svo
aftur á þinginu 1893, og hafðist það þá frain fyrir
atbeina Magnúsar landshöfðingja Stephensens, sem
beitti atkvæðum hinna konungkjörnu þingmanna til
þess að koma málinu í gegn. Árið 1899 var bætt inn i
vegalögin nýjum vegum á landssjóðskostnað, og hef-
ur sá siður haldizt áfram síðan. Mishollur má þó kalla
að hann hafi reynzt, því með honum var hinum svo
nefndu kjósendavegum gert hlaupvítt inn i lögin,
en það voru misjafnlega þarfir, eða jafnvel óþarfir,
vegir, sem þingmenn voru að bola þar inn til að
þóknast áhrifamiklum kjósendum og öðrum, sem
þeir áttu kjörfylgi undir.
Næstu vegalögin voru sett 1907. Voru þau að mestu
sama eðlis og vegalögin frá 1894, nema hvað gert var
ráð fyrir, að þeir kaflar þjóðveganna, er lágu úr
eða að flutningabrautum og kauptúnum, skyldu vera
akfærir.
Þá voru sett ný vegaiög 1924. í þeim er tekin upp
ný skipting vega í: 1) þjóðvegi, 2) fjallvegi, 3) sýslu-
vegi og 4) hreppavegi. Eru i fyrsta flokknum vegir
þeir, sem í lögunum frá 1894 voru nefndir flutninga-
brautir og þjóðvegir. Er þessi breyting eðlileg,
vegna þess, að umferðatækni hér á landi hafði frá
1907 gerbreytzt svo, að furðu má gegna, að ný lög
höfðu ekki verið sett fyrr. Hestaumferð um vegina
var nú alveg að hverfa úr sögunni, umferð með
hestvagna að þverra mjög, en bifreiðar þutu hins
vegar um allar brautir. Annað ákvæði þessara laga
leiddi og af umferðarbreytingunni, það er ákvæðið
um, að hreppsnefndir mættu láta halda brautum
opnum að vetrarlagi með snjómokstri og greiða
kostnaðinn við það úr sveitarsjóði eða láta inna
(91).