Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Side 98
húsin nafn sitt, því þau voru upprunalega nefnd sálu-
hús. Það er og tvíllaust, a'ð mörgu mannslífi hafa
þau bjargað á liðnum öldum. Hafa þau svo til alveg
fram á þennan dag verið við líði á helztu fjallveg-
um og þeim verið haldið við og þau hafa jafnvel
verið byggð af nýju fram á síðustu öld. Svo var t. d.
á árunum 1844—46 byggt sæluhús á Kolviðarhóli af
samskotum einStakra manna, og varð það upphaf að
því, að hið opinbera síðar meir lagði styrk til þess, að
þar væri höfð uppi föst byggð. Er það nýbýli upphaf-
ið að jörðinni Kolviðarhóll, sem nú er. Með breyttri
samgöngu- og umferðartækni á landi fór þó nokkuð
líkt fyrir sæluhúsunum og vörðunum, að nauðsyn
þeirra hvarf, ekki sízt eftir að bifreiðaferðir tókust
upp. Nokkuð var þó þegar farið að draga úr nauð-
syninni áður, og menn voru farnir að sjá, að í stað
þeirra þyrftu að koma gistihús. Lengi vel var þó
ekki fýsilegt til ábata fyrir einstaka menn að koma
upp slíkum stofnunum, og tók Alþing því upp þann
sið, að leggja á fjárlögum styrk til ýmissa sveitabæja,
gegn þvi að þeir væru skyldir til að taka á móti
gestum; af sömu rótum mun það og runnið, að Al-
þing setti þau lög 1903, að sýslunefndir mættu
styrkja áfangastaði um sýslurnar. Fyrir hraða farar-
tækja nú á dögum eru fjallvegir, sem áður voru dag-
leið riðandi manni eða svo, orðnir nokkurra klukku-
tíma ferð, og eru gistihús þvi nú að kalla algerlega
búin að taka að sér hlutverk sæluhúsanna, enda er
nú hægt að reka þau sér til framfæris. í núgildandi
vegalögum er að vísu ákvæði um að reisa skuli
sæluhús á fjallvegum og annars staðar, þar sem
þurfa þykir, en það er þó ekki lengur gert að sinni,
og sæluhúsum, er standa uppi frá fyrri tíð, er varla
haldið við.
Sjómannaskýlin á söndum Skaftafellssýslna verða,
vegna þess hverjum þau eru ætluð, ekki talin með
(96)