Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1947, Síða 106
vera í eigu einstakra manna eða sveita, en hvergi
er þeirra getið í lögum fyrr eða síðar svo séð verði.
Þess er og að gæta, að kláfar munu tiltölulega nýtil-
komnir hér á landi, og að líkindum naumast mikið
fyrr en á 19. öld. Að minnsta kosti er það hald sumra,
að kláfur sá á Jökulsá í Skagafirði, er Jónas Hall-
grímsson yrkir um vísur þessar í kvæðinu „Hest-
klettur“:
Meðan Hestklettur heldur
og hinum megin er ás
og bandi bundið á milli,
er brú yfir þessa rás.
En Jóni tókst í Tungu
að tölta yfir þessa geil, —
bandspotta batt hann þar yf’r Um
bóndinn, — og kallar það seil.
hafi verið ein fyrsta, ef ekki fyrsta kláfferja hér á
landi. Kláfferjur lúta alveg sama lögmáli og ferjurn-
ar, að þær munu hverfa smám saman fyrir brúnum,
enda þótt þeim á stöku stað verði haldið uppi til
hægindis, svipað og ferjunum.
Stjórn vegamálanna.
Sýslumenn og hreppstjórar, amtmenn, stiftamt-
menn og landshöfðingjar áttu fyrst í stað að hafa
eftirlit með vegagerðum. Eins og samgöngur voru
hér i fyrri daga, gefur þó að skilja, að það eftirlit
getur ekki hafa verið mjög mikið eða náið. Þá gefur
og að skilja, að meðan verkfræðingar voru ekki til
að vinna að vegagerðum og brúabyggingum, hafa
þeir, sem þau störf önnuðust, orðið að gera það af
brjóstviti sínu, sem, þó gott væri, ekki hefur getað
jafnazt á við skólaða þekkingu, og hefur það vafa-
laust að einhverju leyti bitnað á framkvæmdunum.
(104)